Luka ósáttur með dómgæsluna: „Aldrei komið fyrir mig áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Luka skoraði 27 stig í nótt. Tim Heitman/Getty Images Luka Dončić var allt annað en sáttur með dómgæsluna í þriðja leik Dallas Mavericks og Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn. Leikur næturinnar var gríðarlega jafn allt fram að hálfleik en í þriðja leikhluta settu gestirnir frá Boston í fimmta gír og stungu hreinlega af. Dallas tókst hins vegar að klóra í bakkann og munurinn var kominn niður í þrjú stig þegar Luka, sem var aðeins með tvær villur þegar fjórði leikhluti hófst, var sendur af velli eftir að fá sína sjöttu villu. Þetta var í aðeins þriðja skipti á ferli sínum í NBA sem Luka nælir sér í sex villur og er sendur í sturtu. Alls fékk hann fjórar villur á aðeins átta mínútum. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ekki svo að ég muni allavega. Við máttum hreinlega ekki spila fast. Ég vil ekki segja neitt en þú veist, sex villur í úrslitum NBA,“ sagði Luka greinilega ósáttur. Dallas var á 20-2 áhlaupi þegar sjötta villan var dæmd á Luka. Hann var talinn hafa brotið á Jaylen Brown þó svo að Jason Kidd, þjálfari Dallas, hafi mótmælt og dómarnir hafi farið í skjáinn. Luka Dončić fouled out in the fourth quarter of Game 3, halting the Mavericks' comeback in a loss to the Celtics.Dallas now trails 3-0 in the NBA Finals, with Dončić expressing frustration over the calls and the team's missed opportunities.More ⤵️https://t.co/cGlmht9kze— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2024 „Þetta var ekki villa fyrir mér, held að enginn okkar hafi haldið að þetta væri villa,“ sagði Dereck Lively II, leikmaður Dallas. „Mögulega hefðum við átt að áfrýja þeim öllum,“ sagði Kidd aðspurður af hverju Dallas mótmælti ekki fimmtu villunni sem Luka fékk en það var einnig eftir að hann var sagður hafa brotið á Brown. „Við munum trúa allt til enda,“ sagði Luka að lokum en ekkert lið í sögu úrslita NBA hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir. Körfubolti NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Leikur næturinnar var gríðarlega jafn allt fram að hálfleik en í þriðja leikhluta settu gestirnir frá Boston í fimmta gír og stungu hreinlega af. Dallas tókst hins vegar að klóra í bakkann og munurinn var kominn niður í þrjú stig þegar Luka, sem var aðeins með tvær villur þegar fjórði leikhluti hófst, var sendur af velli eftir að fá sína sjöttu villu. Þetta var í aðeins þriðja skipti á ferli sínum í NBA sem Luka nælir sér í sex villur og er sendur í sturtu. Alls fékk hann fjórar villur á aðeins átta mínútum. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ekki svo að ég muni allavega. Við máttum hreinlega ekki spila fast. Ég vil ekki segja neitt en þú veist, sex villur í úrslitum NBA,“ sagði Luka greinilega ósáttur. Dallas var á 20-2 áhlaupi þegar sjötta villan var dæmd á Luka. Hann var talinn hafa brotið á Jaylen Brown þó svo að Jason Kidd, þjálfari Dallas, hafi mótmælt og dómarnir hafi farið í skjáinn. Luka Dončić fouled out in the fourth quarter of Game 3, halting the Mavericks' comeback in a loss to the Celtics.Dallas now trails 3-0 in the NBA Finals, with Dončić expressing frustration over the calls and the team's missed opportunities.More ⤵️https://t.co/cGlmht9kze— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2024 „Þetta var ekki villa fyrir mér, held að enginn okkar hafi haldið að þetta væri villa,“ sagði Dereck Lively II, leikmaður Dallas. „Mögulega hefðum við átt að áfrýja þeim öllum,“ sagði Kidd aðspurður af hverju Dallas mótmælti ekki fimmtu villunni sem Luka fékk en það var einnig eftir að hann var sagður hafa brotið á Brown. „Við munum trúa allt til enda,“ sagði Luka að lokum en ekkert lið í sögu úrslita NBA hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir.
Körfubolti NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira