Handbolti

Kári Kristján verður á­fram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári Kristján í leik með ÍBV á dögunum.
Kári Kristján í leik með ÍBV á dögunum. vísir/pawel

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV.

Hann gaf til kynna að eftir síðasta tímabil að það væri hans síðasta en nú hefur Eyjamaðurinn tekið þá ákvörðun að spila með ÍBV í efstu deild á því næsta.

„Já ég tek annað hókípókí með krökkunum,“ segir Kári léttur í samtal við Vísi.

„Það er eitthvað eftir af handbolta í þessum skrokk og mig langar í meira af málmi fyrir Bandalagið,“ segir Kári sem

ÍBV komst í undanúrslit á síðasta móti og féll úr leik þar gegn FH sem varð að lokum Íslandsmeistari í Olís-deild karla. Kári varð meistari með ÍBV árið 2023 og stefnir á að ná í fleiri titla. Kári verður fertugur í lok október en spilar því fertugur með ÍBV á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×