Ingólfur krítar liðugt Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 15:31 Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi Icelandic wildlife fund, íslenska náttúruverndarsjóðsins, skrifar í gær á visir.is og telur laxeldið á Vestfjörðum skipta litlu máli fyrir Vestfirðinga. Honum tekst að halla réttu máli svo að jafnast á við starfsmann hans, Jón Kaldal, í nýlegum greinaskrifum. Ársverkin eru a.m.k. fimm sinnum fleiri Ingólfur skrifar: „Ársverk í sjókvíaeldi á öllu landinu (Austfirðir meðtaldir) eru 330 samkvæmt nýjustu ársreikningum fyrirtækja í þessum iðnaði.“ Þessi fullyrðin er tekin úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands sem heitir Áhrif laxeldis í opnum sjókvíum á byggð og efnahagslíf og dagsett er í nóvember 2023 og lagfærð í apríl 2024. Skýrslan var unnin fyrir Ingólf og félaga. En í skýrslunni segir líka, og því sleppir Ingólfur, að samkvæmt staðgreiðsluskrám hafi starfsmenn árið 2022 í fiskeldi verið orðnir 710. Því ber vel saman við tölur frá samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem gefa upp 723 starfsmenn í maí 2023 og fá þá tölu frá Hagstofu Íslands. Vestfjarðastofa telur að beinu störfin á Vestfjörðum einum séu um 300. Nýrri tölur hef ég ekki en víst er að þeim hefur fjölgað. Svo þarf að bæta við afleiddum störfum til þess að hafa heildaráhrifin af atvinnugreininni. Þar er talið að þau sé 0,8 til 1 starf fyrir hvert eitt beint starf. Því má ætla að 1.500 – 2.000 störf séu vegna fiskeldisins. Engir erlendir farandverkamenn Ingólfur skrifar í framhaldi af fullyrðingu sinni um 330 ársverkin: „Þar af sinna þeim að stórum hluta erlendir farandstarfsmenn, sem dvelja hér á landi tímabundið.“ Svo vill til að í októberbyrjun 2023 fullyrti Inga Lind Karlsdóttir, sem situr í stjórn þessa sama sjóðs með Ingólfi, í þætti á Bylgjunni að mest væri það erlendir farandverkamenn sem ynnu við fiskeldið. Í framhaldi af var þetta athugað. Þá fengust þau svör að enginn af 189 starfsmönnum Arnarlax væri erlendur farandverkamaður. Á sunnanverðum Vestfjörðum voru þá 136 starfsmenn og allir með lögheimili á svæðinu. Hjá Arctic Fish voru 125 starfsmenn og allir búsettir á Vestfjörðum, enginn var frá starfsmannaleigum. Þriðja stóra eldisfyrirtækið á Vestfjörðum er Háafell. Þar voru þá 22 starfsmenn, þar af 6 erlendir og alir búsettir við Djúp. Tvö önnur minni eldisfyrirtæki voru með 15 starfsmenn og aðeins einn þeirra var erlendur. Sá hafði unnið við eldið í þrjú ár ásamt því að leika handknattleik á Ísafirði.Niðurstaðan er skýr: enginn erlendur farandverkamaður var starfandi við fiskeldið á Vestfjörðum í október 2023. Ég hef ekki neinar fréttir um að það hafi breyst síðan. Þetta má lesa í fréttum á vefnum Bæjarins besta 25.október sl. Fjöldi barna í samræmi við landsmeðaltal Ingólfur heldur því fram í grein sinni og vísar til skýrslu Hagfræðistofnunar því til stuðnings að á sunnanverðum Vestfjörðum hafi börnum fækkað,fjölskyldum fækkað og að karlar séu orðnir hlutfallslega fleiri en konur svo um muni. Svo fullyrðir Ingólfur: „Tölurnar í skýrslunni afsanna að sjókvíaeldi á laxi styrki varanlega búsetu í brothættum sjávarbyggðum.“ Í heildina er verið að draga upp þá mynd að svæðið sé að verstöð fyrir fiskeldið, mönnuð af erlendum farandverkamönnum. Það er öðru nær og sjálf skýrsla Hagfræðistofnunar dregur það skýrt fram. En fyrst að fullyrðingunni um fækkun barna. Hagfræðistofnun telur saman börn 15 ára og yngri í þorpunum þremur á svæðinu og ber saman við landsmeðaltalið í byrjun árs. Þá voru 19,5% landsmanna á þessum aldri. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar var hlutfallið 19% á Patreksfirði, 18% á Tálknafirði og 14% á Bíldudal. Hér þarf að leiðrétta Hagfræðistofnun lítillega. Það býr fólk utan þorpanna og þar eru börn. Að teknu tilliti til þess þá búa 238 börn á svæðinu en ekki 224. Það gerir 19,1% af íbúunum sem er nánast það sama og á landsvísu. Hlutfall barna 15 ára og yngri er ekkert frábrugðið því sem er á landinu að meðaltali. Börnum á svæðinu hefur fækkað frá 2014 til 2024 um 8% eða úr 259 í 238. Skýringin er einföld og Hagfræðistofnun yfirsást hún. Haustið 2016 hætti fiskvinnslan á Tálknafirði starfsemi og þessum stærsta vinnustað í Tálknafirði var lokað. Íbúum sveitarfélagsins fækkað á skömmum tíma úr 303 í 231 eða um 23%. Þá flutti margar fjölskyldur burt.Það var ekki fiskeldið sem orsakaði lokunina heldur annað. Þvert á móti hefur fiskeldið hjálpað til að milda höggið.En enn hefur plássið ekki jafnað sig og síðustu tölur eru að 267 búi í firðinum. Varðandi kynjahallann þá er það ekki nýtilkomið vandamál. Áður en fiskeldi kom til sögunnar var það áberandi. Í skýrslu Byggðastofnunnar frá júlí 2008 var fjallað um alvarlegt ástand víða á landsbyggðinni. Þar segir um Vesturbyggð að íbúum hafi fækkað um 37,7% frá 1991 til 2007. Karlar hafi þá verið allt að 11% fleiri en konur. Íbúum hefur fjölgað vegna fiskeldisins, fasteignaverð þrefaldast En Hagfræðistofnun bendir líka á jákvæðu áhrifin, þótt Ingólfur Ásgeirsson vilji ekki vísa til þess. Þau eru að laun eru góð , að meðaltali um 6% yfir landsmeðaltali, íbúaþróun hefur snúist við, íbúum er hætt að fækka og þeim hefur fjölgað töluvert og það sem eru jákvæðustu teiknin er að íbúðaverð á Patreksfirði hefur þrefaldast á fáum árum eftir að fiskeldið komst á koppinn. Þetta eru allt merki um framfarir í samfélaginu og sveitarfélagið þarf að stækka leikskólana svo dæmi sé tekið. Íbúðaverð á Patreksfirði er ekki lengur það lægsta á landinu , en er að vísu enn lágt miðað við höfuðborgarsvæðið. Eitt er alveg víst að ef krafa Ingólfs , Jóns Kaldal og félaga um bann við laxeldi nær fram að ganga að þá munu þessi áhrif ganga til baka mjög hratt. Um 300 bein störf munu hverfa, um eitt þúsund manns munu væntanlega flytjast burt og fasteignaverðið mun falla í sama far og var áður og ef til vill verða enn lægra en það áður var lægst. Tjón einstaklinganna verður talið í milljörðum króna og tjón þjóðarbúsins til viðbótar myndi verða talið í tugum milljarða króna á hverju ári. Hver ætlar að borga okkur skaðann? Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi Icelandic wildlife fund, íslenska náttúruverndarsjóðsins, skrifar í gær á visir.is og telur laxeldið á Vestfjörðum skipta litlu máli fyrir Vestfirðinga. Honum tekst að halla réttu máli svo að jafnast á við starfsmann hans, Jón Kaldal, í nýlegum greinaskrifum. Ársverkin eru a.m.k. fimm sinnum fleiri Ingólfur skrifar: „Ársverk í sjókvíaeldi á öllu landinu (Austfirðir meðtaldir) eru 330 samkvæmt nýjustu ársreikningum fyrirtækja í þessum iðnaði.“ Þessi fullyrðin er tekin úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands sem heitir Áhrif laxeldis í opnum sjókvíum á byggð og efnahagslíf og dagsett er í nóvember 2023 og lagfærð í apríl 2024. Skýrslan var unnin fyrir Ingólf og félaga. En í skýrslunni segir líka, og því sleppir Ingólfur, að samkvæmt staðgreiðsluskrám hafi starfsmenn árið 2022 í fiskeldi verið orðnir 710. Því ber vel saman við tölur frá samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem gefa upp 723 starfsmenn í maí 2023 og fá þá tölu frá Hagstofu Íslands. Vestfjarðastofa telur að beinu störfin á Vestfjörðum einum séu um 300. Nýrri tölur hef ég ekki en víst er að þeim hefur fjölgað. Svo þarf að bæta við afleiddum störfum til þess að hafa heildaráhrifin af atvinnugreininni. Þar er talið að þau sé 0,8 til 1 starf fyrir hvert eitt beint starf. Því má ætla að 1.500 – 2.000 störf séu vegna fiskeldisins. Engir erlendir farandverkamenn Ingólfur skrifar í framhaldi af fullyrðingu sinni um 330 ársverkin: „Þar af sinna þeim að stórum hluta erlendir farandstarfsmenn, sem dvelja hér á landi tímabundið.“ Svo vill til að í októberbyrjun 2023 fullyrti Inga Lind Karlsdóttir, sem situr í stjórn þessa sama sjóðs með Ingólfi, í þætti á Bylgjunni að mest væri það erlendir farandverkamenn sem ynnu við fiskeldið. Í framhaldi af var þetta athugað. Þá fengust þau svör að enginn af 189 starfsmönnum Arnarlax væri erlendur farandverkamaður. Á sunnanverðum Vestfjörðum voru þá 136 starfsmenn og allir með lögheimili á svæðinu. Hjá Arctic Fish voru 125 starfsmenn og allir búsettir á Vestfjörðum, enginn var frá starfsmannaleigum. Þriðja stóra eldisfyrirtækið á Vestfjörðum er Háafell. Þar voru þá 22 starfsmenn, þar af 6 erlendir og alir búsettir við Djúp. Tvö önnur minni eldisfyrirtæki voru með 15 starfsmenn og aðeins einn þeirra var erlendur. Sá hafði unnið við eldið í þrjú ár ásamt því að leika handknattleik á Ísafirði.Niðurstaðan er skýr: enginn erlendur farandverkamaður var starfandi við fiskeldið á Vestfjörðum í október 2023. Ég hef ekki neinar fréttir um að það hafi breyst síðan. Þetta má lesa í fréttum á vefnum Bæjarins besta 25.október sl. Fjöldi barna í samræmi við landsmeðaltal Ingólfur heldur því fram í grein sinni og vísar til skýrslu Hagfræðistofnunar því til stuðnings að á sunnanverðum Vestfjörðum hafi börnum fækkað,fjölskyldum fækkað og að karlar séu orðnir hlutfallslega fleiri en konur svo um muni. Svo fullyrðir Ingólfur: „Tölurnar í skýrslunni afsanna að sjókvíaeldi á laxi styrki varanlega búsetu í brothættum sjávarbyggðum.“ Í heildina er verið að draga upp þá mynd að svæðið sé að verstöð fyrir fiskeldið, mönnuð af erlendum farandverkamönnum. Það er öðru nær og sjálf skýrsla Hagfræðistofnunar dregur það skýrt fram. En fyrst að fullyrðingunni um fækkun barna. Hagfræðistofnun telur saman börn 15 ára og yngri í þorpunum þremur á svæðinu og ber saman við landsmeðaltalið í byrjun árs. Þá voru 19,5% landsmanna á þessum aldri. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar var hlutfallið 19% á Patreksfirði, 18% á Tálknafirði og 14% á Bíldudal. Hér þarf að leiðrétta Hagfræðistofnun lítillega. Það býr fólk utan þorpanna og þar eru börn. Að teknu tilliti til þess þá búa 238 börn á svæðinu en ekki 224. Það gerir 19,1% af íbúunum sem er nánast það sama og á landsvísu. Hlutfall barna 15 ára og yngri er ekkert frábrugðið því sem er á landinu að meðaltali. Börnum á svæðinu hefur fækkað frá 2014 til 2024 um 8% eða úr 259 í 238. Skýringin er einföld og Hagfræðistofnun yfirsást hún. Haustið 2016 hætti fiskvinnslan á Tálknafirði starfsemi og þessum stærsta vinnustað í Tálknafirði var lokað. Íbúum sveitarfélagsins fækkað á skömmum tíma úr 303 í 231 eða um 23%. Þá flutti margar fjölskyldur burt.Það var ekki fiskeldið sem orsakaði lokunina heldur annað. Þvert á móti hefur fiskeldið hjálpað til að milda höggið.En enn hefur plássið ekki jafnað sig og síðustu tölur eru að 267 búi í firðinum. Varðandi kynjahallann þá er það ekki nýtilkomið vandamál. Áður en fiskeldi kom til sögunnar var það áberandi. Í skýrslu Byggðastofnunnar frá júlí 2008 var fjallað um alvarlegt ástand víða á landsbyggðinni. Þar segir um Vesturbyggð að íbúum hafi fækkað um 37,7% frá 1991 til 2007. Karlar hafi þá verið allt að 11% fleiri en konur. Íbúum hefur fjölgað vegna fiskeldisins, fasteignaverð þrefaldast En Hagfræðistofnun bendir líka á jákvæðu áhrifin, þótt Ingólfur Ásgeirsson vilji ekki vísa til þess. Þau eru að laun eru góð , að meðaltali um 6% yfir landsmeðaltali, íbúaþróun hefur snúist við, íbúum er hætt að fækka og þeim hefur fjölgað töluvert og það sem eru jákvæðustu teiknin er að íbúðaverð á Patreksfirði hefur þrefaldast á fáum árum eftir að fiskeldið komst á koppinn. Þetta eru allt merki um framfarir í samfélaginu og sveitarfélagið þarf að stækka leikskólana svo dæmi sé tekið. Íbúðaverð á Patreksfirði er ekki lengur það lægsta á landinu , en er að vísu enn lágt miðað við höfuðborgarsvæðið. Eitt er alveg víst að ef krafa Ingólfs , Jóns Kaldal og félaga um bann við laxeldi nær fram að ganga að þá munu þessi áhrif ganga til baka mjög hratt. Um 300 bein störf munu hverfa, um eitt þúsund manns munu væntanlega flytjast burt og fasteignaverðið mun falla í sama far og var áður og ef til vill verða enn lægra en það áður var lægst. Tjón einstaklinganna verður talið í milljörðum króna og tjón þjóðarbúsins til viðbótar myndi verða talið í tugum milljarða króna á hverju ári. Hver ætlar að borga okkur skaðann? Höfundur er ritstjóri.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar