Til hamingju með daginn! Árni Guðmundsson skrifar 16. júní 2024 08:01 Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fjórum árum. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Engar skýringar hafa verið gefnar. Þann 20. nóvember 2023 skrifaði ég opinbert bréf, ákall, sem birtist á visir.is, til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar sem ólöglegri netsölu var lýst og óskað svara við því af hverju lögreglan hefði ekki brugðist við kærumálinu. Þar sagði m.a. „Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd.“ Ekkert svar hefur borist frá Höllu. Ákall á lögreglu og ríkissaksóknara Fyrir utan ákallið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þá hef ég einnig sent ákall til ríkissaksóknara dagsett 10. mars 2024. Í því er fjallað um þá alvarlegu og óboðlegu stöðu sem upp er komin þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem er eftirlitsaðili í málinu, hefur ekki klárað málið í á fjórða ár. Á meðan spretta æ fleiri slíkar vefsölur upp og telja að allt sé í lagi. Hagkaup ætlar að ryðjast næst inn á völlinn og það nú í júní. Í bréfinu segir „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir. Það getur ekki talist í lagi að lögreglan klári ekki kæru frá ríkisstofnun í upp undir fjögur ár. Eðlilegast hefði verið að stoppa þessi ólöglegu fyrirtæki strax og kært var. Hér með er því formlega erindi komið á framfæri að ríkissaksóknari kanni ofangreint mál. Svar óskast.“ Ekkert hefur heyrst frá ríkissaksóknara. Bréf breiðfylkingar forvarnarsamtaka Þá hefur breiðfylking forvarnarsamtaka, sem ég tilheyri, sent bæði dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samhljóma bréf 27. mars sl. þar sem þeir voru krafðir skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu. Í bréfinu sagði m.a. “Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.” Réttmætt og góð viðbrögð glæsnýs fjármála- og efnahagsráðherra Nú hefur glænýr fjármála- og efnahagsráðherra loks brugðist við, m.a. sökum öflugs bréfs heilbrigðisráðherra um lýðheilsuþátt einkasölu ríkisins á áfengi, og bent lögreglu höfuðborgarsvæðisins á stöðuna bréflega. Viðbrögð hans eru algerlega eðlileg, réttmæt og góð. Í 4.mgr. 4. gr. áfengislaga segir „Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum“. Lögregla er eftirlitsstjórnvald með leyfishöfum. Það er eðlilegt að ráðuneytið, sem fer með yfirstjórn ÁTVR, beini erindi til lögreglu sem eftirlitsstjórnvalds. Eftirlitshlutverkið gæti leitt til áminningar eða afturköllunar leyfis ef slíkt er fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðherra segir í fréttum að hann telji það athafnaleysi af sinni hálfu að aðhafast ekkert í málefnum netverslana með áfengi. Rétt hjá ráðherranum! Það er athafnaleysi og ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert. Ráðherrar bera nefnilega ábyrgð á málefnasviði sínu. Ætlar dómsmálaráðherra ekki að bera ábyrgð líka? Þeir sem selja og afhenda áfengi í smásölu, sem ólöglega netsalan svo sannarlega er, þurfa leyfi sýslumanna til þess. Hefur dómsmálaráðherra spurnir af því hvort netsalarnir hafi slík leyfi? Ráðherra segir ósátta íbúa geta lagt fram kæru Dómsmálaráðherra segir í fréttaviðtali þann 12. júní sl. á visir.is, þar sem hún setti ofan í við fjármála- og efnahagsráðherra vegna bréfasendingar hans til lögreglu, að hún vilji breyta lögum varðandi áfengisverslun á Íslandi. Það hefur flestum verið ljóst lengi sbr. skriflegt svar hennar til Alþingis á síðasta ári en þar segir „Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem m.a. hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.“ Slík lagabreyting myndi fella ÁTVR og það vilja forvarnarsamtök og lýðheilsuþenkjandi fólk ekki. Í sama viðtali segir hún að hún skiptir sér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Það hefur undirritaður gert, líklega einn allra landsmanna enn sem komið er. Ég kærði sjálfan mig til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 21. desember sl. fyrir að hafa keypt áfengi hjá ólöglegri áfengisnetsölu. Ég hef tvívegis síðan sent lögreglunni fyrirspurn, nú síðast 30. apríl sl., um málið og spurt hvar það sé statt. Ég á rétt á svörum við slíkri fyrirspurn samkvæmt stjórnsýslulögum. Hef ég fengið svar? Nei, ekki enn. Ætli ég verði ekki að bíða í a.m.k. fjögur ár eftir viðbrögðum og niðurstöðu í mínu máli eins og ÁTVR? En ágætu ósáttu íbúar, sem styðjið lýðheilsu framar markaðsvæðingu á áfengi. Þið getið sem sagt lagt inn kæru segir dómsmálaráðherra. Kæru sem leiðir ekki til neins, a.m.k. ekki fyrstu fjögur árin? Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fjórum árum. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Engar skýringar hafa verið gefnar. Þann 20. nóvember 2023 skrifaði ég opinbert bréf, ákall, sem birtist á visir.is, til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar sem ólöglegri netsölu var lýst og óskað svara við því af hverju lögreglan hefði ekki brugðist við kærumálinu. Þar sagði m.a. „Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd.“ Ekkert svar hefur borist frá Höllu. Ákall á lögreglu og ríkissaksóknara Fyrir utan ákallið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þá hef ég einnig sent ákall til ríkissaksóknara dagsett 10. mars 2024. Í því er fjallað um þá alvarlegu og óboðlegu stöðu sem upp er komin þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem er eftirlitsaðili í málinu, hefur ekki klárað málið í á fjórða ár. Á meðan spretta æ fleiri slíkar vefsölur upp og telja að allt sé í lagi. Hagkaup ætlar að ryðjast næst inn á völlinn og það nú í júní. Í bréfinu segir „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir. Það getur ekki talist í lagi að lögreglan klári ekki kæru frá ríkisstofnun í upp undir fjögur ár. Eðlilegast hefði verið að stoppa þessi ólöglegu fyrirtæki strax og kært var. Hér með er því formlega erindi komið á framfæri að ríkissaksóknari kanni ofangreint mál. Svar óskast.“ Ekkert hefur heyrst frá ríkissaksóknara. Bréf breiðfylkingar forvarnarsamtaka Þá hefur breiðfylking forvarnarsamtaka, sem ég tilheyri, sent bæði dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samhljóma bréf 27. mars sl. þar sem þeir voru krafðir skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu. Í bréfinu sagði m.a. “Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.” Réttmætt og góð viðbrögð glæsnýs fjármála- og efnahagsráðherra Nú hefur glænýr fjármála- og efnahagsráðherra loks brugðist við, m.a. sökum öflugs bréfs heilbrigðisráðherra um lýðheilsuþátt einkasölu ríkisins á áfengi, og bent lögreglu höfuðborgarsvæðisins á stöðuna bréflega. Viðbrögð hans eru algerlega eðlileg, réttmæt og góð. Í 4.mgr. 4. gr. áfengislaga segir „Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum“. Lögregla er eftirlitsstjórnvald með leyfishöfum. Það er eðlilegt að ráðuneytið, sem fer með yfirstjórn ÁTVR, beini erindi til lögreglu sem eftirlitsstjórnvalds. Eftirlitshlutverkið gæti leitt til áminningar eða afturköllunar leyfis ef slíkt er fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðherra segir í fréttum að hann telji það athafnaleysi af sinni hálfu að aðhafast ekkert í málefnum netverslana með áfengi. Rétt hjá ráðherranum! Það er athafnaleysi og ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert. Ráðherrar bera nefnilega ábyrgð á málefnasviði sínu. Ætlar dómsmálaráðherra ekki að bera ábyrgð líka? Þeir sem selja og afhenda áfengi í smásölu, sem ólöglega netsalan svo sannarlega er, þurfa leyfi sýslumanna til þess. Hefur dómsmálaráðherra spurnir af því hvort netsalarnir hafi slík leyfi? Ráðherra segir ósátta íbúa geta lagt fram kæru Dómsmálaráðherra segir í fréttaviðtali þann 12. júní sl. á visir.is, þar sem hún setti ofan í við fjármála- og efnahagsráðherra vegna bréfasendingar hans til lögreglu, að hún vilji breyta lögum varðandi áfengisverslun á Íslandi. Það hefur flestum verið ljóst lengi sbr. skriflegt svar hennar til Alþingis á síðasta ári en þar segir „Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem m.a. hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.“ Slík lagabreyting myndi fella ÁTVR og það vilja forvarnarsamtök og lýðheilsuþenkjandi fólk ekki. Í sama viðtali segir hún að hún skiptir sér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Það hefur undirritaður gert, líklega einn allra landsmanna enn sem komið er. Ég kærði sjálfan mig til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 21. desember sl. fyrir að hafa keypt áfengi hjá ólöglegri áfengisnetsölu. Ég hef tvívegis síðan sent lögreglunni fyrirspurn, nú síðast 30. apríl sl., um málið og spurt hvar það sé statt. Ég á rétt á svörum við slíkri fyrirspurn samkvæmt stjórnsýslulögum. Hef ég fengið svar? Nei, ekki enn. Ætli ég verði ekki að bíða í a.m.k. fjögur ár eftir viðbrögðum og niðurstöðu í mínu máli eins og ÁTVR? En ágætu ósáttu íbúar, sem styðjið lýðheilsu framar markaðsvæðingu á áfengi. Þið getið sem sagt lagt inn kæru segir dómsmálaráðherra. Kæru sem leiðir ekki til neins, a.m.k. ekki fyrstu fjögur árin? Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun