Frederiksen víkur fyrir Bird Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 12:08 Barinn Frederiksen á horni Naustanna og Tryggvagötu víkur fyrir barnum Bird eftir tíu ára rekstur. Vísir/Samsett Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri. Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Stella segir í samtali við fréttastofu að síðustu ár hafi verið erfið fyrir veitingarekstur og að hvert áfallið hafi komið á eftir öðru. Gatnaframkvæmdir hafi sett strik í reikninginn og þá hafi heimsfaraldur kórónuveirunnar verið reiðarslagið. „Svona er bara að vera í „business,“ það er alls konar. Maður tekur því sem fyrir höndum ber.“ segir Stella. Bar með mat Í húsnæði Frederiksens opnar nýr staður á föstudaginn klukkan fjögur sem ber nafnið Bird. Kjartan Óli Ólafsson, einn eigenda nýja staðarins, lýsir honum sem „bar með mat.“ Eigendur staðarins eru allir kokkar og stefna að því að bjóða upp á bestu samlokur bæjarins sem eldaðar verða á barnum. Áætlunin er að staðurinn verði opin til klukkan þrjú um nótt um helgar og að dagskráin verði stútfull af lifandi tónleikum og plötusnúðum að troða upp. Stefnt er að því að halda tónleikaröð á fimmtudögum og partí um helgar. „Maturinn verður grillaðar ostasamlokur með sous-vide elduðu nauti eða lambi. Við pikklum allt sjálfir og búum til kartöfluflögur með þessu sjálfir. Þetta verða 300 gramma samlokur. Ostameistari MS er að koma að para ostana sem fara í samlokurnar með bjórunum,“ segir Kjartan. Bolapressa á barnum Samlokurnar munu heita á eftir dauðarokkshljómsveitum en Kjartan segir að barinn sé ekki dauðarokksbar. Á Bird verður einnig hægt að fá prentað á boli þar sem bolapressa verður til ráðstöfunar á sjálfum barnum. „Það er bara úr að ofan og við prentum á bolinn þinn.“ Bird opnar klukkan fjögur á föstudaginn og plötusnúðar munu þeyta skífum langt fram eftir nóttu.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira