Íslenski boltinn

Sjáðu þrennur Ísa­bellu og Krist­rúnar og öll mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild gegn Stjörnunni.
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild gegn Stjörnunni. vísir/anton

Sautján mörk voru skoruð í 7. umferð Bestu deildar kvenna sem fór fram í gær. Tveir leikmenn gerðu þrennu.

Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir 0-3 útisigur á Þór/KA. Agla María Albertsdóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir skoruðu mörk Blika sem eru með 21 stig á toppnum og markatöluna 21-2. Akureyringar eru í 3. sætinu með fimmtán stig.

Klippa: Þór/KA 0-3 Breiðablik

Hin sautján ára Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu þegar Valur vann öruggan sigur á Stjörnunni, 4-0. Öll mörk Ísabellu komu í seinni hálfleik. Berglind Rós Ágústsdóttir var einnig á skotskónum en hún kom Valskonum í 1-0 á 24. mínútu. Valur er í 2. sæti deildarinnar með átján stig en Stjarnan í því fimmta með níu stig.

Klippa: Valur 4-0 Stjarnan

Þróttur vann sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu þegar liðið sigraði Tindastól á heimavelli, 4-2. Stólarnir komust yfir með marki Jordyns Rhodes en Þróttarar tóku þá við sér. Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði þrjú mörk og Freyja Karín Þorvarðardóttir eitt. Birgitta Rún Finnbogadóttir skoraði annað mark Tindastóls sem er sex stig í 7. sætinu. Þróttur er enn á botninum en nú með fjögur stig.

Klippa: Þróttur 4-2 Tindastóll

Keflavík vann sinn annan leik í röð þegar bar sigurorð af Víkingi á útivelli, 0-1. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Keflvíkingar eru nú í 8. sæti deildarinnar með sex stig en Víkingar eru tveimur sætum ofar með átta stig.

Klippa: Víkingur 0-1 Keflavík

Þá gerðu FH-ingar góða ferð upp í Árbæ og unnu Fylkiskonur, 0-3. Snædís María Jörundsdóttir skoraði tvö mörk fyrir FH og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir eitt. FH-ingar eru með tíu stig í 4. sætinu en Fylkir, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í níunda og næstneðsta sæti með fimm stig.

Klippa: Fylkir 0-3 FH

Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Ég elska að vera í slagsmálum“

„Tilfinning er mjög góð. Þetta var baráttu sigur í dag og verðskuldaður sigur,“ sagði Kristrún Ýr Hólm, fyrirliði Keflavíkur, í viðtali eftir leik.

„Verður að virða myrkraöfl knattspyrnunnar“

John Andrews, þjálfari Víkings, var ósáttur við tap sinna kvenna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna en kvaðst þó ánægður með frammistöðuna. Hann biðlar til leikmanna sinna virða myrkaöfl knattspyrnunnar, þegar andstæðingurinn reynir að hægja á leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×