Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júní 2024 11:35 Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent