Borða með puttunum á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2024 21:04 Friðrik Pálsson á Hótel Rangá, sem segir uppátækið í hellunum við Hellu hafa algjörlega slegið í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands. Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira