Þegar hríðinni slotar Ásta F. Flosadóttir skrifar 13. júní 2024 13:30 Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Ekki þarf að tíunda áhrif þessa á bændur, sem eiga allt sitt undir dutlungum veðurfarsins. Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvörpum verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt. Bændasamtökin hafa staðið fyrir verkefninu „Bændageð” til að vekja bændur til meðvitundar um andlega heilsu. Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda? Höfundur er sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Veður Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Ekki þarf að tíunda áhrif þessa á bændur, sem eiga allt sitt undir dutlungum veðurfarsins. Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvörpum verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt. Bændasamtökin hafa staðið fyrir verkefninu „Bændageð” til að vekja bændur til meðvitundar um andlega heilsu. Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda? Höfundur er sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun