Geirfuglar og flámæli Pétur Már Sigurjónsson skrifar 6. júní 2024 20:00 Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. Sigríður líkir aðförinni að málnotkun á RÚV (og e.t.v. víðar í samfélaginu) við geirfuglinn, en Þór telur líkinguna ekki halda vatni þar sem ekki sé rétt farið með sögulegar staðreyndir. Hér verður því lagt út frá annarri líkingu til stuðnings við málflutning Sigríðar. Ísland hefur orð á sér innan félagsmálvísinda fyrir að vera afturhaldssamt í umhirðu tungumálsins (sjá t.d. Spolsky, 2010). Það kemur sjálfsagt engum á óvart þar sem Íslendingar stæra sig oft af þessu. Við getum lesið Íslendingasögurnar. Við notum ekki tökuorð heldur búum til okkar eigin orð. Við leyfum foreldrum ekki að nefna börnin sín hvað sem þeim sýnist, að hluta til vegna reglna um beygingarkerfi. Þetta skapar tungumæalinu sérstöðu og vel getur verið að þetta hafi orðið til þess að íslenskan er enn sterk í dag þrátt fyrir smæð sína. Í þessari upptalningu er hins vegar ekki allt með felldu. Íslendingasögurnar getum við vissulega lesið, en málið er ekki hægt að leggja til jafns við nútímaíslensku. Ef skoðaðar eru vinsælar útgáfur af Íslendingasögum sem gefnar eru út af Forlaginu sést í textalýsingu „[t]extinn er ritaður með nútímastafsetningu, orða- og efnisskýringar fylgja“. Það segir okkur að í raun séum við að lesa þýðingu á textanum. Slíkrar þýðingar væri tæpast þörf ef að málið væri svo að segja óbreytt. Sömuleiðis er ekki hægt að segja að íslenskan hafi þróast í orðfræðilegu tómarúmi. Framkoma okkar við tungumálið litast hins vegar mikið af þessari hugmyndafræði sem segir að vegna þess að tungumálið okkar er svo hreint og ósnert þá verðum við að umgangast það eins og tímalaust listaverk sem ekki má rispa, snerta, eða skilja eftir í sólarljósi. Listaverkið er hins vegar enn í bígerð. Það er flókið alþýðulistaverk sem ber merki um ólík stílbrögð og tíðaranda, og breytist og þróast. Orðræðan sem er síendurtekin er að verið sé að breyta íslenskunni með handafli og eyðileggja íslenskuna vegna þess að sumir fréttamenn og þáttastjórnendur kjósa að nota hvorugkyn meira í sinni umfjöllun, s.s. að nota orðið fólk frekar en orðið maður. Í umræðunni er líka jafnan bent á að í íslensku séu nú þegar þrjú málfræðileg kyn og því algjörlega óþarft að gera breytingar á einu né neinu. Þessi rök eru sérstaklega slæm þar sem hvergi er til tals að breyta málfræðilegu kyni íslenskunnar. Í það minnsta eru aldrei tekin dæmi þar sem kyni orða er bókstaflega breytt, hins vegar eru gjarnan notuð hvorugkynsorð þegar vísað er til hópa fólks, sem samræmist reglum íslenskunnar. Það virðist hins vegar ekki samræmast máltilfinningu allra. Það væri nærtækara að segja að verið sé að reyna að breyta íslenskunni með handafli þegar fyrrverandi og núverandi þingmenn og ráðherrar setja opinberlega út á notkun orða og orðfæris sem er fullkomlega íslenskt, fullkomlega skiljanlegt, og fullkomlega nothæft. Þá erum við farin að endurtaka söguna og markvisst stöðva smávægilegar breytingar á þeim forsendum að þær séu ónáttúrulegar. Á síðari hluta 19. aldar kom fram hljóðbreyting í íslensku hið svokallaða flámæli. Flámæli lýsir sér sem svo að löngu sérhljóðin „i“ eins og í svið og „u“ eins og í „snuð“ færast úr stað og verða líkari „e“ og „ö“, þar eð svið verður sveð og snuð verður snöð. Þessi breyting náði talsverðri útbreiðslu á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega á suðvesturhorninu, á Austfjörðum og í Húnavatnssýslum. En flámæli þótti nú ekki góð eða falleg íslenska. Því var ráðist í allsherjar átak til að sporna við útbreiðslu flámælis, sem varð til þess að þessi mállýskutilbrigði þekkjast tæpast í dag. Þetta dæmi er valið þar sem Þór segir í grein sinni „Vissulega þróast tungumál, en þau gera það yfirleitt af sjálfu sér hægt og yfir langan tíma og þar skipta erlend áhrif höfuðmáli“. Það er í stórum dráttum réttur málflutningur, en þó eru undantekningar til staðar, eins og sýnidæmið um flámæli undirstrikar. Málbreytingar gerast því af sjálfu sér yfir tíma og eru náttúrulegar, nema fólk í valdastöðu sé ósátt við breytinguna og þá er þá markvisst reynt að slaufa henni til að þóknast þeirra máltilfinningu. Aukinheldur er gott að halda til haga að það að ákveðin orð taki yfir á kostnað annarra er ekki stórvægileg málbreyting í eiginlegum skilningi. Til dæmis, ef við gefum okkur að orðið piltur hafi verið algengasta orðið yfir unga drengi áður fyrr, þá er ekki kvartað yfir málbreytingu vegna þess að strákur sé meira notað í dag. Þetta litast öllu heldur af tíðarandanum hverju sinni. Það er frábært hvað okkur Íslendingum er annt um tungumálið og erum tilbúin að eiga skoðanaskipti um hvað sé vel gert og illa gert í notkun tungumálsins. Hinar ýmsu skoðanagreinar hafa verið ritaðar í blöðin í gegnum tíðina þar sem höfundar benda á hve mikið íslenskan á undir högg að sækja vegna þess að þau hafa orðið vör við notkun sem ekki samræmist þeirra eigin máltilfinningu. Til dæmis má nefna pistil í Morgunblaðinu frá 27. júlí 1914 þar sem Ólafur Björnsson gagnrýnir notkun orðanna „vöntun“, „eyðileggur“, „skriffinnska“ og „aðvörun“ og segir að sá sem slík orð noti „spilli [...] ízlensku máli“, og er málflutningurinn ekki mjög ólíkur þeim sem viðgengst í dag. Þó getur verið að þessari orku í þágu íslenskunnar sé betur varið í að sameinast í átaki til að upphefja alls konar íslensku og að kappkosta að koma henni að sem víðast. Talsetjum barnaefni og textum kvikmyndir. Búum til íslenskt TikTok- og YouTube-efni. Hættum að agnúast yfir málnotkun sem ekki samræmist okkar máltilfinningu og gleðjumst yfir hvers kyns notkun tungumálsins. Höfundur er kennari og doktorsnemi í málvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01 Um flug geirfuglsins Á þessum degi, 4. júní, fyrir réttum 180 árum, sigldi hópur manna frá Höfnum í þeim göfuga tilgangi að varðveita íslenska geirfuglinn. Þeir klifu fertugan hamar Eldeyjar, fundu þar tvo geirfugla á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum, fluttu síðan hræin með sér til lands og komu þeim í hendur Siemsens kaupmanns í Reykjavík. 4. júní 2024 08:00 Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Í skoðanagreinum á Vísi deila Sigríður Hagalín Björnsdóttir (4. júní) og Þór Saari (5. júní) skoðunum sínum á stöðu íslenskunnar með tilliti til málnotkunar á RÚV og meintri skrumskælingu á málinu sem á sér stað þar. Sigríður líkir aðförinni að málnotkun á RÚV (og e.t.v. víðar í samfélaginu) við geirfuglinn, en Þór telur líkinguna ekki halda vatni þar sem ekki sé rétt farið með sögulegar staðreyndir. Hér verður því lagt út frá annarri líkingu til stuðnings við málflutning Sigríðar. Ísland hefur orð á sér innan félagsmálvísinda fyrir að vera afturhaldssamt í umhirðu tungumálsins (sjá t.d. Spolsky, 2010). Það kemur sjálfsagt engum á óvart þar sem Íslendingar stæra sig oft af þessu. Við getum lesið Íslendingasögurnar. Við notum ekki tökuorð heldur búum til okkar eigin orð. Við leyfum foreldrum ekki að nefna börnin sín hvað sem þeim sýnist, að hluta til vegna reglna um beygingarkerfi. Þetta skapar tungumæalinu sérstöðu og vel getur verið að þetta hafi orðið til þess að íslenskan er enn sterk í dag þrátt fyrir smæð sína. Í þessari upptalningu er hins vegar ekki allt með felldu. Íslendingasögurnar getum við vissulega lesið, en málið er ekki hægt að leggja til jafns við nútímaíslensku. Ef skoðaðar eru vinsælar útgáfur af Íslendingasögum sem gefnar eru út af Forlaginu sést í textalýsingu „[t]extinn er ritaður með nútímastafsetningu, orða- og efnisskýringar fylgja“. Það segir okkur að í raun séum við að lesa þýðingu á textanum. Slíkrar þýðingar væri tæpast þörf ef að málið væri svo að segja óbreytt. Sömuleiðis er ekki hægt að segja að íslenskan hafi þróast í orðfræðilegu tómarúmi. Framkoma okkar við tungumálið litast hins vegar mikið af þessari hugmyndafræði sem segir að vegna þess að tungumálið okkar er svo hreint og ósnert þá verðum við að umgangast það eins og tímalaust listaverk sem ekki má rispa, snerta, eða skilja eftir í sólarljósi. Listaverkið er hins vegar enn í bígerð. Það er flókið alþýðulistaverk sem ber merki um ólík stílbrögð og tíðaranda, og breytist og þróast. Orðræðan sem er síendurtekin er að verið sé að breyta íslenskunni með handafli og eyðileggja íslenskuna vegna þess að sumir fréttamenn og þáttastjórnendur kjósa að nota hvorugkyn meira í sinni umfjöllun, s.s. að nota orðið fólk frekar en orðið maður. Í umræðunni er líka jafnan bent á að í íslensku séu nú þegar þrjú málfræðileg kyn og því algjörlega óþarft að gera breytingar á einu né neinu. Þessi rök eru sérstaklega slæm þar sem hvergi er til tals að breyta málfræðilegu kyni íslenskunnar. Í það minnsta eru aldrei tekin dæmi þar sem kyni orða er bókstaflega breytt, hins vegar eru gjarnan notuð hvorugkynsorð þegar vísað er til hópa fólks, sem samræmist reglum íslenskunnar. Það virðist hins vegar ekki samræmast máltilfinningu allra. Það væri nærtækara að segja að verið sé að reyna að breyta íslenskunni með handafli þegar fyrrverandi og núverandi þingmenn og ráðherrar setja opinberlega út á notkun orða og orðfæris sem er fullkomlega íslenskt, fullkomlega skiljanlegt, og fullkomlega nothæft. Þá erum við farin að endurtaka söguna og markvisst stöðva smávægilegar breytingar á þeim forsendum að þær séu ónáttúrulegar. Á síðari hluta 19. aldar kom fram hljóðbreyting í íslensku hið svokallaða flámæli. Flámæli lýsir sér sem svo að löngu sérhljóðin „i“ eins og í svið og „u“ eins og í „snuð“ færast úr stað og verða líkari „e“ og „ö“, þar eð svið verður sveð og snuð verður snöð. Þessi breyting náði talsverðri útbreiðslu á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega á suðvesturhorninu, á Austfjörðum og í Húnavatnssýslum. En flámæli þótti nú ekki góð eða falleg íslenska. Því var ráðist í allsherjar átak til að sporna við útbreiðslu flámælis, sem varð til þess að þessi mállýskutilbrigði þekkjast tæpast í dag. Þetta dæmi er valið þar sem Þór segir í grein sinni „Vissulega þróast tungumál, en þau gera það yfirleitt af sjálfu sér hægt og yfir langan tíma og þar skipta erlend áhrif höfuðmáli“. Það er í stórum dráttum réttur málflutningur, en þó eru undantekningar til staðar, eins og sýnidæmið um flámæli undirstrikar. Málbreytingar gerast því af sjálfu sér yfir tíma og eru náttúrulegar, nema fólk í valdastöðu sé ósátt við breytinguna og þá er þá markvisst reynt að slaufa henni til að þóknast þeirra máltilfinningu. Aukinheldur er gott að halda til haga að það að ákveðin orð taki yfir á kostnað annarra er ekki stórvægileg málbreyting í eiginlegum skilningi. Til dæmis, ef við gefum okkur að orðið piltur hafi verið algengasta orðið yfir unga drengi áður fyrr, þá er ekki kvartað yfir málbreytingu vegna þess að strákur sé meira notað í dag. Þetta litast öllu heldur af tíðarandanum hverju sinni. Það er frábært hvað okkur Íslendingum er annt um tungumálið og erum tilbúin að eiga skoðanaskipti um hvað sé vel gert og illa gert í notkun tungumálsins. Hinar ýmsu skoðanagreinar hafa verið ritaðar í blöðin í gegnum tíðina þar sem höfundar benda á hve mikið íslenskan á undir högg að sækja vegna þess að þau hafa orðið vör við notkun sem ekki samræmist þeirra eigin máltilfinningu. Til dæmis má nefna pistil í Morgunblaðinu frá 27. júlí 1914 þar sem Ólafur Björnsson gagnrýnir notkun orðanna „vöntun“, „eyðileggur“, „skriffinnska“ og „aðvörun“ og segir að sá sem slík orð noti „spilli [...] ízlensku máli“, og er málflutningurinn ekki mjög ólíkur þeim sem viðgengst í dag. Þó getur verið að þessari orku í þágu íslenskunnar sé betur varið í að sameinast í átaki til að upphefja alls konar íslensku og að kappkosta að koma henni að sem víðast. Talsetjum barnaefni og textum kvikmyndir. Búum til íslenskt TikTok- og YouTube-efni. Hættum að agnúast yfir málnotkun sem ekki samræmist okkar máltilfinningu og gleðjumst yfir hvers kyns notkun tungumálsins. Höfundur er kennari og doktorsnemi í málvísindum.
Geirfuglar Sigríðar Hagalín Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. 5. júní 2024 09:01
Um flug geirfuglsins Á þessum degi, 4. júní, fyrir réttum 180 árum, sigldi hópur manna frá Höfnum í þeim göfuga tilgangi að varðveita íslenska geirfuglinn. Þeir klifu fertugan hamar Eldeyjar, fundu þar tvo geirfugla á klettasnös og sneru þá úr hálsliðnum, fluttu síðan hræin með sér til lands og komu þeim í hendur Siemsens kaupmanns í Reykjavík. 4. júní 2024 08:00
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun