Margt var um manninn fyrir utan Hljómahöllina þegar einvalalið tónlistarmanna stigu á stokk. Má þar nefna Albatross, Friðrik Dór Jónsson, Röggu Gísla, Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur og Sverri Bergmann.
Matarvagnar voru á svæðinu og gátu bæjarbúar gætt sér á góðum bita á meðan þeir dilluðu mjöðmunum í takt við ljúfa tóna. Dagskrána má nálgast hér.
Viktor Freyr ljósmyndari var með vélina á lofti og myndaði stemninguna meðal bæjarbúa og velunnara.














