„Betur borgandi ferðamenn“ Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 13. júní 2024 16:00 Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Þessi klisja felur það í sér að Ísland eigi að einbeita sér að því að laða „betur borgandi ferðamenn” til landsins. Þetta verður sérstaklega áberandi, þegar skóinn kreppir að. Þá er þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar, sem hinn einni sanni bjargvættur. Hins vegar er það svo, að þessi „betur borgandi” ferðamaður hefur aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði. Hver er þessi „betur borgandi ferðamaður” eiginlega? Er það sá sem er tilbúinn að kaupa sömu þjónustu á hærra verði en einhver annar? Er það sá sem er tilbúinn að borga alltaf það sem upp er sett og kærir sig kollóttan um samband verðs og gæða? Er það sá sem kaupir mikla þjónustu? Er það sá sem helst kaupir dýra þjónustu? Er það sá sem dvelur lengi á landinu, ferðast um það vítt og breitt og kaupir alls konar þjónustu um allt land? Er það viðskiptaferðamaður? Er það ráðstefnugestur? Er það hvataferðamaður? Er það innlendur ferðamaður? Rof á sambandi verðs og gæða Það má færa fyrir því góð rök að flestir ferðamenn sem koma til Íslands séu að „borga betur” heldur en þeir myndu gera á öðrum áfangastöðum. Ísland er á flestum tímum hlutfallslega rándýrt ferðamannaland og rekst öðru hvoru upp í verðþakið, eins og nú virðist vera tilfellið. Ástæður fyrir því eru fjölmargar, en oft er um að ræða háan launakostnað, óhóflega skattlagningu, háan fjármagnskostnað, of sterka krónu og vissulega kemur það fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki fari fram úr sér í verðlagningu. Þessi árekstur við verðþakið verður einkum þegar samband verðs og gæða rofnar, í samanburði við þá áfangastaði sem við keppum við. Samkeppnishæfnin húrrar niður. Í þessu ástandi eru margir sem grípa í það að fyrst svona er, þá þurfum við bara að ná til „betur borgandi” ferðamanna. Það mætti skilja sem svo að það hljóti að vera einhverjir þarna úti, sem eru til í að borga hvað sem er fyrir hvað sem er. Það er augljóslega úr lausu lofti gripið, þar sem slíkir ferðamenn eru ekki til. Því er þessi nálgun aldrei lausn og frasinn kannski innantómur? Takmarkað framboð af lúxus Ef við hugsum málið aðeins, þá held ég hins vegar að margir gætu verið að meina ferðamenn sem kaupa mikla og dýra þjónustu og jafnvel vörur. Þessir ferðamenn kaupa bestu gistingu sem er í boði, borða góðan mat á fínum veitingahúsum, drekka dýr vín, eru gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum, kaupa dýra afþreyingu, kaupa merkjavöru og skilja almennt mikið eftir sig í hagkerfinu. Þeir eru tilbúnir að „borga betur” en auðvitað einungis fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þetta eru vissulega frábærir viðskiptavinir - en við gætum hins vegar, miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum - aldrei sinnt þessum markhópi eingöngu. Hvað þá að hann sé skammtímalausn í niðursveiflu. Hins vegar gæti það verið ágætis langtímamarkmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara á landinu. Venjulegir ferðamenn borga vel En hvaða hópar eru það þá sem eru verðmætastir fyrir Ísland miðað við þá innviði og það þjónustuframboð sem við búum yfir í dag og raunhæft er að ná til? Það er að mínu mati í raun einfalt - það eru þeir hópar ferðamanna sem dvelja hér lengi, bera virðingu fyrir náttúru landsins og menningu, ferðast sem víðast, kaupa þjónustu af innlendum ferðaskipuleggjendum og flugfélögum frekar en erlendum, kaupa gistingu, leigja bílaleigubíl eða ferðast með hópferðabílum, borða á veitingastöðum, kaupa afþreyingu, fara á söfn og kaupa leiðsögn innlends fagfólks þegar það á við. Þetta á sem betur fer við um stóran hluta þeirra ferðamanna sem hafa verið að koma til Íslands síðustu áratugina. Þetta eru “venjulegir” ferðamenn sem borga vel - en láta það vel í ljós, þegar gæðin eru ekki í samræmi við verðlagið. Hinir klassísku þættir markaðsfærslu eru enn í fullu gildi. Varan, verðið, dreifingin og kynningin þurfa að vera í samræmi og í lagi. Við þurfum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort við erum einhvers staðar að klikka á grunnatriðunum. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Þessi klisja felur það í sér að Ísland eigi að einbeita sér að því að laða „betur borgandi ferðamenn” til landsins. Þetta verður sérstaklega áberandi, þegar skóinn kreppir að. Þá er þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar, sem hinn einni sanni bjargvættur. Hins vegar er það svo, að þessi „betur borgandi” ferðamaður hefur aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði. Hver er þessi „betur borgandi ferðamaður” eiginlega? Er það sá sem er tilbúinn að kaupa sömu þjónustu á hærra verði en einhver annar? Er það sá sem er tilbúinn að borga alltaf það sem upp er sett og kærir sig kollóttan um samband verðs og gæða? Er það sá sem kaupir mikla þjónustu? Er það sá sem helst kaupir dýra þjónustu? Er það sá sem dvelur lengi á landinu, ferðast um það vítt og breitt og kaupir alls konar þjónustu um allt land? Er það viðskiptaferðamaður? Er það ráðstefnugestur? Er það hvataferðamaður? Er það innlendur ferðamaður? Rof á sambandi verðs og gæða Það má færa fyrir því góð rök að flestir ferðamenn sem koma til Íslands séu að „borga betur” heldur en þeir myndu gera á öðrum áfangastöðum. Ísland er á flestum tímum hlutfallslega rándýrt ferðamannaland og rekst öðru hvoru upp í verðþakið, eins og nú virðist vera tilfellið. Ástæður fyrir því eru fjölmargar, en oft er um að ræða háan launakostnað, óhóflega skattlagningu, háan fjármagnskostnað, of sterka krónu og vissulega kemur það fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki fari fram úr sér í verðlagningu. Þessi árekstur við verðþakið verður einkum þegar samband verðs og gæða rofnar, í samanburði við þá áfangastaði sem við keppum við. Samkeppnishæfnin húrrar niður. Í þessu ástandi eru margir sem grípa í það að fyrst svona er, þá þurfum við bara að ná til „betur borgandi” ferðamanna. Það mætti skilja sem svo að það hljóti að vera einhverjir þarna úti, sem eru til í að borga hvað sem er fyrir hvað sem er. Það er augljóslega úr lausu lofti gripið, þar sem slíkir ferðamenn eru ekki til. Því er þessi nálgun aldrei lausn og frasinn kannski innantómur? Takmarkað framboð af lúxus Ef við hugsum málið aðeins, þá held ég hins vegar að margir gætu verið að meina ferðamenn sem kaupa mikla og dýra þjónustu og jafnvel vörur. Þessir ferðamenn kaupa bestu gistingu sem er í boði, borða góðan mat á fínum veitingahúsum, drekka dýr vín, eru gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum, kaupa dýra afþreyingu, kaupa merkjavöru og skilja almennt mikið eftir sig í hagkerfinu. Þeir eru tilbúnir að „borga betur” en auðvitað einungis fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þetta eru vissulega frábærir viðskiptavinir - en við gætum hins vegar, miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum - aldrei sinnt þessum markhópi eingöngu. Hvað þá að hann sé skammtímalausn í niðursveiflu. Hins vegar gæti það verið ágætis langtímamarkmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara á landinu. Venjulegir ferðamenn borga vel En hvaða hópar eru það þá sem eru verðmætastir fyrir Ísland miðað við þá innviði og það þjónustuframboð sem við búum yfir í dag og raunhæft er að ná til? Það er að mínu mati í raun einfalt - það eru þeir hópar ferðamanna sem dvelja hér lengi, bera virðingu fyrir náttúru landsins og menningu, ferðast sem víðast, kaupa þjónustu af innlendum ferðaskipuleggjendum og flugfélögum frekar en erlendum, kaupa gistingu, leigja bílaleigubíl eða ferðast með hópferðabílum, borða á veitingastöðum, kaupa afþreyingu, fara á söfn og kaupa leiðsögn innlends fagfólks þegar það á við. Þetta á sem betur fer við um stóran hluta þeirra ferðamanna sem hafa verið að koma til Íslands síðustu áratugina. Þetta eru “venjulegir” ferðamenn sem borga vel - en láta það vel í ljós, þegar gæðin eru ekki í samræmi við verðlagið. Hinir klassísku þættir markaðsfærslu eru enn í fullu gildi. Varan, verðið, dreifingin og kynningin þurfa að vera í samræmi og í lagi. Við þurfum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort við erum einhvers staðar að klikka á grunnatriðunum. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun