Easyjet flaug á milli Gatwick-flugvallar við London og Akureyrar í vetur og er það sagt hafa gengið vel í tilkynningu á vef markaðsstofu Norðurlands. Flogið verður til Manchester og London á laugardögum og þriðjudögum í vetur.
Sú staðreynd að Bretar séu sú þjóð sem leggur helst leið sína til Íslands yfir vetrartímann er sögð spila stórt hlutverk í ákvörðun Easyjet um að fljúga beint til Norðurlands. Einnig hafi heimamenn tekið því fagnandi að geta flogið beint til Bretlands og þaðan áfram út í heim. Tengimöguleikar þeirra eru sagðir aukast enn frekar með flugi til Manchester.