Innlent

Vill losna við líf­verði Bjarna úr þinghúsinu

Jakob Bjarnar skrifar
Andrés Ingi sagði það lágmarkskröfu að starfsmenn valdstjórnarninnar væru ekki á stjákli inni í þinghúsinu meðan þar færi fram umræða.
Andrés Ingi sagði það lágmarkskröfu að starfsmenn valdstjórnarninnar væru ekki á stjákli inni í þinghúsinu meðan þar færi fram umræða. vísir/vilhelm

Andrés Ingi Jónsson gerði, í umræðu um atkvæðagreiðslu í útlendingamálinu, athugasemd við að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, væri með lífverði í þinghúsinu.

Andrés Ingi sagði að nær væri að hann tjáði sig um þetta mál í dagskrárliðnum fundarstjórn forseta en í atkvæðagreiðslu.

„En ég hef rætt á fundum forsætisnefndar hversu ólíðandi það sé að lífverðir forsætisráðherra sé á stjákli hér innan þinghússins. Alþingi er friðheilagt. Það er óþolandi og ekki til sóma að sérsveitarmaður lögreglunnar sé í hliðarsal meðan alþingi er að störfum. Ég fer fram á það að forseti losi sig við þessa starfsmenn valdstjórnarinnar núna strax,“ sagði Andrés og kvað við heyr heyr í þingsalnum.

Bjarna var greinilega ekki rótt undir orðum Andrésar en Birgir Ármannsson forseti þingsins sagðist hafa heyrt þessar athugasemdir Andrésar fyrr. En lögregla þyrfti að ákveða hvernig öryggis ráðamanna yrði best gætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×