„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“ Kári Mímisson skrifar 9. júní 2024 21:53 Arnar Grétarsson var ánægður með að vera kominn áfram. Vísir/Diego Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur. „Ég er auðvitað bara fyrst og fremst ánægður að vera kominn í undanúrslit. Þetta gerist auðvitað ekki mikið dramatískara en þetta, þetta var alveg ekta erfiður bikarleikur. Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt í dag en ég var þó að vonast til þess að sleppa þessari vítaspyrnukeppni enda fannst mér við vera búnir að gera nóg heilt yfir. Okkur tókst að skapa nóg af færum til að klára þennan leik og mörkin þeirra eru svona í ódýrari kantinum. Engu að síður það er ástæða fyrir því að þeir erum komnir svona langt og heilt yfir er ég bara ánægður með okkur í dag. Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina og þetta var klárlega sú leið sem við fórum í dag.“ Hversu mikill tilfinningarússíbani er það að fá á sig þetta mark á lokamínútuleiksins og svo bara tíu mínútum seinna er allt orðið gott aftur eftir vítaspyrnukeppnina? „Það er auðvitað ekki góð tilfinning að fá á sig þetta mark þegar það eru komnar 119 mínútur á klukkuna og svo skilst mér að Frederik hafi ætlað að grípa boltann en hann skoppaði eitthvað furðulega og fyrir hann þarna í lokin. Auðvitað er það ekki góð tilfinning en það fyrsta sem maður hugsaði var bara að nú þurfum við að taka þá í vító og reyna að koma með jákvæðar hugsanir. Það þýðir ekki að vera með einhverja neikvæði á þessum tímapunkti því ekki getur maður breytt þessu, þeir voru bara búnir að jafna. Við erum sem betur fer með Frederik í markinu og hann er alveg ágætur í vítum.“ Uppgjör: Keflavík - Valur 3-3 | Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Gylfi Þór Sigurðsson var mættur aftur í hóp hjá Val í dag en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla í baki. Arnar sagði að hann væri allur að koma til og núna væri það spurningin hvernig hann yrði eftir þennan leik. „Við ætluðum ekki að láta hann spila svona mikið en staðan er góð á honum eins og þið sáuð í dag. Hann er búinn að vera að æfa með okkur núna og það hefur gengið vel og án þess að fá nokkurt bakslag þannig að hann er á réttri leið. Núna fáum við nokkra daga í frí og svo eigum við Víkinga eftir níu daga og vonandi hefur hann komist vel í gegnum þennan leik í dag þar sem hann spilar hátt í hálfleik. Við sjáum auðvitað hvað hann getur og það á erfiðum velli. Mér fannst hann standa sig vel og hann var auðvitað ekki langt frá því að skora í dag.“ Valur er enn með í öllum sínum keppnum og það virðist vera að koma ágætis bragur á þetta sterka lið. Spurður út hvað þurfi að gerast til þess að Valur nái að vinna tvöfalt í ár og fagna góðu gengi í Evrópu segist Arnar vera rólegur enn sem komið er og taki bara einn leik í einu. „Það þarf auðvitað allt að falla með okkur til að það takist. Við erum bara sultu slakir. Víkingur hefur verið liðið sem allir eru að elta og eru alveg ógeðslega flottir. Við eigum leik við þá næst og það væri auðvitað kærkomið að sækja þrjú stig gegn þeim og minnka muninn niður í eitt stig. Þeir fara aftur á móti afslappaðir inn í þann leik og vilja bara ekki tapa honum og ef þeir vinna komast þeir í sjö stiga forystu á okkur. Þannig að það er smá pressa á okkur, sem við setjum bara sjálfir á okkur en við erum ekki farnir að hugsa neitt lengra en bara næsti leikur. Núna erum við komnir í undanúrslit og áhugavert að sjá hverja við fáum þar. Evrópukeppni fer svo að hefjast fljótlega og vonandi fáum við einhvern drauma andstæðing þar því við getum lent á móti mjög erfiðum andstæðingi. Vonandi tekst okkur að fara allavegana einni umferð lengra, jafnvel tvær. Það væri alveg geggjað.“ Mjólkurbikar karla Valur Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Fleiri fréttir Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Sjá meira
„Ég er auðvitað bara fyrst og fremst ánægður að vera kominn í undanúrslit. Þetta gerist auðvitað ekki mikið dramatískara en þetta, þetta var alveg ekta erfiður bikarleikur. Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt í dag en ég var þó að vonast til þess að sleppa þessari vítaspyrnukeppni enda fannst mér við vera búnir að gera nóg heilt yfir. Okkur tókst að skapa nóg af færum til að klára þennan leik og mörkin þeirra eru svona í ódýrari kantinum. Engu að síður það er ástæða fyrir því að þeir erum komnir svona langt og heilt yfir er ég bara ánægður með okkur í dag. Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina og þetta var klárlega sú leið sem við fórum í dag.“ Hversu mikill tilfinningarússíbani er það að fá á sig þetta mark á lokamínútuleiksins og svo bara tíu mínútum seinna er allt orðið gott aftur eftir vítaspyrnukeppnina? „Það er auðvitað ekki góð tilfinning að fá á sig þetta mark þegar það eru komnar 119 mínútur á klukkuna og svo skilst mér að Frederik hafi ætlað að grípa boltann en hann skoppaði eitthvað furðulega og fyrir hann þarna í lokin. Auðvitað er það ekki góð tilfinning en það fyrsta sem maður hugsaði var bara að nú þurfum við að taka þá í vító og reyna að koma með jákvæðar hugsanir. Það þýðir ekki að vera með einhverja neikvæði á þessum tímapunkti því ekki getur maður breytt þessu, þeir voru bara búnir að jafna. Við erum sem betur fer með Frederik í markinu og hann er alveg ágætur í vítum.“ Uppgjör: Keflavík - Valur 3-3 | Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Gylfi Þór Sigurðsson var mættur aftur í hóp hjá Val í dag en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla í baki. Arnar sagði að hann væri allur að koma til og núna væri það spurningin hvernig hann yrði eftir þennan leik. „Við ætluðum ekki að láta hann spila svona mikið en staðan er góð á honum eins og þið sáuð í dag. Hann er búinn að vera að æfa með okkur núna og það hefur gengið vel og án þess að fá nokkurt bakslag þannig að hann er á réttri leið. Núna fáum við nokkra daga í frí og svo eigum við Víkinga eftir níu daga og vonandi hefur hann komist vel í gegnum þennan leik í dag þar sem hann spilar hátt í hálfleik. Við sjáum auðvitað hvað hann getur og það á erfiðum velli. Mér fannst hann standa sig vel og hann var auðvitað ekki langt frá því að skora í dag.“ Valur er enn með í öllum sínum keppnum og það virðist vera að koma ágætis bragur á þetta sterka lið. Spurður út hvað þurfi að gerast til þess að Valur nái að vinna tvöfalt í ár og fagna góðu gengi í Evrópu segist Arnar vera rólegur enn sem komið er og taki bara einn leik í einu. „Það þarf auðvitað allt að falla með okkur til að það takist. Við erum bara sultu slakir. Víkingur hefur verið liðið sem allir eru að elta og eru alveg ógeðslega flottir. Við eigum leik við þá næst og það væri auðvitað kærkomið að sækja þrjú stig gegn þeim og minnka muninn niður í eitt stig. Þeir fara aftur á móti afslappaðir inn í þann leik og vilja bara ekki tapa honum og ef þeir vinna komast þeir í sjö stiga forystu á okkur. Þannig að það er smá pressa á okkur, sem við setjum bara sjálfir á okkur en við erum ekki farnir að hugsa neitt lengra en bara næsti leikur. Núna erum við komnir í undanúrslit og áhugavert að sjá hverja við fáum þar. Evrópukeppni fer svo að hefjast fljótlega og vonandi fáum við einhvern drauma andstæðing þar því við getum lent á móti mjög erfiðum andstæðingi. Vonandi tekst okkur að fara allavegana einni umferð lengra, jafnvel tvær. Það væri alveg geggjað.“
Mjólkurbikar karla Valur Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Fleiri fréttir Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Sjá meira