UNICEF skóli Laugardals við Kirkjuteig Tryggvi Scehving Thorsteinsson skrifar 12. júní 2024 13:01 Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kynþáttafordómar Grunnskólar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun