Svar við bréfi Ingós: 3.233.700.000 krónur Runólfur Ágústsson skrifar 14. júní 2024 13:30 Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Runólfur Ágústsson Tengdar fréttir Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30 Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur.
Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar