Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 16:39 Brynjar segir algjörlega galið að vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um fylgishrun, Jódís geti bara kennt sjálfri sér og Vinstri grænum um það. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. Brynjar vitnar í Facebookpistli til þess sem Jódís Skúladóttir vinstri grænum sagði og Vísir greindi frá að hreyfingin gæti ekki gefið meiri afslátt. Hún vill setja fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert,“ sagði Jódís í samtali við Vísi. Brynjar segir að Jódís hafi nefnt fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum, og þá einkum í sambandi við útlendingafrumvarpið og breytingar á lögreglulögum um auknar heimildir til handa lögreglu. Að sögn Brynjars snúa þessi mál ekki einu sinni um vinstri og hægri heldur um raunsæi og skilningi á nauðsyn þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokki um fylgishrunið „Upplifun sjálfstæðismanna er ekki sú að Vg hafi þurft að gefa svo eftir í þessu stjórnarsamstarfi, öðru nær. Að vísu hefur Vg ekki fengið í gegn að hækka alla skatta en það er ekki eftirgjöf. Þó hafa þeir náð í gegn nýjum loftslagssköttum sem engu bjarga og gera ekkert annað en að skaða íslenskt atvinnulíf í samkeppni við heiminn, sem neytendur bera kostnaðinn af á endanum.“ Brynjar segir að Vinstri græn þurfi ekki að kvarta undan einu né neinu, þau hafi náð í gegn alls konar aukaútgjöldum fyrir ríkið, einkum til hagsmunahópa sem berjast fyrir sömu pólitík. „Fylgishrun Vg er ekki vegna eftirgjafar í stjórnarsamstarfinu. Frekar mætti segja að fylgistap hinna stjórnarflokkanna sé vegna eftirgjafar við Freka kallinn í samstarfinu. Rannsóknir sýna að það getur verið fjandanum erfiðara að vera í samstarfi með fólki sem lætur skynsemi og raunsæi víkja alfarið fyrir tilfinningum.“ Vinstri græn geta sjálfum sér um kennt Vandi Vinstri grænna er þannig fyrst og fremst sá, að mati Brynjars, að flokkurinn sé enn fastur í gjaldþrota hugmyndafræði, sem byggist að mestu á stækri andúð á einkaframtaki í atvinnulífinu og atvinnufrelsi almennt. „Frelsi einstaklingsins er þeim ekki hugleikið enda skilgreina þau sig sem sósíalista. Ríkisvæðing og útþensla báknsins er þeirra hjartans mál. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er vegna eftirgjafar og rænuleysis í þessum efnum. Fylgishrun Vg er hins vegar vegna þess að ungt fólk hefur lítinn áhuga á þessu stjórnlyndi í öllu og veit að tækifæri og sókn til betri lífskjara er ekki í gegnum stefnu og hugmyndafræði Vg. Þess vegna færist tapað fylgi Vg ekki til Sósíalistaflokksins.“ Af þessu má sjá að eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forystu Vinstri grænna virðist fátt um varnir og skeytasendingarnar ganga á milli. Alþingi Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Brynjar vitnar í Facebookpistli til þess sem Jódís Skúladóttir vinstri grænum sagði og Vísir greindi frá að hreyfingin gæti ekki gefið meiri afslátt. Hún vill setja fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert,“ sagði Jódís í samtali við Vísi. Brynjar segir að Jódís hafi nefnt fylgishrun flokksins í skoðanakönnunum, og þá einkum í sambandi við útlendingafrumvarpið og breytingar á lögreglulögum um auknar heimildir til handa lögreglu. Að sögn Brynjars snúa þessi mál ekki einu sinni um vinstri og hægri heldur um raunsæi og skilningi á nauðsyn þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Þýðir ekkert að kenna Sjálfstæðisflokki um fylgishrunið „Upplifun sjálfstæðismanna er ekki sú að Vg hafi þurft að gefa svo eftir í þessu stjórnarsamstarfi, öðru nær. Að vísu hefur Vg ekki fengið í gegn að hækka alla skatta en það er ekki eftirgjöf. Þó hafa þeir náð í gegn nýjum loftslagssköttum sem engu bjarga og gera ekkert annað en að skaða íslenskt atvinnulíf í samkeppni við heiminn, sem neytendur bera kostnaðinn af á endanum.“ Brynjar segir að Vinstri græn þurfi ekki að kvarta undan einu né neinu, þau hafi náð í gegn alls konar aukaútgjöldum fyrir ríkið, einkum til hagsmunahópa sem berjast fyrir sömu pólitík. „Fylgishrun Vg er ekki vegna eftirgjafar í stjórnarsamstarfinu. Frekar mætti segja að fylgistap hinna stjórnarflokkanna sé vegna eftirgjafar við Freka kallinn í samstarfinu. Rannsóknir sýna að það getur verið fjandanum erfiðara að vera í samstarfi með fólki sem lætur skynsemi og raunsæi víkja alfarið fyrir tilfinningum.“ Vinstri græn geta sjálfum sér um kennt Vandi Vinstri grænna er þannig fyrst og fremst sá, að mati Brynjars, að flokkurinn sé enn fastur í gjaldþrota hugmyndafræði, sem byggist að mestu á stækri andúð á einkaframtaki í atvinnulífinu og atvinnufrelsi almennt. „Frelsi einstaklingsins er þeim ekki hugleikið enda skilgreina þau sig sem sósíalista. Ríkisvæðing og útþensla báknsins er þeirra hjartans mál. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er vegna eftirgjafar og rænuleysis í þessum efnum. Fylgishrun Vg er hins vegar vegna þess að ungt fólk hefur lítinn áhuga á þessu stjórnlyndi í öllu og veit að tækifæri og sókn til betri lífskjara er ekki í gegnum stefnu og hugmyndafræði Vg. Þess vegna færist tapað fylgi Vg ekki til Sósíalistaflokksins.“ Af þessu má sjá að eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr forystu Vinstri grænna virðist fátt um varnir og skeytasendingarnar ganga á milli.
Alþingi Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira