Íslenski boltinn

Undan­úr­slit Mjólkurbikarsins: Arnar Grétars­son fer á fornar slóðir og bikarmeistararnir fá Stjörnuna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hallgrímur (til hægri) var aðstoðarmaður Arnars þegar hann stýrði KA.
Hallgrímur (til hægri) var aðstoðarmaður Arnars þegar hann stýrði KA.

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar munu mætast KA og Valur annars vegar, Víkingur og Stjarnan hins vegar.

KA varð fyrsta liðið upp úr pottinum og tryggði heimavallarrétt. Valur dróst svo gegn þeim. Þar mun Arnar Grétarsson fara norður og hitta sína gömlu félaga, sem skulda honum pening. 

Víkingur varð annað liðið upp úr pottinum og fékk því sömuleiðis heimaleik. Stjarnan mætir bikarmeisturunum. 

Valur varð fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit með sigri gegn Keflavík eftir vítaspyrnukeppni í leik sem endaði 3-3. Stjarnan fylgdi svo eftir með 1-0 sigri fyrir norðan gegn Þór frá Akureyri.

Nágrannar þeirra, KA gerðu öllu betur og unnu 3-0 gegn Fram. Víkingur vann svo 3-1 gegn Fylki á heimavelli hamingjunnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×