Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. júní 2024 00:23 Karl Ólafsson stjórnarmaður Arnarlax segir vandamál villta laxins fjölþætt. Taka þurfi umræðuna um það hvernig staðan er í stangveiðinni Vísir/Vilhelm Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð. Mikil umræða hefur verið í um sjókvíaeldi hér á landi eftir slysasleppingar sem áttu sér stað síðastliðið haust og ekki síður í kringum umdeilt lagareldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður í Arnarlaxi, segir að full ástæða sé til þess að fókusera á það hvernig við ætlum að nýta þau tækifæri sem snúa að haftengdri starfsemi. Mikill hiti sé í kringum sjókvíaeldi og hann skilji áhyggjur sem fólk hefur. Hann segir að allir elski lax, fái sér lax í morgunmat, kvöldmat og allar máltíðir, en hatist samt út í framleiðendurna. Kjartan var gestur í Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn. Hann segir að óttinn við að skemma villta stofninn með genablöndun sé það sem helst hefur skapað átök og umræðu varðandi laxeldi. „Svo ef menn hafa runnið út af í rökræðunni fara menn að ræða um erlent eignarhald og svo framvegis, umræða um uppsöfnun á lífrænum úrgangi.“ Sjálfsagt sé að taka þessa umræðu um umhverfisþáttinn. Tvö módel stýri uppbyggingu laxeldis. Annars vegar sé það burðarþolsmat, hversu mikinn bíómassa firðirnir þola. Þetta er á vegum Hafrannsóknarstofnunar segir Kjartan. „Þetta snýr að því að það fari ekki meiri fiskur í firðina en svo að fjörðurinn geti hreinsað sig.“ Burðarþol sé reiknað fyrir hvern og einn fjörð. Kjartan segist treysta Hafrannsóknarstofnun til þess að sjá um þennan hlut eins og aðra hluti sem snúa að verndun lífríki hafsins. Ekkert hryggi fiskeldismenn meira en lúsétinn fiskur Varðandi sleppingarnar segir Kjartan að fyrsti fiskurinn hafi verið settur í Tálknafjörð árið 2011. Síðan þá hafi átta fiskar komið upp í árnar þangað til núna í ágúst í fyrra. „Þá varð þessi skelfilega slepping og það verður þessi lúsasprengja.“ Þetta hafi verið skelfilegt slys eftir tíu ára farsælan rekstur. Hann segir ekkert hryggja fiskeldismenn meira en lúsétinn fiskur. Slys séu þó hluti af því að byggja upp grein og byggja okkur upp. „Þetta er atvinnugrein sem hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu misseri og aukast í umfangi, þetta er orðinn stór hluti af útflutningstekjunum okkar, orðinn fjöldinn allur af störfum.“ Kjartan telur að áhyggjurnar komi margar til vegna nýs lagareldisfrumvarps, sem hann segir snúa að hertum aðgerðum matvælastofnunar og umhverfisstofnunar, auknum heimildum til refsinga og þess háttar. Atvinnugreinin sé fylgjandi þessum atriðum frumvarpsins. En á að færa eldið upp á land? „Af þessum þremur milljónum tonna sem framleidd eru af laxi í heiminum, þá eru undir 0,5 prósent framleidd á landi. Landeldið er nýrra og áhættan sem er því tengd er miklu miklu meiri.“ Það sé vegna þess að framleiðslukostnaðurinn er miklu meiri, samkeppnin harðari, og dalir djúpir. Lúsétinn lax í kvíum Arctic fish í TálknafirðiVeiga Grétarsdóttir Stangveiðimenn þurfi að líta í spegil Hann heldur að menn verði að fara horfa á það hvernig við verndum villta laxinn. Nú sé komið í ljós að aðeins 20.000 fiskar hafi sloppið en ekki 50.000 eins og áður var talið. Nú þurfi að fara skoða stangveiðina líka. Stangveiðimaðurinn sem eyðir 90 dögum á ári með tvíhendu að kasta eftir laxi, geti ekki verið verndari villta laxins á sama tíma. Í stangveiðinni séu líka sleppingar um 2 milljónir seiða á ári, segir Kjartan. Stangveiðihópurinn sé gríðarlega sterkur hópur sem hafi bitið það í sig að ófarir villilaxins skýrist af eldinu, sem að stenst enga skoðun segir Kjartan. Vandamál villta laxins séu fjölþætt. Hann segir lög um utanvegaakstur ekki eiga við um stangveiðimenn, lög um dýraníð eigi ekki við um hann, skatturinn nái ekki til hans. Það þurfi að kafa ofan í þessa hluti líka. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður veitti Kjartani andsvör í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði ákveðnar fullyrðingar þarna ekki eiga við. Karl segir villta laxinn í Norður-Atlantshafi vera í mikilli varnarbaráttu, og margir þættir komi þar að. Breytingar á loftslagi, hafstraumum og slíku, en mannlegir umhverfisþættir hafi líka víðtæk áhrif. Rannsóknir í Noregi, Canada, Skotlandi og víðar sýni fram á það fiskur sem sleppur úr kvíum og blandast villtum laxastofnum hafi áhrif á villta stofna. „Þetta er ákveðin hnignun sem er mælanleg til dæmis í ám á Noregi.“ Þetta séu mælanleg vísindaleg sannindi í ám í Noregi. Stangveiðimenn aki eftir slóðum og borgi skatta Karl segir stangveiðimenn ekki keyra eins og bjána meðfram bökkum heldur fylgi þeir tilgreindum slóðum, og að þeir borgi skatta af gistingu, veiðileyfum og öllu slíku. Störfin í kringum stangveiðina eru svona tíu sinnum fleiri en bein störf við sjókvíaeldi segir hann enn fremur. Hann segir sjókvíaeldi ekki vera umhverfisvænan iðnað. Mikil mengun sé af iðnaðinum, og myndir af kvíunum sýni fleiri þúsund laxa mjög illa farna af völdum neta, laxalúsa og eiturefna sem notuð eru til að rækta þessi dýr. Hann gefur ekki mikið fyrir ásakanir um dýraníð. „Við erum að nota flugur sem myndu svona rétt passa á fingurnögl litla fingurs. Þú notar stöng fyrir línu 7 eða 8, laxinn tekur, festir einn tvo króka í hann, og þú þreytir þennan lax,“ segir Karl. Það taki svona tíu mínútur að þreyta 5-7 punda lax. Laxinn sé veiddur og sleppt strax út í ána, og lifi þetta nánast alltaf af. Hlutfall þeirra sem ekki lifa sé upp á „núll komma núll eitthvað.“ „Ef þetta er dýraníð, hvað eigum við þá að kalla dýraníð? Er dýraníð að fara í réttir, er gott fyrir lömb að láta draga sig á hornunum? Eða bara berbakt á hestbak?“ spyr Karl. Einhvers staðar verði að draga mörkin. Karl segir að dýr sem ræktað er til manneldis í kvíum þar sem augljóslega er hægt að sýna fram á það að laxinn sé illa haldinn og lúsétinn, sé klárt dýraníð, ekkert á mörkunum. Fiskeldi Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. 25. maí 2024 23:26 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í um sjókvíaeldi hér á landi eftir slysasleppingar sem áttu sér stað síðastliðið haust og ekki síður í kringum umdeilt lagareldisfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður í Arnarlaxi, segir að full ástæða sé til þess að fókusera á það hvernig við ætlum að nýta þau tækifæri sem snúa að haftengdri starfsemi. Mikill hiti sé í kringum sjókvíaeldi og hann skilji áhyggjur sem fólk hefur. Hann segir að allir elski lax, fái sér lax í morgunmat, kvöldmat og allar máltíðir, en hatist samt út í framleiðendurna. Kjartan var gestur í Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn. Hann segir að óttinn við að skemma villta stofninn með genablöndun sé það sem helst hefur skapað átök og umræðu varðandi laxeldi. „Svo ef menn hafa runnið út af í rökræðunni fara menn að ræða um erlent eignarhald og svo framvegis, umræða um uppsöfnun á lífrænum úrgangi.“ Sjálfsagt sé að taka þessa umræðu um umhverfisþáttinn. Tvö módel stýri uppbyggingu laxeldis. Annars vegar sé það burðarþolsmat, hversu mikinn bíómassa firðirnir þola. Þetta er á vegum Hafrannsóknarstofnunar segir Kjartan. „Þetta snýr að því að það fari ekki meiri fiskur í firðina en svo að fjörðurinn geti hreinsað sig.“ Burðarþol sé reiknað fyrir hvern og einn fjörð. Kjartan segist treysta Hafrannsóknarstofnun til þess að sjá um þennan hlut eins og aðra hluti sem snúa að verndun lífríki hafsins. Ekkert hryggi fiskeldismenn meira en lúsétinn fiskur Varðandi sleppingarnar segir Kjartan að fyrsti fiskurinn hafi verið settur í Tálknafjörð árið 2011. Síðan þá hafi átta fiskar komið upp í árnar þangað til núna í ágúst í fyrra. „Þá varð þessi skelfilega slepping og það verður þessi lúsasprengja.“ Þetta hafi verið skelfilegt slys eftir tíu ára farsælan rekstur. Hann segir ekkert hryggja fiskeldismenn meira en lúsétinn fiskur. Slys séu þó hluti af því að byggja upp grein og byggja okkur upp. „Þetta er atvinnugrein sem hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu misseri og aukast í umfangi, þetta er orðinn stór hluti af útflutningstekjunum okkar, orðinn fjöldinn allur af störfum.“ Kjartan telur að áhyggjurnar komi margar til vegna nýs lagareldisfrumvarps, sem hann segir snúa að hertum aðgerðum matvælastofnunar og umhverfisstofnunar, auknum heimildum til refsinga og þess háttar. Atvinnugreinin sé fylgjandi þessum atriðum frumvarpsins. En á að færa eldið upp á land? „Af þessum þremur milljónum tonna sem framleidd eru af laxi í heiminum, þá eru undir 0,5 prósent framleidd á landi. Landeldið er nýrra og áhættan sem er því tengd er miklu miklu meiri.“ Það sé vegna þess að framleiðslukostnaðurinn er miklu meiri, samkeppnin harðari, og dalir djúpir. Lúsétinn lax í kvíum Arctic fish í TálknafirðiVeiga Grétarsdóttir Stangveiðimenn þurfi að líta í spegil Hann heldur að menn verði að fara horfa á það hvernig við verndum villta laxinn. Nú sé komið í ljós að aðeins 20.000 fiskar hafi sloppið en ekki 50.000 eins og áður var talið. Nú þurfi að fara skoða stangveiðina líka. Stangveiðimaðurinn sem eyðir 90 dögum á ári með tvíhendu að kasta eftir laxi, geti ekki verið verndari villta laxins á sama tíma. Í stangveiðinni séu líka sleppingar um 2 milljónir seiða á ári, segir Kjartan. Stangveiðihópurinn sé gríðarlega sterkur hópur sem hafi bitið það í sig að ófarir villilaxins skýrist af eldinu, sem að stenst enga skoðun segir Kjartan. Vandamál villta laxins séu fjölþætt. Hann segir lög um utanvegaakstur ekki eiga við um stangveiðimenn, lög um dýraníð eigi ekki við um hann, skatturinn nái ekki til hans. Það þurfi að kafa ofan í þessa hluti líka. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður veitti Kjartani andsvör í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði ákveðnar fullyrðingar þarna ekki eiga við. Karl segir villta laxinn í Norður-Atlantshafi vera í mikilli varnarbaráttu, og margir þættir komi þar að. Breytingar á loftslagi, hafstraumum og slíku, en mannlegir umhverfisþættir hafi líka víðtæk áhrif. Rannsóknir í Noregi, Canada, Skotlandi og víðar sýni fram á það fiskur sem sleppur úr kvíum og blandast villtum laxastofnum hafi áhrif á villta stofna. „Þetta er ákveðin hnignun sem er mælanleg til dæmis í ám á Noregi.“ Þetta séu mælanleg vísindaleg sannindi í ám í Noregi. Stangveiðimenn aki eftir slóðum og borgi skatta Karl segir stangveiðimenn ekki keyra eins og bjána meðfram bökkum heldur fylgi þeir tilgreindum slóðum, og að þeir borgi skatta af gistingu, veiðileyfum og öllu slíku. Störfin í kringum stangveiðina eru svona tíu sinnum fleiri en bein störf við sjókvíaeldi segir hann enn fremur. Hann segir sjókvíaeldi ekki vera umhverfisvænan iðnað. Mikil mengun sé af iðnaðinum, og myndir af kvíunum sýni fleiri þúsund laxa mjög illa farna af völdum neta, laxalúsa og eiturefna sem notuð eru til að rækta þessi dýr. Hann gefur ekki mikið fyrir ásakanir um dýraníð. „Við erum að nota flugur sem myndu svona rétt passa á fingurnögl litla fingurs. Þú notar stöng fyrir línu 7 eða 8, laxinn tekur, festir einn tvo króka í hann, og þú þreytir þennan lax,“ segir Karl. Það taki svona tíu mínútur að þreyta 5-7 punda lax. Laxinn sé veiddur og sleppt strax út í ána, og lifi þetta nánast alltaf af. Hlutfall þeirra sem ekki lifa sé upp á „núll komma núll eitthvað.“ „Ef þetta er dýraníð, hvað eigum við þá að kalla dýraníð? Er dýraníð að fara í réttir, er gott fyrir lömb að láta draga sig á hornunum? Eða bara berbakt á hestbak?“ spyr Karl. Einhvers staðar verði að draga mörkin. Karl segir að dýr sem ræktað er til manneldis í kvíum þar sem augljóslega er hægt að sýna fram á það að laxinn sé illa haldinn og lúsétinn, sé klárt dýraníð, ekkert á mörkunum.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. 25. maí 2024 23:26 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. 25. maí 2024 23:26
Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18