Fjórar brýnar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 12. júní 2024 12:00 Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar