Óvíst með afdrif vopnahléstillögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 12:43 Fjölskyldur og stuðningsmenn ísraelskra gísla í haldi Hamas mótmæltu fyrir utan á meðan utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í gær. AP/Leo Correa Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum. Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13