Guðmundur framlengir: „Hefur lyft öllu á hærra plan“ Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2024 09:56 Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með lið Fredericia Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia, hefur framlengt samning sinn við félagið til sumarsins 2027. Undir stjórn Guðmundar hefur Fredericia náð mögnuðum árangri undanfarin tvö tímabil. Liðið hefur stimplað sig inn meðal toppliða danska handboltans og unnið til verðlauna bæði tímabilin. Á nýafstöðu tímabili var liðið svo ekki langt frá því að verða danskur meistari en þurfti að lúta í lægra haldi gegn stórliði Álaborgar í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar. Árangurinn tryggði Fredericia sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það mun taka þátt í slíkri keppni. Svo gæti vel verið að það verði í Meistaradeild Evrópu því Fredericia er eitt þeirra tólf liða sem hefur sótt um svokallað wildcard sæti í þeirri keppni. Fyrri samningur Guðmundar átti að renna út eftir ár en mikil ánægja er ríkjandi beggja megin borðsins með samstarfið og því ekki úr vegi að framlengja það. „Það er með mikilli ánægju og stolti sem við greinum frá því að Guðmundur hafi framlengt samning sinn við félagið,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, framkvæmdastjóri Fredericia. „Guðmundur hefur gegnt lykilhlutverki í leið okkar að toppi danska handboltans. Við erum mjög ánægð með hann vilji halda áfram sinni vinnu hér hjá okkur. Þegar að við réðum Guðmund sem þjálfara liðsins á sínum tíma vissum við það upp á hár að hann væri rétti maðurinn í starfið til að byggja á þeim grunni sem að Jesper Houmark hafði lagt. Allt frá sinni komu hefur Guðmundur lyft öllu, bæði liðinu og félaginu, á hærra plan.“ Danski handboltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Undir stjórn Guðmundar hefur Fredericia náð mögnuðum árangri undanfarin tvö tímabil. Liðið hefur stimplað sig inn meðal toppliða danska handboltans og unnið til verðlauna bæði tímabilin. Á nýafstöðu tímabili var liðið svo ekki langt frá því að verða danskur meistari en þurfti að lúta í lægra haldi gegn stórliði Álaborgar í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar. Árangurinn tryggði Fredericia sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það mun taka þátt í slíkri keppni. Svo gæti vel verið að það verði í Meistaradeild Evrópu því Fredericia er eitt þeirra tólf liða sem hefur sótt um svokallað wildcard sæti í þeirri keppni. Fyrri samningur Guðmundar átti að renna út eftir ár en mikil ánægja er ríkjandi beggja megin borðsins með samstarfið og því ekki úr vegi að framlengja það. „Það er með mikilli ánægju og stolti sem við greinum frá því að Guðmundur hafi framlengt samning sinn við félagið,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, framkvæmdastjóri Fredericia. „Guðmundur hefur gegnt lykilhlutverki í leið okkar að toppi danska handboltans. Við erum mjög ánægð með hann vilji halda áfram sinni vinnu hér hjá okkur. Þegar að við réðum Guðmund sem þjálfara liðsins á sínum tíma vissum við það upp á hár að hann væri rétti maðurinn í starfið til að byggja á þeim grunni sem að Jesper Houmark hafði lagt. Allt frá sinni komu hefur Guðmundur lyft öllu, bæði liðinu og félaginu, á hærra plan.“
Danski handboltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira