Ósætti í Suðurnesjabæ vegna staðsetningar gervigrasvallar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 18:10 Óljóst er hvort meirihlutinn komi sér saman um niðurstöðu á bæjarfundinum í kvöld. Vísir Ósætti ríkir í bæjarstjórnmálunum í Suðurnesjabæ vegna ágreinings um staðsetningu nýs gervigrasvallar. Á síðasta fundi bæjarráðs ákváðu fulltrúar meirihltua Framsóknar og Sjálfstæðsflokksins að leggja fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði en ekki í Garði. Samráðsteymi var skipað í mars og í því sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig var formönnum knattsprnudeildar Víðis og aðalstjórnar Reynis boðið á fund teymisins. Þann 10. maí síðastliðinn ákvað samráðsteymið að leggja það til að gervigrasvöllurinn yrði settur þar sem gamli malarvöllurinn stendur í dag við hlið aðalvallar Víðis í Garði. Sólmundur Ingi Einvarðsson, stjórnarmaður og fyrrverandi formaður hjá knattspyrnufélaginu Víði, birti færslu í dag á síðu sína á Facebook þar sem hann segir að á bæjarráðsfundi 29. maí hafi fulltrúar meirihlutans, þeir Magnús S. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Anton Kristinn Guðmundsson fulltrúi Framsóknar, útbúið eigin tillögu án vitundar nokkurs manns. Sú tillaga var á þá leið að völlurinn yrði staðsettur á aðalvelli Reynis í Sandgerði. „Ég spyr mig hvernig þeir Anton og Magnús réttlæta það fyrir sjálfum sér og íbúum bæjarins þessa ákvörðum og vinnuhætti. Þeir skipuðu sérstakt teymi með nákvæmlega þetta hlutverk, að komast að niðurstöðu um staðsetningu, sem unnin yrði af fulltrúum beggja félaga. Í framhaldi þess þegar tillagan er svo kynnt, er henni hreinlega grýtt til hliðar, og vinna teymisins því til einskis,“ skrifar Sólmundur. „Ég spyr sömuleiðis hvort aðrir fulltrúar meirihlutasamstarfs B- og D-lista ætli að leyfa þessum vinnubrögðum að viðgangast. Verði þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld, er einfaldlega verið að staðfesta að í Suðurnesjabæ ríki ófagleg stjórnsýsla. Ekki tekið mark á vinnuhópum og teymum sem þau skipa sjálf, heldur virðist þetta vera geðþótta ákvörðun ákveðna einstaklinga,“ bætir hann við. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Samráðsteymi var skipað í mars og í því sátu íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig var formönnum knattsprnudeildar Víðis og aðalstjórnar Reynis boðið á fund teymisins. Þann 10. maí síðastliðinn ákvað samráðsteymið að leggja það til að gervigrasvöllurinn yrði settur þar sem gamli malarvöllurinn stendur í dag við hlið aðalvallar Víðis í Garði. Sólmundur Ingi Einvarðsson, stjórnarmaður og fyrrverandi formaður hjá knattspyrnufélaginu Víði, birti færslu í dag á síðu sína á Facebook þar sem hann segir að á bæjarráðsfundi 29. maí hafi fulltrúar meirihlutans, þeir Magnús S. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Anton Kristinn Guðmundsson fulltrúi Framsóknar, útbúið eigin tillögu án vitundar nokkurs manns. Sú tillaga var á þá leið að völlurinn yrði staðsettur á aðalvelli Reynis í Sandgerði. „Ég spyr mig hvernig þeir Anton og Magnús réttlæta það fyrir sjálfum sér og íbúum bæjarins þessa ákvörðum og vinnuhætti. Þeir skipuðu sérstakt teymi með nákvæmlega þetta hlutverk, að komast að niðurstöðu um staðsetningu, sem unnin yrði af fulltrúum beggja félaga. Í framhaldi þess þegar tillagan er svo kynnt, er henni hreinlega grýtt til hliðar, og vinna teymisins því til einskis,“ skrifar Sólmundur. „Ég spyr sömuleiðis hvort aðrir fulltrúar meirihlutasamstarfs B- og D-lista ætli að leyfa þessum vinnubrögðum að viðgangast. Verði þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í kvöld, er einfaldlega verið að staðfesta að í Suðurnesjabæ ríki ófagleg stjórnsýsla. Ekki tekið mark á vinnuhópum og teymum sem þau skipa sjálf, heldur virðist þetta vera geðþótta ákvörðun ákveðna einstaklinga,“ bætir hann við.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira