Porzingis klár í kvöld og spenntur fyrir úrslitaeinvígi gegn gömlu félögunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 21:30 Kristaps Porzingis hefur misst af nánast allri úrslitakeppninni en er klár í slaginn fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images Kristaps Porzingis var eitt sinn vonarstjarna Dallas Mavericks. Það ævintýri gekk ekki upp og nú leikur hann til úrslita gegn liðinu með nýjum félögum sínum í Boston Celtics. Hann hefur verið meiddur að undanförnu en verður klár í kvöld fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. Mavericks sóttu Porzingis í stórstjörnuskiptum við New York árið 2019, þegar Luka Doncic var ennþá nýliði í deildinni. Kristaps Porzingis takes a 10-second pause when asked if he’s running pain free, smiles, and then says:“Yes.” pic.twitter.com/QxeSi4sAfe— Noa Dalzell 🏀 (@NoaDalzellNBA) June 4, 2024 Porzingis var meiðslahrjáður og batnaði lítið við komuna til Dallas. Honum var svo loks skipt árið 2022 eftir vonbrigðatíma hjá Mavericks. Þá föru sögusagnir á kreik um að góðvilji gömlu liðsfélagana hjá Mavericks væri ekki mikill í garð Porzingis. „Þetta var ekki alslæmt. Við áttum góðar stundir og fínar minningar en heilt yfir gekk þetta bara ekki upp, fyrir hvorugan aðila. Þetta var ekki fullkomið og það voru einhverjir orðrómar um stirt samband í búningsklefanum. Það var aldrei þannig, þetta var allt bara bull,“ sagði Porzingis í spjalli við ESPN fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. The Celtics are adding THIS back for The Finals. It’s not being talked about enough that the Celtics have been without Kristaps Porzingis virtually all playoffs. pic.twitter.com/2MfqfRPIW5— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) June 4, 2024 Porzingis er ekki enn laus við meiðsli og hefur misst af síðustu tíu leikjum Celtics í úrslitakeppninni en verður klár í kvöld þegar úrslitaeinvígið fer af stað. Sóknarlega getur hann teygt vel á gólfinu og skotið fyrir utan. Síðasti andstæðingur Mavericks, Minnesota Timberwolves, bjó ekki svo vel með Rudy Gobert. Mavericks nýttu sér þann veikleika ítrekað og skildu Gobert eftir opinn. Varnarlega verður Porzingis líklega mikið settur á Luka Doncic. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims. Þetta verður erfið áskorun að stöðva hann. Ég hef fylgst með honum og spilað með honum, þekki hann vel – hann er sérstakur leikmaður,“ sagði Porzingis. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt. Upphitun og útsending hefst þegar klukkan slær miðnætti, 00:00. NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Mavericks sóttu Porzingis í stórstjörnuskiptum við New York árið 2019, þegar Luka Doncic var ennþá nýliði í deildinni. Kristaps Porzingis takes a 10-second pause when asked if he’s running pain free, smiles, and then says:“Yes.” pic.twitter.com/QxeSi4sAfe— Noa Dalzell 🏀 (@NoaDalzellNBA) June 4, 2024 Porzingis var meiðslahrjáður og batnaði lítið við komuna til Dallas. Honum var svo loks skipt árið 2022 eftir vonbrigðatíma hjá Mavericks. Þá föru sögusagnir á kreik um að góðvilji gömlu liðsfélagana hjá Mavericks væri ekki mikill í garð Porzingis. „Þetta var ekki alslæmt. Við áttum góðar stundir og fínar minningar en heilt yfir gekk þetta bara ekki upp, fyrir hvorugan aðila. Þetta var ekki fullkomið og það voru einhverjir orðrómar um stirt samband í búningsklefanum. Það var aldrei þannig, þetta var allt bara bull,“ sagði Porzingis í spjalli við ESPN fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. The Celtics are adding THIS back for The Finals. It’s not being talked about enough that the Celtics have been without Kristaps Porzingis virtually all playoffs. pic.twitter.com/2MfqfRPIW5— Celtics Junkies (@Celtics_Junkies) June 4, 2024 Porzingis er ekki enn laus við meiðsli og hefur misst af síðustu tíu leikjum Celtics í úrslitakeppninni en verður klár í kvöld þegar úrslitaeinvígið fer af stað. Sóknarlega getur hann teygt vel á gólfinu og skotið fyrir utan. Síðasti andstæðingur Mavericks, Minnesota Timberwolves, bjó ekki svo vel með Rudy Gobert. Mavericks nýttu sér þann veikleika ítrekað og skildu Gobert eftir opinn. Varnarlega verður Porzingis líklega mikið settur á Luka Doncic. „Hann er einn af bestu leikmönnum heims. Þetta verður erfið áskorun að stöðva hann. Ég hef fylgst með honum og spilað með honum, þekki hann vel – hann er sérstakur leikmaður,“ sagði Porzingis. Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt. Upphitun og útsending hefst þegar klukkan slær miðnætti, 00:00.
NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira