Aukin lífsgæði - fimm leiðir að bættri vellíðan Bryndís Hrönn B. Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2024 16:02 Hvað er hamingja og hvernig getum við haft áhrif á okkar hamingju og vellíðan? Flestir vita að veraldlegir hlutir og peningar veita okkur gleði í skamman tíma en gefa okkur ekki endilega hamingju. En hvað veitir hamingju og vellíðan og getum við eitthvað gert til þess að hafa áhrif á okkar eigin hamingju og liðið betur? Þegar okkur líður vel gengur okkur yfirleitt betur í lífinu. Það er eftirsóknarvert að líða vel en það er ekki sjálfsagt, við þurfum að vinna að því að líða vel. Jákvæð sálfræði Jákvæð sálfræði byggir á vísindalegri nálgun þvert á greinar sálfræðinnar þar sem aðstæður og ferli er skoðað. Í Jákvæðri sálfræði er sjónum beint að þáttum eins og hamingju, vellíðan, styrkleika, þrautseigju og þroska. En hvað er það sem einkennir fólk, aðstæður og ferli sem stuðlar að blómstrun og hvernig er hægt að ná því besta fram í fólki, hópi og stofnunum og hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Það er mikilvægt að geta mætt okkar hugsunum, tilfinningum og sögum með samkennd, forvitni og hugrekki. Í Jákvæðri sálfræði er meiri áhersla á styrkleika en veikleika og vandamál. Þetta snýst ekki um að líða alltaf vel eða forðast erfiðar tilfinningar heldur að ná að vaxa og dafna í lífinu. Við erum ekki tilfinningarnar okkar heldur finnum við þær. En hvað getum við gert sem hefur áhrif á okkar hamingju til að auka vellíðan? Hvað getum við gert Með jákvæðum inngripum getum við þjálfað þessa þætti. Þegar átt er við jákvæð inngrip er verið að nota aðferðir eða meðvitaðar athafnir sem miða að því að rækta jákvæðar tilfinningar, hegðun eða hugsanir. Markmiðið miðar að því að byggja upp styrkleika en ekki laga, bæta úr eða lækna eitthvað sem amar að eða er ábótavant. Að auka hamingju og vellíðan er hugsað fyrir alla sem vilja líða betur óháð því hvernig þeim líður í dag. Mikilvæg staðreynd sem hefur komið fram á síðustu árum er að hamingjan hefur áhrif á meira en einungis það að líða vel. Hamingjusamt fólk er heilbrigðara, gengur betur þ.e. árangursríkara og tekur meiri þátt félagslega. Rannsóknir sýna að það sem veitir hamingju er t.d. að mynda tengsl, hreyfing, núvitund, persónulegur þroski og þakklæti. Með jákvæðum inngripum getum við haft áhrif á þessa þætti. Verkfærakista Myndaðu tengsl: Náin tengsl eru afar mikilvæg. Það hefur verið sýnt fram á að eiga heilbrigð og náin tengsl við fjölskyldu og vini leiði til hamingju. Að sýna góðvild og að hlúa að þeim sem þér þykir vænt um auðgar lífið. Góðvild virðist vera meðfæddur eiginleiki og getur dregið úr streitu, aukið vellíðan og auka líkur á langlífi. Eitt góðverk getur komið af stað keðjuverkun af góðverkum. Sendu falleg skilaboð til ættingja eða vina, gerið eitthvað skemmtilegt saman og skapið minningar, hrósaðu, gefðu faðmlag því að sýna góðvild lætur þér líka líða betur. Að mynda tengsl styrkir þig og auðgar líf þitt. Hreyfing: Það er bein tenging á milli þess að hreyfa sig og líða vel andlega. Öll hreyfing skiptir máli og hún færir þér vellíðan. Að verja tíma úti í náttúrunni eða á grænum svæðum hefur jákvæð áhrif á hamingju. Finndu þína ástríðu fyrir hreyfingu, gerðu það sem veitir þér gleði. Dansaðu við tryllta tónlist, farðu í sund eða út að ganga. Farðu í hjólatúr eða út að hlaupa, í ræktina eða farðu í leiki. Gerðu það sem þér finnst skemmtilegt því hreyfing og útivist er nýja djammið og gefur þér vellíðan og hamingju. Núvitund: Núvitund er að beita athyglinni á sérstakan hátt, með ásetningi í núinu og án þess að dæma. Að vera til staðar í eigin lífi á meðan það er að gerast. Rannsóknir sýna að núvitund getur haft bein áhrif á virkni heilans, dregið úr streitu, kvíða og þunglyndi. Við getum öll þjálfað okkur í núvitund. Hún þarf ekki að taka langan tíma en mikilvægt að rækta hana. Vertu vakandi og taktu eftir veröldinni í kringum þig og hvernig þér líður. Gefðu þér nokkrar mínútur til að setjast niður eða leggjast og hlustaðu meðvitað á andardráttinn þinn. Þegar þú borðar leggðu símann frá þér og njóttu hvers bita og finndu bragðið. Farðu út að ganga og veittu umhverfinu þínu athygli, taktu eftir litum og hljóðum og njóttu augnabliksins. Persónulegur þroski: Nýttu styrkleikana þína því þeir gefa þeir orku. Styrkleikar eru ekki bara íþróttir og tónlist heldur líka til að mynda ást, þakklæti, húmor, sköpunargáfa og góðvild. Öll búum við yfir einhverjum styrkleikum og þegar við notum þá þá líður okkur betur. Að finna styrkleika krefst þess að við lítum inn á við og spyrjum spurninga eins og hvað hvetur mig áfram? Hvað gefur mér orku? Styrkleikar eru eitthvað sem við erum góð í, veitir okkur vellíðan og orku þegar við notum þá og eitthvað sem við viljum nota. Með því að nota styrkleika okkar leiðir það af sér jákvæða útkomu í tengslum við aukinni vellíðan, auðmýkt, góðvild og getu til að kljást við mótlæti. Prófaðu eitthvað nýtt, nýttu styrkleika þína á nýstárlegan hátt og settu þér markmið sem þú munt hafa gaman af að ná. Ef þú átt í vandræðum með að finna hverjir styrkleikar þínir eru getur þú tekið VIA styrkleikapróf inn á https://www.viacharacter.org/. Þakklæti: Að upplifa og taka eftir hlutum og finna fyrir þakklæti getur verið bjargráð til að komast í gegnum mótlæti. Við getum öll ræktað með okkur aukið þakklæti og þá aukum við upplifun okkar á lánsömu lífi. Rannsóknir hafa sýnt að með því að stunda þakklætisæfingar þá geti það haft áhrif á hamingju og dregið úr einkennum þunglyndis. Heilinn okkar og hugur eru öflugt verkfæri og það sem við beinum athyglinni að það vex. Prófaðu í byrjun dags að hugsa um það sem þú ert þakklát/t/ur fyrir. Í lok dags skráðu niður 3 hluti sem gengu vel eða voru góðir. Skrifaðu þakklætisbréf, hjálpaðu öðrum, gefðu af þér og brostu. Veldu það sem þér þykir best Mikilvægt er að benda á það að þegar unnið er að jákvæðum inngripum að hugsa út fyrir boxið þar sem mismunandi leiðir hentar hverjum og einum. Ég hvet ykkur til að búa ykkur til ykkar eigin ‘’verkfærakistu’’ úr þessum þáttum til að hjálpa ykkur til að auka ykkar hamingju og vellíðan. Dalai Lama sagði að hamingjan er möguleiki, við getum þjálfað hamingjuna alveg eins og við getum þjálfað aðra eiginleika og þetta er eiginleiki sem er svo sannarlega þess virði að þjálfa. Kennari og tilvonandi útskriftarnemi í Jákvæðri sálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Sjá meira
Hvað er hamingja og hvernig getum við haft áhrif á okkar hamingju og vellíðan? Flestir vita að veraldlegir hlutir og peningar veita okkur gleði í skamman tíma en gefa okkur ekki endilega hamingju. En hvað veitir hamingju og vellíðan og getum við eitthvað gert til þess að hafa áhrif á okkar eigin hamingju og liðið betur? Þegar okkur líður vel gengur okkur yfirleitt betur í lífinu. Það er eftirsóknarvert að líða vel en það er ekki sjálfsagt, við þurfum að vinna að því að líða vel. Jákvæð sálfræði Jákvæð sálfræði byggir á vísindalegri nálgun þvert á greinar sálfræðinnar þar sem aðstæður og ferli er skoðað. Í Jákvæðri sálfræði er sjónum beint að þáttum eins og hamingju, vellíðan, styrkleika, þrautseigju og þroska. En hvað er það sem einkennir fólk, aðstæður og ferli sem stuðlar að blómstrun og hvernig er hægt að ná því besta fram í fólki, hópi og stofnunum og hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Það er mikilvægt að geta mætt okkar hugsunum, tilfinningum og sögum með samkennd, forvitni og hugrekki. Í Jákvæðri sálfræði er meiri áhersla á styrkleika en veikleika og vandamál. Þetta snýst ekki um að líða alltaf vel eða forðast erfiðar tilfinningar heldur að ná að vaxa og dafna í lífinu. Við erum ekki tilfinningarnar okkar heldur finnum við þær. En hvað getum við gert sem hefur áhrif á okkar hamingju til að auka vellíðan? Hvað getum við gert Með jákvæðum inngripum getum við þjálfað þessa þætti. Þegar átt er við jákvæð inngrip er verið að nota aðferðir eða meðvitaðar athafnir sem miða að því að rækta jákvæðar tilfinningar, hegðun eða hugsanir. Markmiðið miðar að því að byggja upp styrkleika en ekki laga, bæta úr eða lækna eitthvað sem amar að eða er ábótavant. Að auka hamingju og vellíðan er hugsað fyrir alla sem vilja líða betur óháð því hvernig þeim líður í dag. Mikilvæg staðreynd sem hefur komið fram á síðustu árum er að hamingjan hefur áhrif á meira en einungis það að líða vel. Hamingjusamt fólk er heilbrigðara, gengur betur þ.e. árangursríkara og tekur meiri þátt félagslega. Rannsóknir sýna að það sem veitir hamingju er t.d. að mynda tengsl, hreyfing, núvitund, persónulegur þroski og þakklæti. Með jákvæðum inngripum getum við haft áhrif á þessa þætti. Verkfærakista Myndaðu tengsl: Náin tengsl eru afar mikilvæg. Það hefur verið sýnt fram á að eiga heilbrigð og náin tengsl við fjölskyldu og vini leiði til hamingju. Að sýna góðvild og að hlúa að þeim sem þér þykir vænt um auðgar lífið. Góðvild virðist vera meðfæddur eiginleiki og getur dregið úr streitu, aukið vellíðan og auka líkur á langlífi. Eitt góðverk getur komið af stað keðjuverkun af góðverkum. Sendu falleg skilaboð til ættingja eða vina, gerið eitthvað skemmtilegt saman og skapið minningar, hrósaðu, gefðu faðmlag því að sýna góðvild lætur þér líka líða betur. Að mynda tengsl styrkir þig og auðgar líf þitt. Hreyfing: Það er bein tenging á milli þess að hreyfa sig og líða vel andlega. Öll hreyfing skiptir máli og hún færir þér vellíðan. Að verja tíma úti í náttúrunni eða á grænum svæðum hefur jákvæð áhrif á hamingju. Finndu þína ástríðu fyrir hreyfingu, gerðu það sem veitir þér gleði. Dansaðu við tryllta tónlist, farðu í sund eða út að ganga. Farðu í hjólatúr eða út að hlaupa, í ræktina eða farðu í leiki. Gerðu það sem þér finnst skemmtilegt því hreyfing og útivist er nýja djammið og gefur þér vellíðan og hamingju. Núvitund: Núvitund er að beita athyglinni á sérstakan hátt, með ásetningi í núinu og án þess að dæma. Að vera til staðar í eigin lífi á meðan það er að gerast. Rannsóknir sýna að núvitund getur haft bein áhrif á virkni heilans, dregið úr streitu, kvíða og þunglyndi. Við getum öll þjálfað okkur í núvitund. Hún þarf ekki að taka langan tíma en mikilvægt að rækta hana. Vertu vakandi og taktu eftir veröldinni í kringum þig og hvernig þér líður. Gefðu þér nokkrar mínútur til að setjast niður eða leggjast og hlustaðu meðvitað á andardráttinn þinn. Þegar þú borðar leggðu símann frá þér og njóttu hvers bita og finndu bragðið. Farðu út að ganga og veittu umhverfinu þínu athygli, taktu eftir litum og hljóðum og njóttu augnabliksins. Persónulegur þroski: Nýttu styrkleikana þína því þeir gefa þeir orku. Styrkleikar eru ekki bara íþróttir og tónlist heldur líka til að mynda ást, þakklæti, húmor, sköpunargáfa og góðvild. Öll búum við yfir einhverjum styrkleikum og þegar við notum þá þá líður okkur betur. Að finna styrkleika krefst þess að við lítum inn á við og spyrjum spurninga eins og hvað hvetur mig áfram? Hvað gefur mér orku? Styrkleikar eru eitthvað sem við erum góð í, veitir okkur vellíðan og orku þegar við notum þá og eitthvað sem við viljum nota. Með því að nota styrkleika okkar leiðir það af sér jákvæða útkomu í tengslum við aukinni vellíðan, auðmýkt, góðvild og getu til að kljást við mótlæti. Prófaðu eitthvað nýtt, nýttu styrkleika þína á nýstárlegan hátt og settu þér markmið sem þú munt hafa gaman af að ná. Ef þú átt í vandræðum með að finna hverjir styrkleikar þínir eru getur þú tekið VIA styrkleikapróf inn á https://www.viacharacter.org/. Þakklæti: Að upplifa og taka eftir hlutum og finna fyrir þakklæti getur verið bjargráð til að komast í gegnum mótlæti. Við getum öll ræktað með okkur aukið þakklæti og þá aukum við upplifun okkar á lánsömu lífi. Rannsóknir hafa sýnt að með því að stunda þakklætisæfingar þá geti það haft áhrif á hamingju og dregið úr einkennum þunglyndis. Heilinn okkar og hugur eru öflugt verkfæri og það sem við beinum athyglinni að það vex. Prófaðu í byrjun dags að hugsa um það sem þú ert þakklát/t/ur fyrir. Í lok dags skráðu niður 3 hluti sem gengu vel eða voru góðir. Skrifaðu þakklætisbréf, hjálpaðu öðrum, gefðu af þér og brostu. Veldu það sem þér þykir best Mikilvægt er að benda á það að þegar unnið er að jákvæðum inngripum að hugsa út fyrir boxið þar sem mismunandi leiðir hentar hverjum og einum. Ég hvet ykkur til að búa ykkur til ykkar eigin ‘’verkfærakistu’’ úr þessum þáttum til að hjálpa ykkur til að auka ykkar hamingju og vellíðan. Dalai Lama sagði að hamingjan er möguleiki, við getum þjálfað hamingjuna alveg eins og við getum þjálfað aðra eiginleika og þetta er eiginleiki sem er svo sannarlega þess virði að þjálfa. Kennari og tilvonandi útskriftarnemi í Jákvæðri sálfræði
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun