Fótbolti

Reggístrákarnir hans Heimis með fullt hús eftir tvo leiki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson er þjálfari jamaíska landsliðsins.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari jamaíska landsliðsins. Robin Alam/ISI Photos/Getty Images

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í jamaíska landsliðinu í knattspyrnu unnu 3-2 sigur er liðið mætti Dóminíku í forkeppni HM 2026 í kvöld.

Jamaíska liðið vann 3-0 sigur gegn Dóminíska lýðveldinu í fyrstu umferð riðlakeppninnar og liðið er því búið að fá fljúgandi start í þessum öðrum hluta forkeppninnar.

Shamar Nicholson og Kaheim Dixon sáu um markaskorun Jamaíku í fyrri hálfleik og áður en Nicholson bætti öðru marki sínu við í síðari hálfleik. Dóminíska liðið klóraði í bakkann með tveimur mörkum á lokamínútunum, en niðurstaðan varð 3-2 sigur Jamaíku.

Jamaíka er nú með sex stig af sex mögulegum eftir fyrstu tvo leiki riðlakeppninnar, jafn mörg og Gvatemala, en með verri markatölu og situr því í öðru sæti riðilsins. Efstu tvö liðin tryggja sér sæti í þriðja hluta forkeppninnar.

Næstu leikir liðsins í forkeppninni fara þó ekki fram fyrr en á næsta ári þegar Jamaíka mætir Bresku Jómfrúaeyjunum og svo Gvatemala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×