Mesta mengunin vegna gossins mælst í Skotlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 21:47 Þorsteinn segir vindátt algjörlega ráða því hvernig aðstæður eru vegna eldgossins. Vísir/Sigurjón Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í dag. Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir vindátt stjórna því hvert gosmóðan fer hverju sinni. Í dag hafi verið hægviðri í fyrsta sinn frá því að gosið hófst og því hafi móðan lagst yfir höfuðborgarsvæðið. Þorsteinn segir gildi mengunar hafa mælst mjög há í dag. Hæst hafi gildin farið yfir 700 míkrógrömm og það sé með því meira sem hafi mælst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu eldgosum. Í menguninn voru bæði brennisteinsdíoxíð gas (SO2) og fíngert svifryk sem er súlfat agnir (SO4). Hann segir ekki um að ræða eiturgas og það sé afar ertandi, sérstaklega fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir. „Það finnur rækilega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn og það eigi við um fólk með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma. Þau geti þurft að auka við lyfjagjöf. Auk þess séu ung börn viðkvæm fyrir slíkri mengun. Samkvæmt ráðleggingum voru leikskólabörn inni í dag og ungmenni send heim úr Vinnuskólanum. Þá var fólk einnig ráðlagt frá því að stunda hreyfingu úti. Þorsteinn segir að við áreynslu utandyra andi fólk þrisvar til fjórum sinnum meira og þá margfaldist áhrif mengunarinnar. Því hafi fólki verið ráðlagt að stunda ekki hreyfingu utandyra en það hafi verið allt í lagi að fara á milli staða og sinna erindum. Mengun vegna eldgossins hefur mælst víða. Þorsteinn segir að í Skotlandi hafi mælst hár styrkur mengunar stuttu eftir að það hófst. „Hæsti styrkur sem mældist í þessu gosi. Það var Umhverfisstofnun Skotlands sem mældi það í Edinborg. Tveimur dögum eftir að gosið hófst. Toppur upp á 1100 míkrógrömm og við höfum ekki séð það hér í þessu gosi,“ segir Þorsteinn og að það sýni vel hversu langt mengunin getur borist og hvað hún getur verið óútreiknanleg. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skotland Umhverfismál Tengdar fréttir Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01 Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þorsteinn segir gildi mengunar hafa mælst mjög há í dag. Hæst hafi gildin farið yfir 700 míkrógrömm og það sé með því meira sem hafi mælst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu eldgosum. Í menguninn voru bæði brennisteinsdíoxíð gas (SO2) og fíngert svifryk sem er súlfat agnir (SO4). Hann segir ekki um að ræða eiturgas og það sé afar ertandi, sérstaklega fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir. „Það finnur rækilega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn og það eigi við um fólk með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma. Þau geti þurft að auka við lyfjagjöf. Auk þess séu ung börn viðkvæm fyrir slíkri mengun. Samkvæmt ráðleggingum voru leikskólabörn inni í dag og ungmenni send heim úr Vinnuskólanum. Þá var fólk einnig ráðlagt frá því að stunda hreyfingu úti. Þorsteinn segir að við áreynslu utandyra andi fólk þrisvar til fjórum sinnum meira og þá margfaldist áhrif mengunarinnar. Því hafi fólki verið ráðlagt að stunda ekki hreyfingu utandyra en það hafi verið allt í lagi að fara á milli staða og sinna erindum. Mengun vegna eldgossins hefur mælst víða. Þorsteinn segir að í Skotlandi hafi mælst hár styrkur mengunar stuttu eftir að það hófst. „Hæsti styrkur sem mældist í þessu gosi. Það var Umhverfisstofnun Skotlands sem mældi það í Edinborg. Tveimur dögum eftir að gosið hófst. Toppur upp á 1100 míkrógrömm og við höfum ekki séð það hér í þessu gosi,“ segir Þorsteinn og að það sýni vel hversu langt mengunin getur borist og hvað hún getur verið óútreiknanleg.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skotland Umhverfismál Tengdar fréttir Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01 Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01
Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41
Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24
Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50