Stöðvum störukeppnina Sigmar Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 08:01 Það er verulega áhugavert að fylgjast með ríkisstjórnarflokkunum reyna af veikum mætti að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi eftir forsetakosningarnar. Það ríkir fullkomin óvissa um framgang stórra mála á Alþingi vegna þess að flokkarnir koma sér ekki saman um hvað skuli klára. Það sem er þó merkilegast af öllu er að Vinstri hreyfingin grænt framboð virðist vera búin að fatta að hreyfingin er til vinstri. Formaður VG og þingmenn flokksins taka nú skýra afstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum í hverju málinu á fætur öðru. Formaður vinstri flokksins vill fara „vel til vinstri“ og augljóst er að nú á að taka sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum. Það segir sig sjálft að stjórnarsamstarf sem gengur út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna er ekki sjálfbært fyrir þjóðina. Það á ekki að vera sjálfgefið að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars, óháð því hvort þingmeirihluti sé fyrir þeim eða ekki. Á þetta höfum við í Viðreisn oft bent. Það er skýr þingmeirihluti fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og neitunarvald eins stjórnarflokkanna á ekki að koma í veg fyrir það. Það er að líkindum þingmeirihluti fyrir því að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæsluna og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn, þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn, bæði til að efla löggæslu í landinu og þar með almannaöryggi, og ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er. Rétt eins og í orkumálunum þá er Viðreisn til í samtal við aðra flokka á þingi, óháð víglínum stjórnar og stjórnarandstöðu, um þau mál sem brýnt er að samþykkja áður þingi verður slitið. Sú pattstaða sem uppi er vegna ósættis innan stjórnarliðsins bitnar á hagsmunum almennings. Störukeppninni þarf að ljúka. Látum reyna á vilja þingsins, óháð því hvað einstaka stjórnarflokki kann að finnast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er verulega áhugavert að fylgjast með ríkisstjórnarflokkunum reyna af veikum mætti að halda þessu stjórnarsamstarfi gangandi eftir forsetakosningarnar. Það ríkir fullkomin óvissa um framgang stórra mála á Alþingi vegna þess að flokkarnir koma sér ekki saman um hvað skuli klára. Það sem er þó merkilegast af öllu er að Vinstri hreyfingin grænt framboð virðist vera búin að fatta að hreyfingin er til vinstri. Formaður VG og þingmenn flokksins taka nú skýra afstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum í hverju málinu á fætur öðru. Formaður vinstri flokksins vill fara „vel til vinstri“ og augljóst er að nú á að taka sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum. Það segir sig sjálft að stjórnarsamstarf sem gengur út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna er ekki sjálfbært fyrir þjóðina. Það á ekki að vera sjálfgefið að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars, óháð því hvort þingmeirihluti sé fyrir þeim eða ekki. Á þetta höfum við í Viðreisn oft bent. Það er skýr þingmeirihluti fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og neitunarvald eins stjórnarflokkanna á ekki að koma í veg fyrir það. Það er að líkindum þingmeirihluti fyrir því að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæsluna og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn, þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn, bæði til að efla löggæslu í landinu og þar með almannaöryggi, og ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er. Rétt eins og í orkumálunum þá er Viðreisn til í samtal við aðra flokka á þingi, óháð víglínum stjórnar og stjórnarandstöðu, um þau mál sem brýnt er að samþykkja áður þingi verður slitið. Sú pattstaða sem uppi er vegna ósættis innan stjórnarliðsins bitnar á hagsmunum almennings. Störukeppninni þarf að ljúka. Látum reyna á vilja þingsins, óháð því hvað einstaka stjórnarflokki kann að finnast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun