Orkuskipti í forgang Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 10. júní 2024 17:00 Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Staðreyndin er hins vegar sú að við siglum inn í loftslagsbreytingar á alltof miklum hraða. Sífrerinn í Síberíu er farinn að bráðna og losa metan út í andrúmsloftið. Metan er um 24 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Ef sífrerinn bráðnar allur verður ekki hægt að stöðva hamfarakenndar loftslagsbreytingar. Vísindamaðurinn James Hansen sem var yfirmaður Nasa Goddard Space Intitute, hefur skrifað bók sem heitir Stormar barnabarnanna minna. Þar lýsir hann óstöðugleikatímabili í andrúmslofti jarðar, þar sem jafnvæginu hefur verið raskað en nýtt jafnvægi er ekki enn komið á. James Hansen segir að lægðir í andrúmsloftinu eigi almennt eftir að dýpka og fellibyljir og vetrarstormar verða ofsafengnari og algengari. Skrýtin frávik eins og snjókoma í júní verða algengari. Grænlandsjökulsísinn bráðnar hratt og ef allir jöklar jarðar bráðna á næstu 150 – 500 árum mun sjávarborð hækka um allan heim um 70 metra frá því sem nú er. Það er því tímabært að senda verkfræðinga til Hollands til þess að við Íslendingar lærum hvernig við getum varið byggðina við ströndina fyrir hækkandi sjávarborði. Þetta mun koma til með að skipta jafn miklu máli og snjóflóðavarnargarðarnir hafa gert. Hvað er hægt að gera. Jú ég er að skrifa þessa grein einmitt til þess að gera eitthvað, en vissulega finn ég fyrir vanmætti mínum. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að flýta orkuskiptum, byggja vindmyllubúgarða við Búrfell í Hekluhafi og annarsstaðar þar sem landslag þolir vindmyllur. Hins vegar á ekki að byggja vindmyllubúgarða í Norðurárdal, þar sem um upprunalegt landnámsskóglendi er að ræða og ósnortið svæði. Rafmagnsbílar eru framtíðin hvernig sem rafmagnið verður framleitt. Það skortir ekki virkjanir. Íslendingar framleiða fimm sinnum meiri raforku en almenningur þarf. Hins vegar þarf að bæta dreifikerfið og Landsnet og verkfræðistofurnar þurfa að fá meira fjármagn til þess að geta lagað innviðina í flutningskerfinu. Það á einnig að byggja vindmyllur við þær vatnsaflsvirkjanir sem til staðar eru og nýta þannig virkjanirnar betur. Svo er auðvitað reiðhjólið besta uppfinning allra tíma. Gott að ganga í vinnuna eða hjóla. Hvet fólk til þess að sameinast í bíla og við gætum svo auðveldlega sparað orku og geymt stærstu virkjanirnar og virkjanakostina fyrir komandi kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þurfa orku eins og við. Höfundur er M.Sc. umhverfisefnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Veröldin stefnir núna hraðbyri inn í flöskuháls fjöldaútdauða tegunda ásamt yfirstandandi loftslagsbreytingum. Alþjóðlega er stefnt að því að halda hækkun á meðalhita jarðar innan við 2 gráður á Celsius, en málið er ekki svo einfalt. Mikil afneitun er í gangi og stjórnmálamenn yst á hægri væng stjórnmálanna, sem afneita vísindalegum niðurstöðum loftslagsvísinda, njóta mikils og vaxandi fylgis. Staðreyndin er hins vegar sú að við siglum inn í loftslagsbreytingar á alltof miklum hraða. Sífrerinn í Síberíu er farinn að bráðna og losa metan út í andrúmsloftið. Metan er um 24 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Ef sífrerinn bráðnar allur verður ekki hægt að stöðva hamfarakenndar loftslagsbreytingar. Vísindamaðurinn James Hansen sem var yfirmaður Nasa Goddard Space Intitute, hefur skrifað bók sem heitir Stormar barnabarnanna minna. Þar lýsir hann óstöðugleikatímabili í andrúmslofti jarðar, þar sem jafnvæginu hefur verið raskað en nýtt jafnvægi er ekki enn komið á. James Hansen segir að lægðir í andrúmsloftinu eigi almennt eftir að dýpka og fellibyljir og vetrarstormar verða ofsafengnari og algengari. Skrýtin frávik eins og snjókoma í júní verða algengari. Grænlandsjökulsísinn bráðnar hratt og ef allir jöklar jarðar bráðna á næstu 150 – 500 árum mun sjávarborð hækka um allan heim um 70 metra frá því sem nú er. Það er því tímabært að senda verkfræðinga til Hollands til þess að við Íslendingar lærum hvernig við getum varið byggðina við ströndina fyrir hækkandi sjávarborði. Þetta mun koma til með að skipta jafn miklu máli og snjóflóðavarnargarðarnir hafa gert. Hvað er hægt að gera. Jú ég er að skrifa þessa grein einmitt til þess að gera eitthvað, en vissulega finn ég fyrir vanmætti mínum. Það er mjög mikilvægt í þessari stöðu að flýta orkuskiptum, byggja vindmyllubúgarða við Búrfell í Hekluhafi og annarsstaðar þar sem landslag þolir vindmyllur. Hins vegar á ekki að byggja vindmyllubúgarða í Norðurárdal, þar sem um upprunalegt landnámsskóglendi er að ræða og ósnortið svæði. Rafmagnsbílar eru framtíðin hvernig sem rafmagnið verður framleitt. Það skortir ekki virkjanir. Íslendingar framleiða fimm sinnum meiri raforku en almenningur þarf. Hins vegar þarf að bæta dreifikerfið og Landsnet og verkfræðistofurnar þurfa að fá meira fjármagn til þess að geta lagað innviðina í flutningskerfinu. Það á einnig að byggja vindmyllur við þær vatnsaflsvirkjanir sem til staðar eru og nýta þannig virkjanirnar betur. Svo er auðvitað reiðhjólið besta uppfinning allra tíma. Gott að ganga í vinnuna eða hjóla. Hvet fólk til þess að sameinast í bíla og við gætum svo auðveldlega sparað orku og geymt stærstu virkjanirnar og virkjanakostina fyrir komandi kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þurfa orku eins og við. Höfundur er M.Sc. umhverfisefnafræðingur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar