Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 10:49 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar lýsti því yfir að komi fram vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra muni hann styðja þá tillögu eindregið. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. Eins og fram hefur komið eru Miðflokksmenn nú að bræða með sér hvort þeir muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkey. Sigmar sagði fram komna áhugaverða stöðu á lokametrum þessa þings. Miðflokkurinn hafi boðað mögulega vantrauststillögu. „Ég styð þá tillögu eindregið,“ sagði Sigmar. Hann sagði það bæði með vísan til embættisfærslna ráðherrans en ekki síður því að brýnt sé að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. „Aðalatriðið er þetta að ríkisstjórnin er ekki að ná utan um það verkefni að vinna fyrir fólkið í landinu,“ sagði Sigmar. Hann sagði þau í ríkisstjórninni ekki hafa hina minnstu hugmynd um hvaða mál verði kláruð nú á lokametrum þingsins. „Niðurstaðan blasir ekki enn við, við erum enn í myrkrinu því flokkarnir eru ósamstíga um nánast hvert einasta mál.“ Sigmar nefndi þá það sem tekist var um á þinginu í gær sem eru afskipti Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra af lögreglunni, þá vegna netverslunar með áfengi. Lögreglan meti það svo að slík afskipti telji þau ekki heppileg í réttarríki og skipti þá engu hvort ráðherrann telji sig ekki hafa haft afskipti af lögreglu eða ekki, lögreglan meti það svo. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Eins og fram hefur komið eru Miðflokksmenn nú að bræða með sér hvort þeir muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkey. Sigmar sagði fram komna áhugaverða stöðu á lokametrum þessa þings. Miðflokkurinn hafi boðað mögulega vantrauststillögu. „Ég styð þá tillögu eindregið,“ sagði Sigmar. Hann sagði það bæði með vísan til embættisfærslna ráðherrans en ekki síður því að brýnt sé að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. „Aðalatriðið er þetta að ríkisstjórnin er ekki að ná utan um það verkefni að vinna fyrir fólkið í landinu,“ sagði Sigmar. Hann sagði þau í ríkisstjórninni ekki hafa hina minnstu hugmynd um hvaða mál verði kláruð nú á lokametrum þingsins. „Niðurstaðan blasir ekki enn við, við erum enn í myrkrinu því flokkarnir eru ósamstíga um nánast hvert einasta mál.“ Sigmar nefndi þá það sem tekist var um á þinginu í gær sem eru afskipti Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra af lögreglunni, þá vegna netverslunar með áfengi. Lögreglan meti það svo að slík afskipti telji þau ekki heppileg í réttarríki og skipti þá engu hvort ráðherrann telji sig ekki hafa haft afskipti af lögreglu eða ekki, lögreglan meti það svo.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira