Sækja um leyfi fyrir einum leik í Grindavík Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 14:31 Grindvíkingar vonast til að fá að spila einn leik á Stakkavíkurvelli í sumar. @umfg Grindvíkingar hafa sótt um leyfi fyrir því að fá að spila einn leik á heimavelli sínum, Stakkavíkurvelli, í Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar. Vegna þeirra náttúruhamfara sem hafa staðið yfir í og við Grindavík undanfarið hálft ár leika Grindvíkingar heimaleiki sína í Lengjudeildinni í Safamýri. Jón Júlíus Karlsson, fyrrverandi farmkvæmdasjóri Grindavíkur, birti hins vegar mynd á samfélagsmiðlinum X í dag þar sem sjá má nýsleginn Stakkavíkurvöll, heimavöll Grindvíkinga. Með myndinni skrifar hann „Það liggur í loftinu,“ sem vísar í slagorð félagsins. Búið að slá Stakkavíkurvöll í Grindavík!💛💙Þvílík fegurð! Orri Hjaltalín á fullu á sláttuvélinni! pic.twitter.com/jWKolzcIkt— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 7, 2024 Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti svo í samtali við Fótbolti.net að félagið hafi sótt um að fá að spila einn leik í Grindavík í sumar. „Það fer eftir því hvað þarf að gera í kringum leikinn. Það þarf að vera rýmingaráætlun, þurfum við að hafa rútur til taks? Það er mörgum spurningum ósvarað. Ábyrgð mín sem formaður var að koma liðinu í var og svo aftur heim. Planið er að spila heimaleikina okkar í Grindavík á næsta tímabili,“ segir Haukur í samtali við miðilinn. Hann bætti einnig við að ef af leiknum yrði, yrði sá leikur spilaður síðsumars. Þar nefnir hann til að mynda leik Grindavíkur gegn Þór Akureyri sem á að fara fram miðvikudaginn 14. ágúst. Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Vegna þeirra náttúruhamfara sem hafa staðið yfir í og við Grindavík undanfarið hálft ár leika Grindvíkingar heimaleiki sína í Lengjudeildinni í Safamýri. Jón Júlíus Karlsson, fyrrverandi farmkvæmdasjóri Grindavíkur, birti hins vegar mynd á samfélagsmiðlinum X í dag þar sem sjá má nýsleginn Stakkavíkurvöll, heimavöll Grindvíkinga. Með myndinni skrifar hann „Það liggur í loftinu,“ sem vísar í slagorð félagsins. Búið að slá Stakkavíkurvöll í Grindavík!💛💙Þvílík fegurð! Orri Hjaltalín á fullu á sláttuvélinni! pic.twitter.com/jWKolzcIkt— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 7, 2024 Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti svo í samtali við Fótbolti.net að félagið hafi sótt um að fá að spila einn leik í Grindavík í sumar. „Það fer eftir því hvað þarf að gera í kringum leikinn. Það þarf að vera rýmingaráætlun, þurfum við að hafa rútur til taks? Það er mörgum spurningum ósvarað. Ábyrgð mín sem formaður var að koma liðinu í var og svo aftur heim. Planið er að spila heimaleikina okkar í Grindavík á næsta tímabili,“ segir Haukur í samtali við miðilinn. Hann bætti einnig við að ef af leiknum yrði, yrði sá leikur spilaður síðsumars. Þar nefnir hann til að mynda leik Grindavíkur gegn Þór Akureyri sem á að fara fram miðvikudaginn 14. ágúst.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira