Takk, Kristinn Jón Kaldal skrifar 7. júní 2024 17:01 Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri héraðsfréttamiðilsins BB, en sat áður á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn, Frjálslynda flokkinn og utan flokka á þingferli sínum, benti á ýmis ósómamál sem tengjast sjókvíaeldi á laxi í aðsendri grein hér á Vísi í vikunni. Þetta var þarft verk hjá Kristni en sá galli er á grein hans að heimildir fyrir sumu sem þar kemur fram hafa skolast aðeins til. Þar sem Kristinn, af kunnri hófstillingu sinni, nefnir nafn mitt í greininni er rétt og skylt að ég taki við keflinu og rifji upp bakgrunn þeirra mála sem hann nefnir. Eyðileggja vegi í veldisvexti Kristinn bendir meðal annars á skelfilegt ástand vega á Vestfjörðum. Í vor hefur Vegagerðin verið að fjarlægja bundið slitlag af vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og breyta í malarvegi. Í frétt á vef RÚV um þetta mál nefndi svæðisstjóri Vegagerðarinnar sérstaklega þungaflutninga með sjókvíaeldislax sem ástæðu fyrir þessu afleita ástandi á svæðinu. Útskýrði hann að einn hlaðinn flutningabíll slíti vegum á við 10.000 fólksbíla. Þessir bílar eyðileggja vegi sem sagt í veldisvexti miðað við þyngd. Í fréttum RÚV kom líka fram að fyrir tveimur árum þurfti að endurbyggja fimm kílómetra vegkafla um Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, eftir að vegurinn hrundi. Akkúrat á þessum kafla eru gríðarlegir þungaflutningar með sjókvíaeldislax. Sagði svæðisstjórinn að endurbygging vegarins um Mikladal hefði tekið stóran hluta af fjármagni til styrkingarverkefna á Vesturlandi og Vestfjörðum á síðustu tveimur árum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður við holufyllingar á Vestfjörðum fimmfaldast á síðustu árum, en á því tímabili hefur framleiðsla á sjókvíaeldislaxi þrettánfaldast á svæðinu. Í fyrra óku að meðaltali hvern einasta dag 3,8 fullfermdir þungaflutningabílar með sjókvíaeldislax um vegi Vestfjarða. Það er á við umferð 13,9 milljón fólksbíla á ári. Auðvitað eyðileggur slík umferð þjóðvegakerfið. Það væri fásinna að taka ekki með í dæmið við kostnað þjóðfélagsins af sjókvíaeldinu þær gríðarlegu skemmdir sem þungaflutningar einkafyrirtækja valda á vegum fyrir vestan. Vegir sem ætlaðir eru til þungaflutninga af þessu umfangi, þurfa bæði betri undirbyggingu og betra slitlag. Að byggja vegi fyrir slíka bíla kostar gríðarlegar upphæðir. Örugglega mun hærri en takmarkað auðlindagjald sem sjókvíaeldisfyrirtækin greiða nú í ríkissjóð. Þangað hefur aðeins eitt sjókvíeldisfyrirtæki greitt tekjuskatt (og það aðeins tvisvar sinnum) frá árinu 2007 þegar elsta fyrirtækið í þessum iðnaði var stofnað. Sveitarfélögin höfðuðu mál Kristinn bendir réttilega á að í grein sem kom frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum í maí var ranglega haldið fram að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Hið rétta er að það voru sveitarfélögin sem fóru í mál við sjókvíeldisfyrirtækin vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Við þökkum Kristni fyrir ábendinguna. Forvitnileg hlið á því máli er að héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Arnalaxi í vil. Samkvæmt niðurstöðu dómsins telst eldisfiskur ekki sjávarafli og því er ekki lagastoð fyrir álagningu aflagjalds af fiski sem landað er úr sjókvíaeldi. Á því atriði hvíldi meðal annars vörn Arnarlax. Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins. „Við vonumst til þess að þegar við áfrýjum þessu til Landsréttar að niðurstöðunni verði hnekkt. En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar,“ sagði Þórdís Sif Sigurðardóttir þáverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fólkið í ráðuneytinu Í grein sinni nefnir Kristinn umræður um hversu skynsamlegt það er að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Kristni virðist finnast sú umræða ósanngjörn og jafnvel standa í þeirri trú að hún sé aðeins komin frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Svo er þó ekki. Í skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi á Íslandi, sem kom út 2023, var vakin athygli á því að starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis í eigu stjórnarformanns Arnarlax vann samhliða fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að því að undirbúa ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019. Fjölmiðlar hafa líka sagt ítarlega frá því að skrifstofustjóri sem stýrði sviði fiskeldis í ráðuneytinu var í margs konar samskiptum við ráðgjafa hjá Arnarlaxi í aðdraganda setningar lagasetningarinnar 2019. Var sá ráðgjafi Arnarlax einmitt fyrrum starfsmaður í ráðuneytinu. Fékk hann meðal annars send drög að reglugerð um fiskeldi frá skrifstofustjóranum nokkrum mánuðum áður en þau voru birt opinberlega. Þessi sami skrifstofustjóri sá svo til þess að tilkynningu um birtingu laganna í Stjórnartíðindum var seinkað og þar með gildistöku þeirra. Þetta varð til þess að sjókvíaeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, náðu að skila inn gögnum tengdum leyfisumsóknum áður en nýju lögin tóku gildi og tryggðu þannig að umsóknirnar voru afgreiddar á grunni eldri laga. Var eftir miklu að slægjast því með þessu losnuðu þau við að keppa um leyfin í útboðum einsog nýju lögin kváðu á um. Í sjókvíaeldisskýrslu Ríkisendurskoðunar var fjallað um þetta mál embættismannsins: „Ríkisendurskoðun telur alvarlegt að birtingu laganna hafi verið frestað með þeim hætti sem raun ber vitni. Umrædd töf var til þess fallin að grafa undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.“ Umræða um hversu óheppilegt er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum, er ekki uppfinning okkar hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Því miður virðist það hafa aftur gerst, rétt einsog 2019, að vinnan við hið skelfilega lagareldisfrumvarp, sem Alþingi hefur nú til meðferðar, hafi fyrst og fremst mótast af hag fyrirtækjanna fremur en almennings, náttúru og lífríki Íslands. Um það þarf auðvitað að ræða. Höfundur er talsmaður Íslenska nátturuverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Sjókvíaeldi Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, núverandi ritstjóri héraðsfréttamiðilsins BB, en sat áður á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn, Frjálslynda flokkinn og utan flokka á þingferli sínum, benti á ýmis ósómamál sem tengjast sjókvíaeldi á laxi í aðsendri grein hér á Vísi í vikunni. Þetta var þarft verk hjá Kristni en sá galli er á grein hans að heimildir fyrir sumu sem þar kemur fram hafa skolast aðeins til. Þar sem Kristinn, af kunnri hófstillingu sinni, nefnir nafn mitt í greininni er rétt og skylt að ég taki við keflinu og rifji upp bakgrunn þeirra mála sem hann nefnir. Eyðileggja vegi í veldisvexti Kristinn bendir meðal annars á skelfilegt ástand vega á Vestfjörðum. Í vor hefur Vegagerðin verið að fjarlægja bundið slitlag af vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og breyta í malarvegi. Í frétt á vef RÚV um þetta mál nefndi svæðisstjóri Vegagerðarinnar sérstaklega þungaflutninga með sjókvíaeldislax sem ástæðu fyrir þessu afleita ástandi á svæðinu. Útskýrði hann að einn hlaðinn flutningabíll slíti vegum á við 10.000 fólksbíla. Þessir bílar eyðileggja vegi sem sagt í veldisvexti miðað við þyngd. Í fréttum RÚV kom líka fram að fyrir tveimur árum þurfti að endurbyggja fimm kílómetra vegkafla um Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, eftir að vegurinn hrundi. Akkúrat á þessum kafla eru gríðarlegir þungaflutningar með sjókvíaeldislax. Sagði svæðisstjórinn að endurbygging vegarins um Mikladal hefði tekið stóran hluta af fjármagni til styrkingarverkefna á Vesturlandi og Vestfjörðum á síðustu tveimur árum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður við holufyllingar á Vestfjörðum fimmfaldast á síðustu árum, en á því tímabili hefur framleiðsla á sjókvíaeldislaxi þrettánfaldast á svæðinu. Í fyrra óku að meðaltali hvern einasta dag 3,8 fullfermdir þungaflutningabílar með sjókvíaeldislax um vegi Vestfjarða. Það er á við umferð 13,9 milljón fólksbíla á ári. Auðvitað eyðileggur slík umferð þjóðvegakerfið. Það væri fásinna að taka ekki með í dæmið við kostnað þjóðfélagsins af sjókvíaeldinu þær gríðarlegu skemmdir sem þungaflutningar einkafyrirtækja valda á vegum fyrir vestan. Vegir sem ætlaðir eru til þungaflutninga af þessu umfangi, þurfa bæði betri undirbyggingu og betra slitlag. Að byggja vegi fyrir slíka bíla kostar gríðarlegar upphæðir. Örugglega mun hærri en takmarkað auðlindagjald sem sjókvíaeldisfyrirtækin greiða nú í ríkissjóð. Þangað hefur aðeins eitt sjókvíeldisfyrirtæki greitt tekjuskatt (og það aðeins tvisvar sinnum) frá árinu 2007 þegar elsta fyrirtækið í þessum iðnaði var stofnað. Sveitarfélögin höfðuðu mál Kristinn bendir réttilega á að í grein sem kom frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum í maí var ranglega haldið fram að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Hið rétta er að það voru sveitarfélögin sem fóru í mál við sjókvíeldisfyrirtækin vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Við þökkum Kristni fyrir ábendinguna. Forvitnileg hlið á því máli er að héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Arnalaxi í vil. Samkvæmt niðurstöðu dómsins telst eldisfiskur ekki sjávarafli og því er ekki lagastoð fyrir álagningu aflagjalds af fiski sem landað er úr sjókvíaeldi. Á því atriði hvíldi meðal annars vörn Arnarlax. Forsvarsfólki Vesturbyggðar var eðlilega brugðið. Sveitarfélagið hefur skuldsett sig verulega til að bæta hafnaraðstöðuna í þágu sjókvíaeldisins. „Við vonumst til þess að þegar við áfrýjum þessu til Landsréttar að niðurstöðunni verði hnekkt. En ef niðurstaðan verður með sambærilegum hætti hefur þetta þannig áhrif á helstu tekjur sveitarfélagsins af fiskeldi verða engar,“ sagði Þórdís Sif Sigurðardóttir þáverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar. Fólkið í ráðuneytinu Í grein sinni nefnir Kristinn umræður um hversu skynsamlegt það er að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Kristni virðist finnast sú umræða ósanngjörn og jafnvel standa í þeirri trú að hún sé aðeins komin frá okkur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Svo er þó ekki. Í skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi á Íslandi, sem kom út 2023, var vakin athygli á því að starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis í eigu stjórnarformanns Arnarlax vann samhliða fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að því að undirbúa ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019. Fjölmiðlar hafa líka sagt ítarlega frá því að skrifstofustjóri sem stýrði sviði fiskeldis í ráðuneytinu var í margs konar samskiptum við ráðgjafa hjá Arnarlaxi í aðdraganda setningar lagasetningarinnar 2019. Var sá ráðgjafi Arnarlax einmitt fyrrum starfsmaður í ráðuneytinu. Fékk hann meðal annars send drög að reglugerð um fiskeldi frá skrifstofustjóranum nokkrum mánuðum áður en þau voru birt opinberlega. Þessi sami skrifstofustjóri sá svo til þess að tilkynningu um birtingu laganna í Stjórnartíðindum var seinkað og þar með gildistöku þeirra. Þetta varð til þess að sjókvíaeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, náðu að skila inn gögnum tengdum leyfisumsóknum áður en nýju lögin tóku gildi og tryggðu þannig að umsóknirnar voru afgreiddar á grunni eldri laga. Var eftir miklu að slægjast því með þessu losnuðu þau við að keppa um leyfin í útboðum einsog nýju lögin kváðu á um. Í sjókvíaeldisskýrslu Ríkisendurskoðunar var fjallað um þetta mál embættismannsins: „Ríkisendurskoðun telur alvarlegt að birtingu laganna hafi verið frestað með þeim hætti sem raun ber vitni. Umrædd töf var til þess fallin að grafa undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.“ Umræða um hversu óheppilegt er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum, er ekki uppfinning okkar hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Því miður virðist það hafa aftur gerst, rétt einsog 2019, að vinnan við hið skelfilega lagareldisfrumvarp, sem Alþingi hefur nú til meðferðar, hafi fyrst og fremst mótast af hag fyrirtækjanna fremur en almennings, náttúru og lífríki Íslands. Um það þarf auðvitað að ræða. Höfundur er talsmaður Íslenska nátturuverndarsjóðsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun