„Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu“ Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 11:25 Loga mislíkaði fliss Bjarna og lá ekki á því í þingsal nú fyrir stundu. vísir/vilhelm/arnar Þingfundur hófst nú klukkan 10:30 og byrjaði með látum í umræðu um fundastjórn forseta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu hver á fætur öðrum og auglýstu eftir fjárlagafrumvarpinu. Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira