Handbolti

Aðal­steinn tekur við Víkingum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson er snúinn aftur heim.
Aðalsteinn Eyjólfsson er snúinn aftur heim. Andreas Gora/picture alliance via Getty Images

Aðalsteinn Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá Víkingi. Hann tekur einnig við sem yfirmaður handknattleiksmála félagsins.

Víkingar greindu frá ráðningu Aðalsteins á samfélagsmiðlum sínum í gær, en Aðalsteinn er að snúa aftur heim til Íslands eftir langan þjálfaraferil utan landsteinana. 

Hér á landi hefur Aðalsteinn þjálfað Stjörnuna í tvígang, Gróttu KR og ÍBV. Hann gerði bæði kvennalið Stjörnunnar og ÍBV að Íslands- og bikarmeisturum á sínum tíma.

Frá árinu 2004 hefur Aðalsteinn þó að mestu leyti starfað við þjálfun í Þýskalandi. Síðast var hann þjálfari GWD Minden, en þar áður var hann þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss. Undir hans stjórn varð Kadetten svissneskur meistari í tvígang og einu sinni bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×