Skuldar þrotabúi föður síns fleiri milljarða Árni Sæberg skrifar 7. júní 2024 15:40 Jón Hilmar er viðskiptamaður eins og faðir hans en hann er annar stofnenda nýsköpunarfyrirtæksins Noona. Vísir Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm nú síðdegis. Þrotabúið hafði krafist þess að kaupum Jóns Hilmars á félaginu Toska ehf. af föður sínum árið 2014 yrði rift og honum gert að afsala þrotabúinu öllum hlutum í Toska. Til vara krafðist þrotabúið þess að Jón Hilmar greiddi því 2.652.753.000 krónur ef fallist yrði á riftun en framsali hlutanna yrði ekki komið við. Landsréttur mat það svo að Karl hefði verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira þegar hann afsalaði Toska til sonar síns þann 29. apríl árið 2016 eða síðar en Jón Hilmar hafði byggt á því að afsalið hefði átt sér stað árið 2014. Þá taldi Landsréttur svo mikinn mun á virði félagsins og kaupverðinu að um gjöf til nákominna hafi verið að ræða. Því væri ráðstöfuninni rift og Jóni Hilmari gert að greiða þrotabúinu mismuninn, 2.652.753.000 krónur, með dráttarvöxtum. Þá var Jón Hilmar dæmdur til að greiða þrotabúinu fimm milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Áður hafði hann verið dæmdur til að greiða 21,3 milljónir króna í málskostnað í héraði. Þá er ótalinn hans eigin málskostnaður. Borgaði rúma milljón fyrir Lyf og heilsu og margt fleira Helsta eign Toska ehf. þegar Karl seldi syni sínum það var félagið Faxi, sem átti félagið Faxa, sem átti svo lyfjasmásölurisann Lyf og heilsu. Fyrir þennan pakka greiddi Jón Hilmar föður sínum 1,13 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ráðstöfun Karls á Toska hafi verið ólögmæt og rifti kaupunum. Aftur á móti var kröfu þrotabúsins um afhendingu félagsins vísað frá þar sem talið var að það hefði aukist í virði frá ráðstöfuninni. Því var Jón Hilmar dæmdur til þess að greiða þrotabúinu 465,6 milljónir króna, áætlað virði félagsins við ráðstöfunina, að frádregnu kaupverðinu, 1,13 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Hrunið Milestone-málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm nú síðdegis. Þrotabúið hafði krafist þess að kaupum Jóns Hilmars á félaginu Toska ehf. af föður sínum árið 2014 yrði rift og honum gert að afsala þrotabúinu öllum hlutum í Toska. Til vara krafðist þrotabúið þess að Jón Hilmar greiddi því 2.652.753.000 krónur ef fallist yrði á riftun en framsali hlutanna yrði ekki komið við. Landsréttur mat það svo að Karl hefði verið ógjaldfær í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira þegar hann afsalaði Toska til sonar síns þann 29. apríl árið 2016 eða síðar en Jón Hilmar hafði byggt á því að afsalið hefði átt sér stað árið 2014. Þá taldi Landsréttur svo mikinn mun á virði félagsins og kaupverðinu að um gjöf til nákominna hafi verið að ræða. Því væri ráðstöfuninni rift og Jóni Hilmari gert að greiða þrotabúinu mismuninn, 2.652.753.000 krónur, með dráttarvöxtum. Þá var Jón Hilmar dæmdur til að greiða þrotabúinu fimm milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Áður hafði hann verið dæmdur til að greiða 21,3 milljónir króna í málskostnað í héraði. Þá er ótalinn hans eigin málskostnaður. Borgaði rúma milljón fyrir Lyf og heilsu og margt fleira Helsta eign Toska ehf. þegar Karl seldi syni sínum það var félagið Faxi, sem átti félagið Faxa, sem átti svo lyfjasmásölurisann Lyf og heilsu. Fyrir þennan pakka greiddi Jón Hilmar föður sínum 1,13 milljónir króna. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ráðstöfun Karls á Toska hafi verið ólögmæt og rifti kaupunum. Aftur á móti var kröfu þrotabúsins um afhendingu félagsins vísað frá þar sem talið var að það hefði aukist í virði frá ráðstöfuninni. Því var Jón Hilmar dæmdur til þess að greiða þrotabúinu 465,6 milljónir króna, áætlað virði félagsins við ráðstöfunina, að frádregnu kaupverðinu, 1,13 milljónum króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hrunið Milestone-málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01 Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00 Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Neita að afhenda lúxusvillu og hafa greitt tugi milljóna í dagsektir Félag í eigu sonar Karls Wernerssonar hefur greitt þrotabúi Karls tæpar 45 milljónir króna í dagsektir. Félaginu var með dómi Landsréttar gert að afhenda þrotabúinu ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu, ellegar greiða 150 þúsund króna dagsektir. 30. janúar 2024 17:01
Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. 6. janúar 2024 08:00
Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3. apríl 2022 20:23