Íslenski boltinn

Á­fall fyrir botn­lið Þróttar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sierra Marie Lelli í leik gegn Fylki fyrr á leiktíðinni.
Sierra Marie Lelli í leik gegn Fylki fyrr á leiktíðinni. Vísir/Anton Brink

Sierra Marie Lelli, leikmaður botnliðs Þróttar Reykjavíkur í Bestu deildar kvenna í fótbolta, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hún varð fyrir í æfingaleik gegn U-23 ára landsliði Íslands.

Þróttur mætti U-23 ára landsliði kvenna í nýafstöðnu landsleikjahléi kvenna. Samkvæmt frétt Fótbolti.net sleit Sierra bæði krossband í hné og liðband í leiknum.

Hin 31 árs gamla Sierra er uppalin í Bandaríkjunum en kom hingað til lands 2017 til að spila með Þrótti um sumarið. Hún sneri aftur til Íslands árið 2019 og spilaði þá með Haukum. Síðan þá hefur hún sest hér að og samdi við Þrótt fyrir síðustu leiktíð.

Þróttur R. situr á botni Bestu deildarinnar með fjögur stig að loknum sjö umferðum, tveimur stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×