Innlent

Björguðu hesti úr sjálf­heldu í Skaga­firði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hafdís telur að hesturinn sé um 300 metra frá veginum.
Hafdís telur að hesturinn sé um 300 metra frá veginum. Aðsend

Þrír straumvatnsbjörgunarmenn á vegum Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit björguðu í kvöld hesti úr sjálfheldu á sandhólma á Héraðsvötnum í Skagafirði.

„Þeir eru að rölt í rólegheitum til hans og ég reikna ekki með öðru en að þetta gangi vel. Þeir eru með taum og brauð og eitthvað meira á leiðinni,“ segir Hafdís Einarsdóttir sem er í björgunarsveitinni og tók þátt í aðgerðunum í kvöld.

Hún segir hestinn hafa verið í sjálfheldu um 300 metra frá veginum.

„Það eru grynningar á Héraðsvötnunum. Þetta er ekki djúpt. Straumvatnsbjörgunarmennirnir þurftu ekki að synda, þeir löbbuðu til hans,“ segir Hafdís.

Hesturinn er dæmigerður reiðhestur. Hún segir að líklega þori hann ekki sjálfur yfir því þegar hann setji fótanna í sandinn í vatninu þá sökkvi hann.

„Hann fer örugglega á eftir mönnunum þegar þeir leggja af stað.“

Hesturinn var fastur á sandhólma.Aðsend




Fleiri fréttir

Sjá meira


×