„Þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júní 2024 21:48 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð ánægður með liðið en afar ósáttur með vítaspyrnuna sem dæmd var á Keflavík. „Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum. Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum.
Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira