Vara við meiriháttar skorti á kopar eftir 2025 Jean-Rémi Chareyre skrifar 5. júní 2024 13:00 Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því ínýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050. Framleiðsla í mörgum eldri námum hefur verið að dragast saman vegna skorts á hráefni og framleiðsla nýrra náma sem þegar eru á teikniborðinu mun ekki duga til að vega upp á móti því. Framboð af kopar í heiminum gæti dregist saman um allt að 30% fram til 2040. Koparnáma í Perú.Istock Framleiðsla á ýmsum tækjum og vörum sem eru nauðsynleg fyrir orkuskiptin, svo sem rafbílum, rafhlöðum, vindmyllum og sólarsellum, kalla á stóraukna málmframleiðslu, en óvíst er hvort framboð af slíkum málmum verði nægilegt á næstu áratugum. Stofnunin varar líka við að lágt verð á slíkum málmum sé ekki endilega góðar fréttir: Lágt verð er vissulega jákvætt fyrir neytendur en hefur letjandi áhrif þegar kemur að fjárfestingu í nýjar námur og verksmiðjur. Þess vegna sé lágt verð í dag ekki trygging fyrir fullnægjandi framboð í framtíðinni. „Nægilegt framboð á mörkuðum í dag er ekki endilega merki um bjarta framtíð,“ segir í skýrslunni. Kopar og liþíum eru þeir málmar sem eru líklegastir til að skorta. Rafbíll inniheldur um það bil tvöfalt meira magn af kopar en bíll með brunahreyfli (50 kíló að meðaltali, en magnið er þó breytilegt eftir stærð bílsins). Vindmyllur kalla sömuleiðis á mikla koparnotkun, sérstaklega þegar um vindmyllur á sjó er að ræða, en þá þarf að leggja langa koparkapla undir sjó til að tengja vindmyllurnar við raforkukerfið. Koparframleiðsla er þar að auki á hendur tiltölulega fárra ríkja í heiminum og því má lítið bregða út af ef framboð á að halda áfram að aukast í takti við eftirspurn. 33% af frumframleiðslu heimsins fer fram í aðeins tveimur ríkjum í Suður-Ameríku, Chile og Perú, og um 50% af hreinsun og bræðslu fer fram í Kína. Samkvæmt sviðsmynd sem stofnunin kallar NZE (Net Zero Emissions eða kolefnishlutleysi) þyrfti framleiðsla á kopar að aukast um 30% fram til 2040, en mun hins vegar dragast saman um 20% samkvæmt björtustu spám IEA. Með öðrum orðum verður framboð af kopar aðeins helmingurinn af því sem það þyrfti að vera samkvæmt ofangreindri sviðsmynd. Stofnunin er ekki mikið bjartsýnni hvað liþíum varðar: Henni reiknast til að framleiðsla á liþíum þurfi nánast að tífaldast fram að 2040, en að hún muni í besta falli aukast lítillega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að NZE-sviðsmynd stofnunarinnar byggir á framtíð þar sem orkuskipti byggja fyrst og fremst á tæknilausnum (rafvæddri orkuframleiðslu og samgöngukerfum), en með því að byggja orkuskiptin á samfélagslegum breytingum samhliða tæknilegum breytingum er hægt að draga úr líkum á hráefnisskorti. Dæmi bílanna er lýsandi: Orkuskipti sem miða eingöngu að því að skipta út bensínbíla fyrir rafbíla kalla á mikla málmframleiðslu, en orkuskipti sem miða um leið að því að fækka bílum og draga úr stærð þeirra eru mun líklegri til að standast væntingum. Þetta er þó ekki leiðin sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að fara hingað til. Samkvæmt tölumSamgöngustofu fjölgaði fólksbílum um 37% milli 2012 og 2022 og þótt hlutfall rafbíla hafi verið að aukast eru bensín- og dísilbílar fleiri í dag en þeir voru árið 2012. Þar að auki eru seldir rafbílar að verða sífellt stærri og þyngri, með tilheyrandi aukningu í eftirspurn eftir málmum. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námuvinnsla Orkuskipti Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því ínýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050. Framleiðsla í mörgum eldri námum hefur verið að dragast saman vegna skorts á hráefni og framleiðsla nýrra náma sem þegar eru á teikniborðinu mun ekki duga til að vega upp á móti því. Framboð af kopar í heiminum gæti dregist saman um allt að 30% fram til 2040. Koparnáma í Perú.Istock Framleiðsla á ýmsum tækjum og vörum sem eru nauðsynleg fyrir orkuskiptin, svo sem rafbílum, rafhlöðum, vindmyllum og sólarsellum, kalla á stóraukna málmframleiðslu, en óvíst er hvort framboð af slíkum málmum verði nægilegt á næstu áratugum. Stofnunin varar líka við að lágt verð á slíkum málmum sé ekki endilega góðar fréttir: Lágt verð er vissulega jákvætt fyrir neytendur en hefur letjandi áhrif þegar kemur að fjárfestingu í nýjar námur og verksmiðjur. Þess vegna sé lágt verð í dag ekki trygging fyrir fullnægjandi framboð í framtíðinni. „Nægilegt framboð á mörkuðum í dag er ekki endilega merki um bjarta framtíð,“ segir í skýrslunni. Kopar og liþíum eru þeir málmar sem eru líklegastir til að skorta. Rafbíll inniheldur um það bil tvöfalt meira magn af kopar en bíll með brunahreyfli (50 kíló að meðaltali, en magnið er þó breytilegt eftir stærð bílsins). Vindmyllur kalla sömuleiðis á mikla koparnotkun, sérstaklega þegar um vindmyllur á sjó er að ræða, en þá þarf að leggja langa koparkapla undir sjó til að tengja vindmyllurnar við raforkukerfið. Koparframleiðsla er þar að auki á hendur tiltölulega fárra ríkja í heiminum og því má lítið bregða út af ef framboð á að halda áfram að aukast í takti við eftirspurn. 33% af frumframleiðslu heimsins fer fram í aðeins tveimur ríkjum í Suður-Ameríku, Chile og Perú, og um 50% af hreinsun og bræðslu fer fram í Kína. Samkvæmt sviðsmynd sem stofnunin kallar NZE (Net Zero Emissions eða kolefnishlutleysi) þyrfti framleiðsla á kopar að aukast um 30% fram til 2040, en mun hins vegar dragast saman um 20% samkvæmt björtustu spám IEA. Með öðrum orðum verður framboð af kopar aðeins helmingurinn af því sem það þyrfti að vera samkvæmt ofangreindri sviðsmynd. Stofnunin er ekki mikið bjartsýnni hvað liþíum varðar: Henni reiknast til að framleiðsla á liþíum þurfi nánast að tífaldast fram að 2040, en að hún muni í besta falli aukast lítillega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að NZE-sviðsmynd stofnunarinnar byggir á framtíð þar sem orkuskipti byggja fyrst og fremst á tæknilausnum (rafvæddri orkuframleiðslu og samgöngukerfum), en með því að byggja orkuskiptin á samfélagslegum breytingum samhliða tæknilegum breytingum er hægt að draga úr líkum á hráefnisskorti. Dæmi bílanna er lýsandi: Orkuskipti sem miða eingöngu að því að skipta út bensínbíla fyrir rafbíla kalla á mikla málmframleiðslu, en orkuskipti sem miða um leið að því að fækka bílum og draga úr stærð þeirra eru mun líklegri til að standast væntingum. Þetta er þó ekki leiðin sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að fara hingað til. Samkvæmt tölumSamgöngustofu fjölgaði fólksbílum um 37% milli 2012 og 2022 og þótt hlutfall rafbíla hafi verið að aukast eru bensín- og dísilbílar fleiri í dag en þeir voru árið 2012. Þar að auki eru seldir rafbílar að verða sífellt stærri og þyngri, með tilheyrandi aukningu í eftirspurn eftir málmum. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun