Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaafhendingunni Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2024 13:35 Háteigsskóli útskrifaði 10. bekkinga í vikunni og fékk helmingur nemenda viðurkenningu, og allar stelpurnar nema tvær. Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaathöfninni. vísir/vilhelm Í vikunni var útskrift hjá 10. bekk í Háteigsskóla sem eru krakkar á aldrinum 15 til 16 ára. Helmingur barnanna fékk viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi. Hinn helmingurinn sat eftir úti í sal, tuttugu strákar og tvær stelpur. Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði. Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði.
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira