„Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu“ Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 11:25 Loga mislíkaði fliss Bjarna og lá ekki á því í þingsal nú fyrir stundu. vísir/vilhelm/arnar Þingfundur hófst nú klukkan 10:30 og byrjaði með látum í umræðu um fundastjórn forseta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu hver á fætur öðrum og auglýstu eftir fjárlagafrumvarpinu. Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira