Lífið

Sjö daga afmælissæla í Reykja­nes­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þrjátíu ár eru liðin frá sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna.
Þrjátíu ár eru liðin frá sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Vísir/Viktor Freyr

Sveitarfélagið Reykjanesbær fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með stórtónleikum fyrir utan Hljómahöllina síðastliðinn þriðjudag þann 11. júní. Tímamótin marka sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem verða fagnað með hátíðardagskrá fram til 17. júní. 

Margt var um manninn fyrir utan Hljómahöllina þegar einvalalið tónlistarmanna stigu á stokk. Má þar nefna Albatross, Friðrik Dór Jónsson, Röggu Gísla, Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur og Sverri Bergmann. 

Matarvagnar voru á svæðinu og gátu bæjarbúar gætt sér á góðum bita á meðan þeir dilluðu mjöðmunum í takt við ljúfa tóna. Dagskrána má nálgast hér.

Viktor Freyr ljósmyndari var með vélina á lofti og myndaði stemninguna meðal bæjarbúa og velunnara. 

Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr
Vísir/ Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×