Áhugaverðar ákvarðanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 12. júní 2024 17:00 Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna. Ýmsar vangaveltur eru um ástæður fyrir þessum umbreytingum eins og t.d. hækkun innflutningsgjalda, kílómetragjald á rafbíla, afnám VSK ívilnunar, hátt vaxtastig o.s.frv. Mikilvægt er að bregðast við þessu ef ekki á illa að fara í orkuskipta- og loftslagsmálum landsins. Ef staða nýskráninga á árinu er greind kemur þó ýmislegt áhugavert í ljós sem erfitt er að átta sig almennilega á. Hér er einungis verið að fjalla um nýskráningar á bílum þ.e. kaup á glænýjum bílum og þar með þann hóp kaupenda sem hefur einfaldlega efni á að kaupa nýja bíla yfirleitt. Þrátt fyrir minni ívilnanir og kílómetragjald þá eru kaup á nýjum rafbílum oft á tíðum mun betri kostur en sambærilegur bensín- eða dísilbíll. Skoðum þetta nánar: Kaupverð Tökum dæmi um fjórhjóladrifin (AWD) jeppling annarsvegar frá þekktum japönskum framleiðanda og svo sambærilegan rafbíl (533 km hámarksdrægni) frá þekktum bandarískum framleiðanda. Uppgefið verð söluaðila Rafbíll 8.000.000 kr. Rafbíll með styrk 7.100.000 kr. Bensínbíll 8.400.000 kr. Mismunur 1.300.000 kr. Í þessu raunverulega dæmi er bensínbíllinn dýrari í innkaupum með og án styrks úr Orkusjóði. Af þessari ákveðnu tegund bensínbíls er búið að nýskrá tæplega 150 stykki á þessu ári. Sem sagt tæplega150 ákvarðanir um að borga meira fyrir bíl svo hægt sé að brenna erlendri mengandi orku. Rekstrarkostnaður Ef við skoðum orkukostnað sömu bíla. Hvað kostar þá grunnþjónusta rafbíla í samanburði við bensínbíla? Ef borinn er saman orkukostnaður miðað við 100 km sést að miðað við núverandi eldsneytis- og raforkuverð (300 kr/L og 18 kr/kWst) kosta 100 km í bensínbíl (7 L/100km) 2.100 kr. en aðeins 324 kr. fyrir rafbílinn (18 kWst/100 km). Ef við bætum við kílómetragjaldi sem er 6 kr/km á rafbílinn fer kostnaðurinn á 100 km upp í 924 kr. 100 km akstur Kostnaður án kílómetragjalds Kostnaður með kílómetragjaldi Rafbíll 324 kr. 924 kr. Bensínbíll 2.100 kr. 2.100 kr. Mismunur 1.776 kr. 1.176 kr. Eins og sjá má er helmingi ódýrara að keyra rafbíl en sambærilegan bensínbíl þrátt fyrir að rafbíllinn borgi nú sinn hluta af kostnaði við vegakerfið með kílómetragjaldi. Munurinn minnkar aðeins ef hlaðið er með dýrari hraðhleðslu en yfirgnæfandi hluti hleðslu fæst venjulega í heimahleðslum. Hundrað þúsund kílómetra akstur sparar því vel rúmlega milljón krónur. Sparnaður í orkukostnaði einn og sér gerir því rafbíl að augljósum kosti og minni viðhaldskostnaður er því í raun bara bónus. Hér er einungis verið að taka einstakt dæmi sem segir alls ekki alla söguna en samt er alveg ljóst að hér og þar er verið að taka mjög áhugaverðar ákvarðanir í bílakaupum. Það er sem sagt hægt að finna raunveruleg dæmi um kaupendur sem borga meira fyrir nýja bensínbifreið en sambærilegan rafbíl og vilja jafnframt borga hærri orkukostnað á hvern ekinn km. Það er áhugavert að einhverjir séu tilbúnir borga slíkan aukakostnað til að tryggja áframhaldandi brennslu á erlendri olíu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun