Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2024 13:08 Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995, hefur staðið sig einstaklega vel með sínum sjálfboðaliðum að hreinsa fjörur landsins í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira