Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 14:24 Hunter Biden mætir til dóms í Wilmington í Delaware á föstudag. Hann segist saklaus af því að hafa keypt byssu ólöglega fyrir sex árum. AP/Matt Slocum Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á opinberu eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Alríkislög banna fólki í virkri neyslu að kaupa skotvopn. Biden segist saklaus af ákærunni. Saksóknarar lögðu mál sitt í dóm fyrir helgi en verjendurnir kölluðu meðal annars eiganda byssubúðarinnar þar sem Biden keypti byssuna og Naomi Biden, dóttur hans til vitnis. Hún, fyrrverandi eiginkona Biden, fyrrverandi kærasta og mágkona hafa lýst því fyrir dómi hvernig þær fundu oft fíkniefni og tól sem tengjast fíkniefnaneyslu heima hjá honum. Þær hafi haft áhyggjur af versnandi fíknivanda hans. Biden tjáði dómaranum að hann hefði verið alsgáður frá árinu 2019, árinu eftir meint brot hans. Verjandi hans sagði kviðdómi við upphaf réttarhaldanna að Biden hefði ekki ætlað sér að blekkja yfirvöld vegna þess að hann hefði ekki litið á sjálfan sig sem fíkil á þeim tíma sem hann keypti byssuna. Byssan var í vörslu Biden í ellefu daga, allt þar til ekkja bróður hans fann hana og henti henni. Refsiviðmið fyrir brot af því tagi sem Biden er ákærður fyrir hljóða upp á fimmtán til tuttugu og eins mánaðar fangelsi. Reuters-fréttastofan segir að sakborningar hljóti þó oft vægari dóma. Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á opinberu eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Alríkislög banna fólki í virkri neyslu að kaupa skotvopn. Biden segist saklaus af ákærunni. Saksóknarar lögðu mál sitt í dóm fyrir helgi en verjendurnir kölluðu meðal annars eiganda byssubúðarinnar þar sem Biden keypti byssuna og Naomi Biden, dóttur hans til vitnis. Hún, fyrrverandi eiginkona Biden, fyrrverandi kærasta og mágkona hafa lýst því fyrir dómi hvernig þær fundu oft fíkniefni og tól sem tengjast fíkniefnaneyslu heima hjá honum. Þær hafi haft áhyggjur af versnandi fíknivanda hans. Biden tjáði dómaranum að hann hefði verið alsgáður frá árinu 2019, árinu eftir meint brot hans. Verjandi hans sagði kviðdómi við upphaf réttarhaldanna að Biden hefði ekki ætlað sér að blekkja yfirvöld vegna þess að hann hefði ekki litið á sjálfan sig sem fíkil á þeim tíma sem hann keypti byssuna. Byssan var í vörslu Biden í ellefu daga, allt þar til ekkja bróður hans fann hana og henti henni. Refsiviðmið fyrir brot af því tagi sem Biden er ákærður fyrir hljóða upp á fimmtán til tuttugu og eins mánaðar fangelsi. Reuters-fréttastofan segir að sakborningar hljóti þó oft vægari dóma.
Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44