„Fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júní 2024 08:00 Kristall Máni átti frábært tímabil í Danmörku þrátt fyrir að glíma mikið við meiðsli. vísir / sigurjón Fyrir síðasta tímabil skipti Kristall Máni Ingason til danska liðsins Sönderjyske eftir erfiðan tíma hjá Rosenborg í Noregi. Þar fann hann leikgleðina aftur og var einn besti maður liðsins sem tókst að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“ Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Sönderjyske átti frábært tímabil í 1. deild Danmerkur, endaði í öðru sæti og mun því spila í efstu deild á næsta tímabili. Kristall Máni gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna liðsins, sjö talsins og skoraði að auki átta mörk. Kristall endaði tímabilið sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins og stoðsendingahæstur með sjö gjafir þrátt fyrir að missa töluvert úr vegna meiðsla.Sönderjyske Fodbold „Ég myndi segja mjög tímabil yfir höfuð, unnum flest alla leikina og spilum góðan fótbolta. Eftir að hafa komið frá erfiðum tíma í Rosenborg var þetta bara geggjað sko. Ég myndi segja að ég hafi spilað mjög vel, ég hefði viljað kannski aðeins fleiri stoðsendingar og mörk, en það verður bara á næsta tímabili.“ Kristall er nú í sumarfríi og nýtir tímann til æfinga með sínu gamla liði Víkingi en hann fór þaðan árið 2022 til Rosenborg. Tími hans í Noregi var ekki góður og einkenndist mikið af meiðslum en mótlætið mótaði hann og gerði að betri leikmanni. Kristall var leikmaður Víkings frá 2020-22. Hann varð tvöfaldur meistari tímabilið 2021.Vísir / Hulda Margrét „Það er erfitt að segja [af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá Rosenborg], mikið í gangi, lítill spiltími og glímdi við nárameiðsli. En þetta var bara fínn tími og fínt að vera í þessu umhverfi, fá smá mótlæti og brekku í þetta en gott að vera kominn til baka og maður bara stefnir upp brekkuna.“ Eftir eins gott tímabil og Kristall átti er eðlilegt að stærri lið sýni honum áhuga en sjálfur segist hann ekki hafa áhuga á félagaskiptum og ætlar að hjálpa Sönderjyske að halda sínu sæti í deildinni á næsta tímabili. „Alls ekki [að leita að nýju félagi], mér líður vel þarna í Sönderjyske og ég fæ bara að vera ég sjálfur þannig að ég er ekkert að stressa mig sko. Markmiðið fyrir næsta tímabil er bara að skora einhver mörk og leggja eitthvað upp. Halda okkur í þessari deild, fyrst og fremst.“
Danski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira