Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:36 Áætlaður kostnaður vegna opnunar sendiráðs í Madríd nemur 177 milljónum króna á næsta ári en 132 milljónum árin 2026 til 2029. EPA Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu. Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í álitinu, sem meiri hluti nefndarinnar birti á föstudag, leggur hann til breytingartillögu af fjórum tilfellum, þar á meðal opnun sendiráðs á Spáni. Aðrar breytingartillögur snúa að lögreglu, dómstólum og samruna Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Álag á kjörræðismönnum Fram kemur að Spánn hafi rekið sendiskrifstofu á Íslandi frá árinu 2019 en Ísland sé eina ríkið innan NATÓ sem hefur ekki sendiráð í Madríd. Ísland hefur eingöngu verið með kjörræðismenn á Spáni, en sendiherra gagnvart ríkinu setið í París. „Spánn er fjórða fjölmennasta ríki Evrópusambandsins og um 3.500 Íslendingar eiga fasta búsetu á Spáni, en að auki eru mörg þúsund Íslendingar sem dvelja þar tímabundið sem ferðamenn og dvalargestir árið um kring. Mikið álag er á kjörræðismönnum Íslands á Spáni vegna verkefna sem tengjast þessum hópi,“ segir í álitinu. Morgunblaðið fjallaði nýlega um tillögu utanríkisráðuneytisins um opnun sendiráðs á Spáni. Þar segir að tillagan hafi áður verið til umfjöllunar en ekki hlotið brautargengi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur látið málið sig varða og ræddi málið í Bítinu fyrir skömmu. Þar sagði hann þingmenn Pírata hafa fundið fyrir skýrum vilja til að bæta þá þjónustu við Íslendinga erlendis sem sendiráð veita, og þá sérstaklega frá fólki sem býr á Spáni. Þar sem ekki sé sendiráð sé erfitt að fá þjónustu sem fæst í löndum þar sem sendiráð eru til staðar. Kostar mikið að vera ekki með sendiráð Hann sagði að það sem stöðvi opnun sendiráðs vera vilja ráðuneytisins en fjármagn hafi verið helsta hindrunin. Það kosti að vera með starfsfólk og skrifstofu. „En það gleymist oft að kostnaðurinn við að vera með það ekki er mjög mikill,“ sagði Gísli og vísaði til þess að áttatíu prósent af þeirri þjónustu sem borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins veiti sé vegna fólks á Spáni. Samkvæmt áliti fjárlaganefndar er kostnaðaráætlun vegna opnunar sendiráðs um 132 milljónir króna á ári, fyrir utan fyrsta árið þegar stofnkostnaður bætist við og miðað sé við 177 milljón króna gjöld árið 2025. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem skýrðar eru í álitinu. Íslenska ríkið er með 17 sendiráð um allan heim og svo fjölda sendiskrifstofa. Flest sendiráðin og sendiskrifstofurnar eru í Evrópu.
Sendiráð Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Spánn Tengdar fréttir Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48 Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað. 22. maí 2024 10:48
Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað. 21. maí 2024 17:50