Segir allan áburð um kynferðisbrot úr lausu lofti gripinn Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2024 15:30 Frystitogarinn Polar Nanoq við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Grænlenska útgerðin hefur tekið áburð um meint kynferðisbrot óstinnt upp en vill ekki viðtal á þessu stigi að ráði lögmanna sinna. vísir/eyþor Frans Heilmann útgerðarstjóri Sigguk A/S, sem er undir hatti Polar Seafood, segir fréttaflutning af meintu kynferðisbroti í frystitogaranum Polar Nanoq illskiljanlegan og ömurlegan. „Þetta snýst um tilkynningu um þjófnað um borð í Polar Nanoq,“ segir Heilmann í samtali við Sermitsiaq, sem er stærsti fjölmiðill Grænlands. Málið hafi ekkert með kynferðisbrot að gera Það var Ríkisútvarpið sem greindi frá því að skipverji á Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. „Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa farið með þolandann, konu, um borð í skipið í nótt og brotið á henni.“ Aðrir miðlar fengu þetta síðan staðfest frá lögreglu. Frans Heilmann segir hins vegar nákvæmlega ekkert hæft í þessu; frásagnir íslenskra miðla af því sem þarna átti sér stað sé út í hött. Þetta snúist um tilkynningu um þjófnað um borð. Þegar Vísir falaðist eftir samtali við Frans Heilmann sagðist hann að ráði lögmanna sinna ekki geta tjáð sig meðan frekari rannsókn á þeirra vegum hefur farið fram. Ástæðulaust að valda ótta heima fyrir Í Sermitsiaq er hins vegar vitnað í Heilmann sem segir ekkert styðja þessa frásögn; að handtaka hafi farið fram vegna gruns um kynferðisbrot. Frystitogarinn fór frá Íslandi í gær og eru allir í áhöfninni um borð. Engin grunur er uppi um neitt misjafnt af þeirra hálfu. Heilmann segist ekki vita hvernig sagan bjagaðist með þessum hætti en útgerðarfélagið sé nú að athuga hjá íslensku lögreglunni hvernig upplýsingagjöf var háttað. Lögreglan sé að rannsaka málið sem grun um þjófnað. Öllum í áhöfninni líði vel og það sé miður að aðstandendum þeirra hafi, með þessum hætti, verið valdið áhyggjum og jafnvel ótta, útskýrir Frans Heilmann. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónnn segist nú rétt í þessu ekki geta staðfest orð Frans Heilmann, ekki á þessu stigi máls. Málið sé í rannsókn. Lögreglumál Sjávarútvegur Grænland Tengdar fréttir Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56 Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sendir fráfarandi bæjarstjóra pillu vegna knatthúsanna Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
„Þetta snýst um tilkynningu um þjófnað um borð í Polar Nanoq,“ segir Heilmann í samtali við Sermitsiaq, sem er stærsti fjölmiðill Grænlands. Málið hafi ekkert með kynferðisbrot að gera Það var Ríkisútvarpið sem greindi frá því að skipverji á Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. „Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa farið með þolandann, konu, um borð í skipið í nótt og brotið á henni.“ Aðrir miðlar fengu þetta síðan staðfest frá lögreglu. Frans Heilmann segir hins vegar nákvæmlega ekkert hæft í þessu; frásagnir íslenskra miðla af því sem þarna átti sér stað sé út í hött. Þetta snúist um tilkynningu um þjófnað um borð. Þegar Vísir falaðist eftir samtali við Frans Heilmann sagðist hann að ráði lögmanna sinna ekki geta tjáð sig meðan frekari rannsókn á þeirra vegum hefur farið fram. Ástæðulaust að valda ótta heima fyrir Í Sermitsiaq er hins vegar vitnað í Heilmann sem segir ekkert styðja þessa frásögn; að handtaka hafi farið fram vegna gruns um kynferðisbrot. Frystitogarinn fór frá Íslandi í gær og eru allir í áhöfninni um borð. Engin grunur er uppi um neitt misjafnt af þeirra hálfu. Heilmann segist ekki vita hvernig sagan bjagaðist með þessum hætti en útgerðarfélagið sé nú að athuga hjá íslensku lögreglunni hvernig upplýsingagjöf var háttað. Lögreglan sé að rannsaka málið sem grun um þjófnað. Öllum í áhöfninni líði vel og það sé miður að aðstandendum þeirra hafi, með þessum hætti, verið valdið áhyggjum og jafnvel ótta, útskýrir Frans Heilmann. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónnn segist nú rétt í þessu ekki geta staðfest orð Frans Heilmann, ekki á þessu stigi máls. Málið sé í rannsókn.
Lögreglumál Sjávarútvegur Grænland Tengdar fréttir Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56 Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sendir fráfarandi bæjarstjóra pillu vegna knatthúsanna Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56
Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22