Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 8. júní 2024 08:01 Næringarfræðin og samfélagsmiðlar Gríðarlegt magn upplýsinga flæðir óhindrað inn í líf okkar í gegnum samfélagsmiðla daglega. Sjálfar erum við dyggir notendur samfélagsmiðla, en okkur þykir þó ástæða til að vekja athygli á hvaða áhrif þessar upplýsingar kunna að hafa á heilsu okkar, hversu berskjölduð við erum fyrir þeim og hversu áreiðanlegar þær eru. Næringarupplýsingar eru áberandi á samfélagsmiðlum og virðist hver sem er sjá sig knúinn til að deila þekkingu sinni á efninu, burt séð frá menntun eða vísindalæsi. Það veldur því að gríðarlega mikið af röngum upplýsingum eru um næringu á samfélagsmiðlum. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem tók saman áreiðanleika upplýsinga um næringu á netinu sýndi fram á að yfirgnæfandi meirihluti upplýsinga um næringu á samfélagsmiðlum voru af lélegum/lágum gæðum en efni frá sérfræðingum þótti hinsvegar gæðamikið. Það gleymist líka gjarnan að fjöldi matvæla- og fæðubótafyrirtækja nýta sér vettvanginn til markaðssetningar. Margar slíkar auglýsingar líta því oft út eins og fræðsluefni en eru það í raun alls ekki heldur er verið að reyna að selja ákveðnar vörur. Það skal tekið fram að næringarfræðingar mega til að mynda ekki vera kostaðir af neinu til þess að halda trúverðugleika. Að borða reglulega og neyta næringarríkrar fæðu getur öllu jafna haft fjölþætt og jákvæð áhrif á heilsu okkar til skemmri og lengri tíma. Þetta er vanmetið og öflugt tól til að efla heilsuna og auka lífsgæði okkar á efri árum sem og að minnka líkur á ákveðnum sjúkdómum. Mjög mikilvægt er því að geta greint á milli réttra og rangra heilsufarsupplýsinga til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um eigin heilsu. Þeir sem dreifa röngum upplýsingum um næringu Algengt er að einstaklingar sem eru háværir að tala um næringu á ýktan hátt á samfélagsmiðlum séu haldnir svo kölluðum Dunning Kruger áhrifum. Dunning Kruger áhrif er þegar einstaklingar fara að ofmeta þekkingu sína á ákveðnu efni þegar að raunin er sú að vitneskja þeirra um efnið er lítil. Af völdum þessa áhrifa hefur margt sjálfsöryggt en ófaglært fólk, oft áhrifavaldar, ekki næga þekkingu um efnið til að átta sig á að þeirra þekking sé takmörkuð. Oft einblínir þetta fólk líka á ranga hluti sem má líkja við að horfa á eitt púsl í stað þess að horfa á allt púsluspilið og stundum er púslið ekki einu sinni úr réttu púsluspili. Því grynnri þekkingu sem við höfum á einhverju viðfangsefni og jafnvel sérstakan áhuga á litlu atriði þar innan því líklegri erum við til að ofmeta vægi þess. Þessir aðilar nota gjarnan „cherry picking“ rannsókna sem stafar af staðfestingarhlutdrægni, það er að segja að einstaklingar finna rannsókn/ir sem styðja fullyrðingu sína á meðan þeir hafna meðvitað eða ómeðvitað rannsóknum sem að sýna fram á hið gagnstæða þó að þær geti verið töluvert fleiri. Þannig halda þeir áfram að viðhalda því sem þeir vilja trúa með því að einblína á örfáar rannsóknir og hunsa heildarmynd vísindarannsókna um efnið sem segir allt annað. Ef þú segir eitthvað nógu hátt og af nógu miklu sjálfstrausti mun fólk hlusta. Óháð hvaða upplýsingunum þú ert að deila, sem gætu verið algjört bull. Þessir aðilar nota oft stór og mikil orð og segja skoðun sína af mikilli ástríðu og jafnvel á árásagjarnan hátt með hræðsluáróðri á samfélagsmiðlum. Aftur á móti eru sérfræðingar gjarnan hlédrægari og forðast að fullyrða of mikið vegna þess hve meðvitaðir þeir eru um það sem þeir vita ekki. Þetta þýðir að við erum oft skilin eftir með háværustu raddirnar en ekki nákvæmar og réttar upplýsingarnar. Er þetta samt ekki flest allt rétt bara? Önnur nýleg rannsókn sýndi fram á að svokölluð „bergmálshólf“ (e. echo chambers) eigi auðvelt með að myndast á samfélagsmiðlum. Þessi bergmálshólf valda því að einstaklingur verður meira útsettur fyrir ákveðnum upplýsingum sem styður og styrkir fyrri sjónarmið og hugmyndir. Því myndast umhverfi þar sem aðeins upplýsingar og skoðanir endurspeglast sem styrkja eigin hugmyndir, burt séð hvort þær séu réttar eða ekki. Niðurstöður þessarra og annarra rannsókna segja okkur að eitthvað þarf að gera. Miðað við núverandi þróun þykir ástæða til að hafa áhyggjur, þá sérstaklega þegar kemur að heilsu okkar. Versnandi heilsu þjóðar kostar heilbrigðiskerfið enn meiri pening. Áhrifaríkar forvarnir gætu því bæði sparað okkur heilsubresti og pening til lengri tíma litið. Hvað get ég gert? Fólk á öllum aldri er berskjaldað fyrir röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum, sér í lagi næringu. Margir leita til samfélagsmiðla til að skoða hugsunarlaust, enda margt skemmtilegt að finna þar og jafnvel ágæt leið til að ‘slökkva aðeins á sér’. En við verðum því berskjaldaðri fyrir vikið. Það er því mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð og kveikja á gagnrýnni hugsun þegar upplýsingar um næringu bera að garði. Nokkrir hlutir sem þú getur gert: • Treystu eigin innsæi. Það er mjög líklegt að þú vitir ýmislegt nú þegar um næringarríkt mataræði og að það sé ansi margt sem þú ert að gera vel. Þú og þinn líkami þekkið/finnið best hvaða matur styður við þarfir og eykur vellíðan. Upplýsingar sem hljóma eins og þú þurfir að umbreyta öllu í mataræðinu þínu eru ólíklegar til að hjálpa. • Taktu til á samfélagsmiðlunum þínum. Vertu viss um þeir sem þú fylgir hafi þekkingu til að deila áreiðanlegum upplýsingum. Rauð flögg eru t.d. hræðsluáróður, matvæli ítrekað djöflavædd og því haldið fram að eitt matvæli geti alfarið valdið slæmri heilsu. • Taktu því sem þú sérð um næringu á samfélagsmiðlum með fyrirvara nema að það komi frá öruggri heimild, næringarfræðingi, Embætti Landlæknis eða sérfræðingum. • Hafðu í huga hvað er á bakvið upplýsingarnar, er möguleiki að manneskjan sé að reyna að selja þér eitthvað? • Forðastu aðila sem eru með ýktar staðhæfingar og hræðsluáróður, reyna að fá þig til að vantreysta sérfræðingum og eru með svarthvítan hugsunarhátt. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um næringu byggt á vísindalegum heimildum á instagram aðgangnum @naeringogjafnvaegi Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Næringarfræðin og samfélagsmiðlar Gríðarlegt magn upplýsinga flæðir óhindrað inn í líf okkar í gegnum samfélagsmiðla daglega. Sjálfar erum við dyggir notendur samfélagsmiðla, en okkur þykir þó ástæða til að vekja athygli á hvaða áhrif þessar upplýsingar kunna að hafa á heilsu okkar, hversu berskjölduð við erum fyrir þeim og hversu áreiðanlegar þær eru. Næringarupplýsingar eru áberandi á samfélagsmiðlum og virðist hver sem er sjá sig knúinn til að deila þekkingu sinni á efninu, burt séð frá menntun eða vísindalæsi. Það veldur því að gríðarlega mikið af röngum upplýsingum eru um næringu á samfélagsmiðlum. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem tók saman áreiðanleika upplýsinga um næringu á netinu sýndi fram á að yfirgnæfandi meirihluti upplýsinga um næringu á samfélagsmiðlum voru af lélegum/lágum gæðum en efni frá sérfræðingum þótti hinsvegar gæðamikið. Það gleymist líka gjarnan að fjöldi matvæla- og fæðubótafyrirtækja nýta sér vettvanginn til markaðssetningar. Margar slíkar auglýsingar líta því oft út eins og fræðsluefni en eru það í raun alls ekki heldur er verið að reyna að selja ákveðnar vörur. Það skal tekið fram að næringarfræðingar mega til að mynda ekki vera kostaðir af neinu til þess að halda trúverðugleika. Að borða reglulega og neyta næringarríkrar fæðu getur öllu jafna haft fjölþætt og jákvæð áhrif á heilsu okkar til skemmri og lengri tíma. Þetta er vanmetið og öflugt tól til að efla heilsuna og auka lífsgæði okkar á efri árum sem og að minnka líkur á ákveðnum sjúkdómum. Mjög mikilvægt er því að geta greint á milli réttra og rangra heilsufarsupplýsinga til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um eigin heilsu. Þeir sem dreifa röngum upplýsingum um næringu Algengt er að einstaklingar sem eru háværir að tala um næringu á ýktan hátt á samfélagsmiðlum séu haldnir svo kölluðum Dunning Kruger áhrifum. Dunning Kruger áhrif er þegar einstaklingar fara að ofmeta þekkingu sína á ákveðnu efni þegar að raunin er sú að vitneskja þeirra um efnið er lítil. Af völdum þessa áhrifa hefur margt sjálfsöryggt en ófaglært fólk, oft áhrifavaldar, ekki næga þekkingu um efnið til að átta sig á að þeirra þekking sé takmörkuð. Oft einblínir þetta fólk líka á ranga hluti sem má líkja við að horfa á eitt púsl í stað þess að horfa á allt púsluspilið og stundum er púslið ekki einu sinni úr réttu púsluspili. Því grynnri þekkingu sem við höfum á einhverju viðfangsefni og jafnvel sérstakan áhuga á litlu atriði þar innan því líklegri erum við til að ofmeta vægi þess. Þessir aðilar nota gjarnan „cherry picking“ rannsókna sem stafar af staðfestingarhlutdrægni, það er að segja að einstaklingar finna rannsókn/ir sem styðja fullyrðingu sína á meðan þeir hafna meðvitað eða ómeðvitað rannsóknum sem að sýna fram á hið gagnstæða þó að þær geti verið töluvert fleiri. Þannig halda þeir áfram að viðhalda því sem þeir vilja trúa með því að einblína á örfáar rannsóknir og hunsa heildarmynd vísindarannsókna um efnið sem segir allt annað. Ef þú segir eitthvað nógu hátt og af nógu miklu sjálfstrausti mun fólk hlusta. Óháð hvaða upplýsingunum þú ert að deila, sem gætu verið algjört bull. Þessir aðilar nota oft stór og mikil orð og segja skoðun sína af mikilli ástríðu og jafnvel á árásagjarnan hátt með hræðsluáróðri á samfélagsmiðlum. Aftur á móti eru sérfræðingar gjarnan hlédrægari og forðast að fullyrða of mikið vegna þess hve meðvitaðir þeir eru um það sem þeir vita ekki. Þetta þýðir að við erum oft skilin eftir með háværustu raddirnar en ekki nákvæmar og réttar upplýsingarnar. Er þetta samt ekki flest allt rétt bara? Önnur nýleg rannsókn sýndi fram á að svokölluð „bergmálshólf“ (e. echo chambers) eigi auðvelt með að myndast á samfélagsmiðlum. Þessi bergmálshólf valda því að einstaklingur verður meira útsettur fyrir ákveðnum upplýsingum sem styður og styrkir fyrri sjónarmið og hugmyndir. Því myndast umhverfi þar sem aðeins upplýsingar og skoðanir endurspeglast sem styrkja eigin hugmyndir, burt séð hvort þær séu réttar eða ekki. Niðurstöður þessarra og annarra rannsókna segja okkur að eitthvað þarf að gera. Miðað við núverandi þróun þykir ástæða til að hafa áhyggjur, þá sérstaklega þegar kemur að heilsu okkar. Versnandi heilsu þjóðar kostar heilbrigðiskerfið enn meiri pening. Áhrifaríkar forvarnir gætu því bæði sparað okkur heilsubresti og pening til lengri tíma litið. Hvað get ég gert? Fólk á öllum aldri er berskjaldað fyrir röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum, sér í lagi næringu. Margir leita til samfélagsmiðla til að skoða hugsunarlaust, enda margt skemmtilegt að finna þar og jafnvel ágæt leið til að ‘slökkva aðeins á sér’. En við verðum því berskjaldaðri fyrir vikið. Það er því mikilvægt fyrir okkur að vera meðvituð og kveikja á gagnrýnni hugsun þegar upplýsingar um næringu bera að garði. Nokkrir hlutir sem þú getur gert: • Treystu eigin innsæi. Það er mjög líklegt að þú vitir ýmislegt nú þegar um næringarríkt mataræði og að það sé ansi margt sem þú ert að gera vel. Þú og þinn líkami þekkið/finnið best hvaða matur styður við þarfir og eykur vellíðan. Upplýsingar sem hljóma eins og þú þurfir að umbreyta öllu í mataræðinu þínu eru ólíklegar til að hjálpa. • Taktu til á samfélagsmiðlunum þínum. Vertu viss um þeir sem þú fylgir hafi þekkingu til að deila áreiðanlegum upplýsingum. Rauð flögg eru t.d. hræðsluáróður, matvæli ítrekað djöflavædd og því haldið fram að eitt matvæli geti alfarið valdið slæmri heilsu. • Taktu því sem þú sérð um næringu á samfélagsmiðlum með fyrirvara nema að það komi frá öruggri heimild, næringarfræðingi, Embætti Landlæknis eða sérfræðingum. • Hafðu í huga hvað er á bakvið upplýsingarnar, er möguleiki að manneskjan sé að reyna að selja þér eitthvað? • Forðastu aðila sem eru með ýktar staðhæfingar og hræðsluáróður, reyna að fá þig til að vantreysta sérfræðingum og eru með svarthvítan hugsunarhátt. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um næringu byggt á vísindalegum heimildum á instagram aðgangnum @naeringogjafnvaegi Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar