Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2024 13:01 Gosmengun frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni í dag. vísir Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir óljóst hver staðan á landrisinu sé en það muni koma í ljós á næstu dögum. Kvikuflæði sé inn í Svartsengi og gera megi ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Hækkun á fína svifrykinu Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni sem mun samkvæmt verkefnastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. „Við sjáum á loftgæðamælistöðvunum í borginni hækkun á fína svifrykinu og við sjáum líka hækkun á brennisteinsdíoxíð. Það er einkennandi fyrir þessa gosmóðu að við getum illa mælt hana beint en við sjáum vísbendingarnar þegar gildin í fína svifrykinu hækka þannig að ástandið er ekkert sérstaklega gott,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fólki ráðlagt frá hreyfingu utandyra Þeir sem eru hraustir gætu þó fundið fyrir sviða í öndunarfærum og slímhúð. Þá er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. „Það eru leiðbeiningar inni á loftgæði.is til að styðjast við með útivist þegar gosmengun er í gangi.“ Svava segir skynsamlegt að loka gluggum á meðan móðan liggur yfir svæðinu. „Og reyna, að ef fólk er að keyra í borginni í einhvern tíma, að vera með hringrásina á í bílnum, að draga ekki loft inn í bílinn.“ Til hverra ná þessar leiðbeiningar, allra á höfuðborgarsvæðinu? „Já eins og þetta lítur út á gasdreifingarspá Veðurstofunnar og í mælistöðvunum þá virðist þetta dreifast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Tengdar fréttir Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir óljóst hver staðan á landrisinu sé en það muni koma í ljós á næstu dögum. Kvikuflæði sé inn í Svartsengi og gera megi ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Hækkun á fína svifrykinu Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni liggur yfir höfuðborginni sem mun samkvæmt verkefnastjóra hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa áhrif á þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. „Við sjáum á loftgæðamælistöðvunum í borginni hækkun á fína svifrykinu og við sjáum líka hækkun á brennisteinsdíoxíð. Það er einkennandi fyrir þessa gosmóðu að við getum illa mælt hana beint en við sjáum vísbendingarnar þegar gildin í fína svifrykinu hækka þannig að ástandið er ekkert sérstaklega gott,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Fólki ráðlagt frá hreyfingu utandyra Þeir sem eru hraustir gætu þó fundið fyrir sviða í öndunarfærum og slímhúð. Þá er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. „Það eru leiðbeiningar inni á loftgæði.is til að styðjast við með útivist þegar gosmengun er í gangi.“ Svava segir skynsamlegt að loka gluggum á meðan móðan liggur yfir svæðinu. „Og reyna, að ef fólk er að keyra í borginni í einhvern tíma, að vera með hringrásina á í bílnum, að draga ekki loft inn í bílinn.“ Til hverra ná þessar leiðbeiningar, allra á höfuðborgarsvæðinu? „Já eins og þetta lítur út á gasdreifingarspá Veðurstofunnar og í mælistöðvunum þá virðist þetta dreifast yfir allt höfuðborgarsvæðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Tengdar fréttir Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41
Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24