Ísland orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 09:00 Stefán Pálsson sagnfræðingur harmar fréttir af lokun ungmennahússins Hamarsins. Vísir/Ívar Fannar Stefán Pálsson segir algjörlega ömurlegt að heyra að Hafnarfjarðarbær „slátri Hamrinum með pennastriki.“ Greint var frá því á dögunum að Hafnarfjarðarbær hygðist binda enda á starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins til fimm ára hefur sagt að áform Hafnarfjarðarbæjar um framtíð ungmennastarfs í bænum hafi verið gerð án nokkurs samráðs við starfsmenn eða ungmenni og hefur kallað vinnubrögð bæjaryfirvalda óvönduð og ólýðræðisleg. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir glötuðustu frétt vikunnar fundna og að það sé engin samkeppni. Hann hafi síðasta vetur verið í starfshópi á vegum Reykjavíkurborgar til að fjalla um málefni Hins hússins og ungmennastarf í höfuðborginni og að starf Hamarsins hafi verið til fyrirmyndar. „Ég ætla að fullyrða að mest spennandi verkefnið sem við kynntum okkur var Hamarinn í Hafnarfirði enda fór það svo að við létum ekki nægja eina heldur tvær kynningar frá Margréti Gauju á því frábæra starfi sem þar hefur átt sér stað. Einkum horfðum við til vinnu þeirra með ungmennum af erlendum uppruna og veltum því fyrir okkur hvernig útvíkka mætti það fyrir allt höfuðborgarsvæðið,“ skrifar Stefán í færslu sem hann birti á Facebook í gær. Hann segir Ísland hafa orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ við þessar fréttir. Hafnarfjörður Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. 13. júní 2024 17:01 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins til fimm ára hefur sagt að áform Hafnarfjarðarbæjar um framtíð ungmennastarfs í bænum hafi verið gerð án nokkurs samráðs við starfsmenn eða ungmenni og hefur kallað vinnubrögð bæjaryfirvalda óvönduð og ólýðræðisleg. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir glötuðustu frétt vikunnar fundna og að það sé engin samkeppni. Hann hafi síðasta vetur verið í starfshópi á vegum Reykjavíkurborgar til að fjalla um málefni Hins hússins og ungmennastarf í höfuðborginni og að starf Hamarsins hafi verið til fyrirmyndar. „Ég ætla að fullyrða að mest spennandi verkefnið sem við kynntum okkur var Hamarinn í Hafnarfirði enda fór það svo að við létum ekki nægja eina heldur tvær kynningar frá Margréti Gauju á því frábæra starfi sem þar hefur átt sér stað. Einkum horfðum við til vinnu þeirra með ungmennum af erlendum uppruna og veltum því fyrir okkur hvernig útvíkka mætti það fyrir allt höfuðborgarsvæðið,“ skrifar Stefán í færslu sem hann birti á Facebook í gær. Hann segir Ísland hafa orðið „pínkulítið lélegra og leiðinlegra“ við þessar fréttir.
Hafnarfjörður Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. 13. júní 2024 17:01 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Aðför að ungmennum (Í minningu Hamarsins) Við Suðurgötu í Hafnarfirði hefur um árabil verið starfrækt ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Ungmennahúsið Hamarinn, sem dregur nafn sitt af hamrabeltinu sem trónir yfir húsinu og setur svip sinn á bæinn, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki. 13. júní 2024 17:01